Leiðrétting á fasteignabólu.

Fasteignabólur og aðrar bólur í hagkerfum eru skaðlegar og það er áhrifaríkasta leiðin fyrir hagkerfið til að jafna sig, að hleypa af bólunum á einhvern hátt. Í stað þess að setja stóran hóp fólks á vergang. Leiðréttingin á sér stað á einhvern hátt hvort eð er.
Þess má geta að fasteignabólur verða ekki til vegna þess að fólk er með óráðsíu. Fasteignabólur verða til við óheft útlán. Sem er hagstjórnaratriði.
Skilgreining á mannamáli um hvað fasteignabóla er, er svohljóðandi. Fasteignabóla verður til þegar fasteignaverð rís uppfyrir það sem tekjur geta borið. Þetta er orsök þenslu og verðbólgu sökum óábyrgrar útlánastefnu bankana en ekki brjálsemi almennings. Langvarandi áhrif verðbólgu á söfnun og sparnað er neikvæður. Og er afleiðing útlánastefnu og peningamálastefnu ekki öfugt.
Leiðrétting á höfustól lána er því eitt það snjallasta sem hægt er að gera í stöðunni. Og er óumflýjanleg. Fasteignaverð lækkar á einn eða annan hátt hvort eð er. En kostnaður samfélagsinns verður auðvitað mikið meiri ef ekkert er gert.

mbl.is Vilja meira jafnræði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband