Betra seint en aldrei ?

Það virðist sem einn og einn ráðamaður sé að vakna til meðvitundar um það eðlilega og rétta, en það verður að segjast nokkuð seint að koma með þessa yfirlýsingu núna. Hann má samt eiga það að hann sagði fljótt að hann vildi kosningar í vor.
Ég fagna þessari ákvörðun samt sem áður. Og vona að hún sé gerð af heilindum.
Það sem allir ráðamenn ríkisstjórnar verða að gera sér grein fyrir er að það verður ekki hlaupist undan eðlilegum og réttlátum kröfum, með einhversskona valdaplotti og hrókeringum.
Þeir tímar eru liðnir, það mun einginn líða það, nema gömlu múlflokksbundnu asnarnir, afsakið orðbragðið.
Nú verðum við öll að sameinast um þá hluti sem þroska lýðræðið og framþróa óháð flokkum.
Nú verðum við að gera allra þær breytingar sem flokkarnir hafa frestað í þúsund ár.
En því miður held ég að Geir og Solla séu að verða ein með þá hugmynd að halda þessu út í rauðann dauðann. Þeim og þjóðinni til heilsutjóns.
Og þegar flokksfélagar þeirra byrja að tala um heilindi í þeirra samstarfi þá fæ ég ælu upp í kok.
Eru það heilindi að viðurkenna ekki sinn þátt í þeirri hugmyndafræði sem tröllreið öllum ákvörðunum. Eru það heilindi að þau skulu einhenda sér (æla) og þrjóskast áfram á þessari braut.
Hvað er í gangi í vitund þessara ráðamanna ?
Alltaf þegar Geir talar dreifir hann ábirgðinni svo víða að við engann er við að sakast.
Og Ingibjörg er bara sammála.
Heilindi ?


mbl.is Björgvin segir af sér
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 26.1.2009 kl. 02:49

2 identicon

Sæll Vilhjálmur.

Er þetta ekki kallað að þjófstarta......................................................?

Kveðja.

Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 27.1.2009 kl. 00:40

3 Smámynd: Vilhjálmur Árnason

Þjófstarta ? ertu að meina að ólafur hafi stolið blogginu mínu eða hvað ertu annars að meina.

Vilhjálmur Árnason, 27.1.2009 kl. 20:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband