Höldum áfram að segja satt.


Það eru margir sem hljóða nú um að tillögur og úrlausnir þeirra radda sem hrópa á torgum séu svo neikvæðar að til vandræða sé. Það má þá ekki segja að spilling sé spilling og röng stefna sé röng stefna.
Það má ekki segja að bankadýrkun sé bankadýrkun. Það má ekki segja að mismunun sé mismunun.
Það má ekki segja að Alþingi hafi borið af leið frá lýðræðinu. Og það má ekki segja að neinn hafi stolið neinu.
Þetta fékk maður allavegana á tilfinningunni eftir að hafa hlustað á Ingva Hrafn á INN og stöð tvö.
En ég skil að hann er þreyttur á ástandinu. Það eru það allir. En það eru grundvallarkröfur sem standa enn sem lausnir. Og það verður talað um það sem ekki er í lagi þar til það er komið í lag.
Hvenær ætla menn að fara að meta gagnríni fyrir það sem hún er. Hún er sönn, hún er réttmæt, hún er algjörlega nauðsynleg svo að sami hugsunnarhátturirnn fái ekki að grafa um sig aftur. Og nú munu þessar raddir ekki hætta fyr en réttmætum kröfum verður svarað.
Hugsunnarháttur sem sigldi okkur í strand á ekki að rísa upp aftur, hugsunnarháttur múlbundla flokksmannsinns sem stendur nakinn eftir hamfarir stefnu flokk síns og hrópar, hvaða neikvæðni er þetta, þetta var bara slys. Uss ekki mótmæla það er svo to much eitthvað.
Ég skora á alla að fá sér frískt loft og hlusta á raddir fólksinns.
mbl.is Mótmælin halda áfram
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband