Hvers vegna ætli það sé ?

Er það vegna þess að almenningur er svo eyðsluglaður ?

Nei það er undannfarinni útlánastefnu að kenna.

 Áskorun til þingheims.


Nú þegar endurreisn stendur yfir á viðskiptabönkum þeim sem með útlánastefnu sinni sökktu Íslensku hagkerfi, er vert að hafa ljóslifandi í huga að útlánastefna á Íslandi hefur alla tíð valdið verðbólgu og kaupmáttarskerðingu, þenslu og offjárfestingum.
Nú hafa tvær kynslóðir Íslendinga lifað gegnum tíma mikils fjármálaóstöðugleika.
Og enn virðumst við standa ráðþrota og vanmáttug gegn vá sem enginn virðist hafa kjark og þor til að halda í skefjum. Verðbólga er orðinn sjálfsagður djöfull á öllum heimilum. Og hefur verið hagfræðilega samþykktur. Svo karpa menn um fyrri ákvarðannir og stríða gegn hagkerfi Íslands með óábyrgum gæluverkefnum sem fara langt framm úr fjárlögum.
Þessu verður að linna. Við verðum að huga að hlutföllum í hagkerfinu, nýsköpun, atvinnuvegum landsinns og framleiðslu.
Ekki er það þó neinn vandi að halda verðbólgu í skefjum hagfræðilega séð. Það er auðveldlega hægt að fylgjast betur með upphæðum útlána hjá öllum bönkum á Íslandi. Seðlabanki og fjármálaeftirlit hafa það hlutverk að halda verðbólgumarkmiðum.
Það hefur verið gert með því að beita stýrivöxtum. Er sú tilraun ekki á enda ? Hefur hún ekki sannað skekkju sína.
Flotgengi til að laða að erlent fjármagn ? Hefur það ekki sannað skekkju sína ?
Til framtíðar getum við ekki lifað á erlendu lánsfjármagni. Við verðum að skapa verðmæti á íslandi til að geta eflt hagkerfið.
Stjórnvöld og bankar hafa ekki getað tekið ábyrgð á þenslu og verðbólgu um áratugi. Semsagt þeir hafa ekki tekið ábyrgð á ákvörðunum sínum. Enda styðja kenningar Miltons Friedmann alla þá tilburði til að leysa vandamál með innspítingu peninga.
Og síðan Ólafslögin voru sett í gildi hefur lántakandinn tekið þá ábyrgð á sig. Ekkert er samt verra fyrir útlánastofnanir á Íslandi en þetta fyrirkomulag. Ekkert er samt verra fyrir Íslenskt samfélag en þetta fyrirkomulag. Ekkert er mikilvægara fyrir þroska íslenskra banka en afnám Ólafslaga.
Íslendingar hafa undanfarin ár verið að fást við afleiðingar en ekki ráðist að orsök vandans.
Meðvitund hefur glatast og útlánastefna valdið ómældu tjóni á verðmætavitund Íslendinga. Hún hefur skapað svo mikla þenslu að fasteignaverð hefur risið uppfyrir það sem kaup getur staðið undir. Þetta er klassísk afleiðing of mikilla útlána. Þetta verður einfaldlega að leiðrétta. Hagfræðileg rök með því að færa niður höfuðstól sem nemur ofþenslu eru gríðarleg. 
Á undanförnum áratugum hefur sparnaður fallið í skuggann af auðfengnu lánsfé.
Það væri glapræði aðendurreisa bankana með sama lagaramma til að vinna eftir.
Nógu fallvalt er kerfi byggt á kjölfestulausum gjaldmiðil. En ef bankar þurfa ekki að gæta þess að vanhugsuð útlán þeirra hafi slæm áhrif á afkomu þeirra, eru þeir settir í tvöfalda móralska hættu og þar að auki munu þeir aldrei þroskast sem eðlilegar og aðhaldsamar útlánastofnanir. Hvort sem þeir eru í eigu ríkis eða einkaeigu.
Þeir bankamenn og stjórnmálamenn sem sjá aðeins þá hlið peninginns sem snýr að tryggingu gegn tapi innistæðna í verðbólgu eða útlánatapi eru algjörlega búinn að missa sjónar á orsök verðbólgu og vill þá innleiða óábyrga útlánastefnu í þeim tilgangi að tryggja innistæðueigendur. Sem það gerir auðvitað ekki. Því kaupmáttarskerðing veldur meira tapi en sem nemur verðtryggingunni.
Því miður virðist vera viss blinda á þessi grundvallarrök. Og virkar þetta sem bleyja fyrir bankana og Alþingi.
Ég skora á hvern þann þingmann sem les þetta að sjá hag Íslensks samfélags í stóru samhengi.
Það er áhrifamesta og skilvirkasta leiðin til endurreisnar að læra af sögunni og gera ekki sömu mistökin aftur og aftur.
Það er vart mikilvægara mál til í Íslensku samfélagi.
Nú á að reisa upp banka með eginfé úr vasa skattborgara. Sú fjármögnun er fundin með skattheimtu og einnig hefur hún áhrif á  magn peninga í umferð og hefur þessvegna þensluáhrif þó að ekki sé um ofþenslu að ræða, þá hefur það áhrif á höfuðstól lána í gegnum verðtryginguna.
Enn bera skuldarar byrgðarnar. Heimili og fyrirtæki sem skulda verðtryggð lán.
Í fimm mánuði hef ég skoðað þessa hluti frá öllum hliðum og lesið ummæli færustu hagfræðinga og verkalýðsforkólfa og stjórnmálamanna. Enginn hefur komið með rök fylgjandi verðtryggingu sem halda vatni. Ég er búinn að lesa nýjustu skýrslu seðlabanka og þar koma engin rök með verðtryggingu.
Ef útlán banka eru innan eðlilegra marka og innstreymi erlends lánsfés er heft, er ekkert mál að halda verðbólgu í skefjum.
Með opnum gagnagrunni í seðlabanka mundu allir verðbólguáhrifavaldar vera auðveldlega skýrðir á lituðu súluriti. Öll útlán banka mundu koma þar til áhrifa allur yfirdráttur og allir þættir til mótvægis.
Það hefur ekki verið gerð krafa á heila hagstjórn í áratugi á Íslandi og menn tala orðið í hringi og vaða reyk í þessum efnum.
Svo segja flestir þingmenn og hagfræðingar í fréttum að krónan sé ónýt. Hún er smá en hagstjórn og yfirlæti bankana var of stór fyrir hana. Það er sannara. 
Nú er komin upp sú staða að ef við viljum að hjól hagkerfissinns snúist eðlilega. Verðum við að skilja að sú þensla á fasteignaverði sem hefur orðið uppfyrir það sem tekjur bera verður að sjatna til að jafnvægi náist. Eðlilegast er aðhöfuðstólar lána falli með fasteingaverði. Þá er markaðurinn fljótastur á ná jafnvægi. Verðið fellur hvort sem við gerum það viljug eða seinna við enn meiri vandræði. Hrakið og svívirt fólk á götum borgarinnar í boði bankana. Þetta þurfum við ekki að búa við.
Sama á við um flotgengisstefnuna og kjölfestulausa gjaldmiðilinn. Við höfum tækifæri núna til að móta stefnu til frambúðar.
Verðtrygging er í raun mannréttindabrot og lögsettar ofsóknir gegn skuldurum í árferði sem þessu og árferðið er að miklu leiti tilkomið af verðtryggingunni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband