Höfundur
Vilhjálmur Árnason
Hugtakið þjóð er hagfræðilegt. Ég trúi því að þjóð án framtíðarsýnar sé glötuð. Ég trúi því enn að Jesú hafi dáið fyrir alla menn. Og ég veit að hann býr í brjósti mér.
Whatever the world thinks, he who hath not much meditated upon God, the human mind and the summum bonum, may possibly make a thriving earthworm, but will most indubitably make a sorry patriot and a sorry statesman "
Tenglar
Stjórnmál
- Stjórnmálavefur.
- Vilhjálmur Árnason Vilhjálmur Árnason
Mínir tenglar
- Fésbókin
- Borgarafundir.
- Nýjir Tímar
- Aðgerðir fyrir heimilin. Þrýstihópur fyrir réttlæti
- Leyniþjónusta götunnar. Óritskoðaðar upplýsingar.
- Veftímaritið NEI óritskoðaðar upplýsingar.
- Hagsmunasamtök heimilana. Til varnar heimilanna.
- Lýðveldisbyltingin Wiki
- Nýtt lýðveldi Stjórnarskrá og kosningalög
- Nýja VR Umbylting á öllum sviðum.
- Jónas
- Veður Veður
Viska.
- Falið vald Economic reality
- Bilderberg plottið ESB Samsæri
- Fyrir fullorðna. Plottið á bak við plottið.
- Framtíðarbankastarfsemi.
- Kristin kenning. Kristin kenning röggstudd með biblíunni.
- Sönnun fyrir tilvist Jesú. Fyrir efasemdamenn.
- Fyrir þá sem vilja vakna.
- Darwin hrakinn. Þróunnarkenningin afsönnuð.
- History of Money Saga peningana.
- Framtíðin Framtíð flotpeningakerfis
- Framtíðarbankastarfsemi.
Eldri færslur
Bloggvinir
- marinogn
- egill
- vefritid
- vga
- ragnar73
- haukurn
- larahanna
- bjarnihardar
- kreppan
- baldvinj
- tilveran-i-esb
- ak72
- robertb
- sailor
- icekeiko
- astromix
- inhauth
- hjorleifurg
- savar
- thj41
- brell
- jonsullenberger
- hallurmagg
- juliusbearsson
- nordurljos1
- snorristurluson
- gammon
- brylli
- photo
- gtg
- snorribetel
- juliusvalsson
- vennithorleifs
- manisvans
- einarolafsson
- rocco22
- birgitta
- heimssyn
- holmdish
- pallvil
- attilla
- alit
- thormar
- helgasigrun
- helgadora
- klerkur
- vilhelmina
- hvirfilbylur
- svanurg
- fidrildi2707
- thokri
- hedinnb
- kristinnsig
- runirokk
- neytendatalsmadur
- joninaottesen
- tryggvigunnarhansen
- axelthor
- frussukusk
- svartur
- hugdettan
- taoistinn
- snjolfur
- maeglika
- olii
- diesel
- voff
- nytthugarfar
- alla
- annabjo
- gumson
- utvarpsaga
- axelpetur
- thjodarsalin
- formosus
- baldvinb
- launafolk
- bbg
- gattin
- einarbb
- einarsmaeli
- gustichef
- elin
- estheranna
- eyglohardar
- fannarh
- finni
- fhg
- fridrikof
- vidhorf
- bofs
- muggi69
- sverrirth
- gmaria
- goodster
- skulablogg
- halldorjonsson
- haddi9001
- don
- ingolfurasgeirjohannesson
- jennystefania
- johannesthor
- ravenyonaz
- tankur
- islandsfengur
- fiski
- jonl
- jonvalurjensson
- jorunnfrimannsdottir
- askja
- ludvikludviksson
- maggij
- elvira
- mariakr
- neddi
- olei
- psi
- rannsoknarskyrslan
- raudurvettvangur
- reynir
- robertthorh
- fullvalda
- duddi9
- siggimaggi
- skuldlaus
- fia
- spurs
- thorthunder
- theodorn
- vesteinngauti
- vest1
- vilborg-e
- mingo
- thordisb
- tbs
- toro
- doddidoddi
- thorsaari
Færsluflokkar
Það hefði verið flott að hafa rafbyssuna þarna, löggimann.
6.1.2009 | 17:56
Það eru svona atvik sem verða til þess að rafbyssur eru notaðir við skyldustörf lögreglu. Einhver berst á móti handtöku. Að beyta valdi við handtöku er löglegt ef mótspyrna er veitt. En að láta sér detta í hug að hafa rafbyssur í lögreglubílum á Íslandi er fáránlegt.
Nú eru uppi hugmyndir að lögreglan hafi rafbyssur í bílunum sínum.
http://www.mbl.is/mm/frettir/innlent/2008/01/16/rafstud_i_varnarskyni/
Ég held að það sé engum til gagns og þegar til lengri tíma er litið og minki starfsöryggi lögreglu til muna.
Lögreglumenn freistist frekar til að nota rafbyssuna en að leysa málið friðsamlega. Og Og þó að í einstaka tilfelum ráði lögregla ekki við viss atvik þá mun rafbyssa kalla á önnur vandamál.
Það er lögmál vígbúnaðar sem veldur alltaf meiri vígbúnaði og eykur hættu á ofbeldi.
Vopn hjálpa lögreglu ekki þegar til langs tíma er litið. Það er kanski draumur einhvers að eiga stóra byssu. En sá draumur er ekki af hinu góða fyrir samfélagið.
Tók afskiptum lögreglunnar illa | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.1.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 20
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 19
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Viltu losna við,verðbólgu og verðtryggingu.
Vilt þú nýju FISK gullkrónuna. Sem losar okkur við verðbólgu og verðtryggingu.
Já 77.5%
Nei 22.5%
316 hafa svarað
Myndaalbúm
Verndað af höfundarrétti. Öll réttindi áskilin. | Þema byggt á Cutline eftir Chris Pearson
Athugasemdir
Þetta er hárrétt hjá þér.
Vopnaburður (sérstaklega þessarra "less lethal" vopna) hefur allsstaðar endað í meiri vopnanotkun og minni orðheppni.
Í Danmörku eru mannréttindasamtök að gagnrýna það að lögregla fékk þetta drasl til að minnka notkun skammbyssna. Útkoman er engin breyting á notkun lögreglumanna á skotvopnum, hin vopnin koma nú bara að auki.
Lausnin er hærri laun á lögreglumenn, meiri þjálfun og þá sérstaklega meiri þjálfun í friðsamlegri lausn deilumála. Þeir sem ég hef þekkt sem hafa farið í lögregluna (allavega þeir hæfu) hafa hætt út af vitleysisganginum, jafnvel eftir að klára lögregluskólann.
Ari Kolbeinsson (IP-tala skráð) 6.1.2009 kl. 18:17
Ég hef verið að skoða þetta svolítið og er eftir það komin á þá skoðun að vopna eigi lögregluna með Taser rafbyssum og mun ég rökstyðja það á eftir. Ég ætla að hafa eftir ummæli úr Fréttablaðinu varðandi málið og gera mínar athugasemdir við þau. Það sem ég vitna í kom í blaðinu í gær, 8 apríl 2008. Það sem er skáletrað eru mínar athugasemdir.
Jón Bjarmann fyrrverandi fangelsis- og sjúkrahúsprestur segir að það fari ekki á milli mála að tækið sé pyndingatæki.
Það mætti ætla að tækið væri notað til annars en yfirbuga hálfbrjálaða öfluga, jafnvel vopnaða menn.
Pétur Hauksson geðlæknir segir að alltaf sé hætta á að þessi vopn verði misnotuð og segir enga ástæðu til að ætla að svo verði ekki hér. Pétur telur einnig að þeir sem lögreglan eigi í höggi við vopnist betur sjálfir.
Ég er nú helvíti hræddur um að löggan fengi þokkalega á baukinn ef þeir misnotuðu Taserinn.
Jóhanna K. Eyjólfsdóttir, formaður Íslandsdeildar Amnesty International segir að samtökin hafi þungar áhyggjur af því ef lögreglan fari að nota rafbyssur hér á landi. Hún segir einnig að frá 2001-2007 hafi að minnsta kosti 230 manns beðið bana eftir að rafbyssunni var beitt á þá.
Ja hérna hér. Já, já. Nokkrir hafa dáið eftir að rafbyssa var notuð á þá, flestir úr hjartaáfalli sem átti sér aðrar orsakir en stuðið frá byssunni, þeir hefðu dáið hvort eð var. Jóhanna passar sig á að segja ekki svo frá að hún fullyrði að 230 mans hafi látist vegna notkunar byssunnar.
Steinar Adolfsson formaður Landssambands lögreglumanna segir að meirihluti lögreglumanna vilji bæta þessu valdbeitingartæki við önnur sem fyrir eru. Hann segir einnig að framleiðendur Taser vilji ekki kannast við að 230 manns hafi dáið af völdum byssunnar. Verið er að rannsaka Taserinn og verður tekin ákvörðun um hvort hann verði notaður af íslensku lögreglunni í framhaldi af því.
Ég vill benda fólki á að ekki hefur verið gerð rannsókn á því hve mörgum lögreglumönnum hefur verið bjargað frá limlestingum og dauða með tækinu. Heldur ekki hve mörgum sem lögreglan var að bjarga frá hálfbrjáluðum, illa viðráðanlegum vitleysingum sem ekki voru að hika við neitt, til í allt og vildu bara drepa og limlesta alla sem í kringum þá voru.
Því segi ég að lögreglan á að fá þessar rafbyssur, þeim og okkur til frekara öryggis.
Camel, 6.1.2009 kl. 18:20
En nú hefur löggan kylfur og gas en samt er maður ekki stanslaust að heyra fréttir af löggunni sem lamdi\gasaði konuna sem keyrði full.
Hvernig stendur á því að sá rökstuðningur gengur ekki en rafstuðbyssan fær sérmeðferð. Eru kylfan og gasið ekki vopn? Er þeim þá ekki beitt í tíma og ótíma ens og rafstuðbyssunni verður beitt að sögn ykkar?.
Þetta er magnað.
Ég hefði haldið að það mundi gerast, strax og einvher er leiðinlegur BAM! Laminn með kylfu og gasaður en samt er maður alltaf að lesa um að löggan þurfi að vera í tökum við fólk... Þetta er stórskrítið, set það í nefnd.
Vitleysa. Allir að kjafta og skrafa um hluti sem það hefur ekki hundsvit á.
Tommi (IP-tala skráð) 6.1.2009 kl. 18:26
Tek undir það sem sagt var að ofan (Tommi)
Löggan hérna er með kylfur í beltunum og gasbrúsa sem virðast nánast aldrei vera notað í venjulegum handtökum.
Þó að blogghöfundur sjálfur sé þannig maður að hann myndi nota rafbyssu í stað þess að leysa málin, er ekki eðlilegt að hann alhæfi að heil stétt myndi gera það sama.
Glæpamenn fara ekkert að vopnast ef lögreglan fær varnarbúnað, helduru að móturhjólaklúbbar í danmörku séu með sprengjur og hríðskotabyssur útaf löggunni ?????
Glæpamenn vopnast útaf öðrum glæpamönnum en ekki útaf löggunni.
Bjarni (IP-tala skráð) 6.1.2009 kl. 18:44
Munurinn á því að gasa fólk eða berja það með kylfu annars vegar og að nota Taser byssur hins vegar er að eftir hið fyrrnefnda sést á hinum handtekkna en eftir hið síðarnefnda sést ekkert á hinum handtekkna.
Það er því ekki hægt að misbeita kylfum án eftirmála en það er hins vegar ekkert mál að misbeita Taser byssum. Þess vegna eru mannréttindasamtök um allan heim á móti þessu.
Ferningur, 6.1.2009 kl. 19:46
Ég hef alltaf sagt það að kvennfólk er verra með víni en karlmenn.
Sverrir Einarsson, 6.1.2009 kl. 19:52
Þær verða ekki "í lögreglubílum", þær verða á tækjabelti lögreglumanna. Bara smá árétting.
Arngrímur (IP-tala skráð) 6.1.2009 kl. 20:19
Þarna var konan að beita lögregluþjónana ofbeldi, afhverju var hún ekki gösuð eins og mótmælendurnir sem hafa enn ekki lagt hendur á nokkurn mann?
Björn (IP-tala skráð) 6.1.2009 kl. 20:23
Björn, mótmælendur grýta bara grjóti og drasli í lögguna. Er það réttlætanlegt. Var ekki ein löggan beinbrotin eftir þá í Borgarbardaganum
Camel, 6.1.2009 kl. 20:55
"Ferningur"
Taser byssurnar eru þannig gerðar að þær skrá í minnið nákvæmlega hvaða sek byssan var notuð, hversu oft var gefið stuð og í hversu langan tíma. Þannig að þó það sjáist lítið eftir þær er ennþá auðveldara að rekja misnotkunn ef slíkar ásakanir koma fram.
Bjarni (IP-tala skráð) 6.1.2009 kl. 21:41
Öskra bara á kellinguna GasGasGas!!!!!!
axel (IP-tala skráð) 6.1.2009 kl. 21:48
Stilling og yfirvegun lögreglu auk róandi samskipta er alltaf besta vopnið til að hleypa spennunni úr kringumstæðum. Þessi fáránlegu vopn eru bara fyrir. Það væri árangursríkara að senda lögregluna á sérstök samskiptanámskeið.
Kylfur og gas er alveg nóg. Það er bara einhver vopnaframleiðandi að græða á þessu.
Notkun Taser hefur oft farið úr böndunum í bandaríkjunum og hér er eitt dæmi.
http://www.youtube.com/watch?v=FT0ehfsFp4w
http://www.youtube.com/watch?v=Rm9xBF6bPqQ&NR=1
Vilhjálmur Árnason, 6.1.2009 kl. 22:31
Hér er ágætis lesefni um þessi ágætu tæki. Nokkur myndbönd og fleira.
Ólafur (IP-tala skráð) 6.1.2009 kl. 22:53
„Bresk stjórnvöld ákváðu að víkka út TASER prógrammið sitt eftir mikla umhugsun og forprófanir sem sýna fram á jákvæð áhrif af TASER tækninni og möguleika til þess að bjarga lífi fólks með henni," sagði Tom Smith, stjórnarformaður TASER fyrirtækisins. Hann sagði að bresk lögregluyfirvöld hefðu verið leiðandi á meðal lögregluyfirvalda víðsvegar um Evrópu, við prófun og notkun tækninnar.
Camel, 6.1.2009 kl. 23:24
Rétt er það. Samfélag hefur ekkert með byssuvesen að gera.
Nema til að skjóta gæsir og slíkt.
Ólafur Þórðarson, 6.1.2009 kl. 23:46
Það sjást merki eftir notkun Taser. Ég hef verið "Teisaður" og bar merki eftir rafskautin í nokkrar vikur á eftir. Fjandi óþægilegt en engar aukaverkanir. Hætta á misnotkun á þessu vopni er því mun minni en ef lögregla beitir gasi eða kylfum, sem hún reyndar gerir sjaldan.
Það er í afar sjaldgæfum tilfellum sem að þetta vopn gæti komið lögreglu að notum og því verður það seint sem að þetta verður sett í alla lögreglubíla. Held satt að segja að það verði aldrei. Þetta verður í 1 mesta lagi 2 bílum ef að samþykki verður gefið.
Áhugafólki um valdbeitingu lögreglu er bent á að langflestir lögreglumenn beita valdi sínu í því hófi sem lög og reglur segja til um. Undanfarið hafa sumir sakað lögreglu um linkind. Einhvern veginn er það þannig hjá ansi mörgum beturvitunum að það er sama hvað lögreglan gerir, niðurstaðan er alltaf sú sama= lögreglumenn eru vitleysingar og Björn Bjarnason er fasisti. Að færa rök fyrir máli sínu og koma á framfæri sínum sjónarmiðum á skynsamlegan hátt virðist vera umræðuform sem dó þegar að bloggbullarar ruddu sér til rúms.
Ég er algerlega sannfærður um að Vilhjálmur Árnason veit mjög lítið um það hvernig lögreglumenn eru þjálfaðir í því að komast hjá því að beita valdi, né heldur veit hann mikið um valdbeitingarstiga lögreglu eða hvernig og hvaða þjálfun lögreglumenn fá yfirleitt. En það kemur ekki í veg fyrir að Vilhjálmur Árnason sjá sig tilneyddan til að gera lítið úr heilli starfstétt. En hann reyndar stekkur þar á bak með ófáum skoðanabræðrum, sem telja sig þess umborna að hafa vit á öllu, án nokkrar innistæðu.
Blog Blog Blog bla bla bla
Runi (IP-tala skráð) 7.1.2009 kl. 00:56
Segðu mér hvar og hvernig ég geri lítið úr heilli starfstétt.
Það er eitthvað sem þú lest milli línnanna og sakar mig um að ósekju, farðu yfir það sem ég skrifaði.
Og í öðru lagi þá vil ég gera lítið úr þeim pælingum að auka við vopnaburð lögreglu með taserum. En ekki lögreglunni sjálfri.
Eina sem gæti jaðrað við stríðni var notkun mín á orðinu löggimann.
Vilhjálmur Árnason, 7.1.2009 kl. 01:15
Þú ert svona bullukollur Vilhjálmur. Ruglar eh og veist lítið hvað þú segir. Lögreglan er með kylfur. Hvað voru margir lögreglumenn kærðir 08 fyrir að misbeita þeim? Svo er hérna 40 manna vopnuð sérsveit,hvað skaut hún marga á síðasta ári? Blessaður hættu þessu rugli maður!
ómar (IP-tala skráð) 7.1.2009 kl. 01:27
Þú ert eitthvað sár út af einhverju sem ég hef ekki sagt. Og ég veit ekki betur en að bandarísku eða kanadísku lögreglumennirnir hafi fengið fína þjálfun eins og Íslenska lögreglan. En samt urðu þeir mönnum að bana með þessu tæki.
Þú ert greinilega eitthvað sár og mér hefur aldrey fundist loggan fífl og ég veit vel að Björn er ekki fasisti þó að ég sé ekki sammála honum um fullt af hlutum. Og hann sé hrokafullur sjálfstæðismaður.
Í öllum kringumstæðum í mínu lífi hef ég borið virðingu fyrir lögreglu jafnvel þótt einhver einstakur lögreglumaður hafi ekki borið virðingu fyrir mér. Það hefur ekki orðið til þess að ég hafi tapað virðingu fyrir lögreglu.
Lögregla og hugmyndir um vopnaburð lögreglu eru samt ekki undanskyldar gagnríni.
Þér er fjálst að gera lítði úr mínum skoðunum á vopnaburði lögreglu og saka mig um fáfræði um valdbeitingu lögreglu. Ég hef enga trú á að logregla njóti þess að beita valdi.
En það hefur lítið að segja í mati mínu á taserum og myndir af dauðsföllum undan taserum tala sínu máli.
Vilhjálmur Árnason, 7.1.2009 kl. 01:38
Vá. Það er eins og ég sé að tala við menn sem lesa á milli línana allt sem þeim dettur í hug.
Í orði minnu saka ég lögreglu á engann hátt um að nota kylfur eða gas of mikið samt viljið þið bera mig þeim sökum að ég geri lítið úr lögreglu og saki þá um misbeitingu valds.
Ég veit ekki alveg hvað orsakar en einhver ofurviðkvæmni er hér á ferð.
Vilhjálmur Árnason, 7.1.2009 kl. 01:54
Lesa fréttirnar Vilhjálmur. Það voru ekki umrædd tæki sem urðu þessum manni í Kanada að bana. Mér sýnist líka vera erfiðast að misnota þetta tæki þar sem það er með myndavél og skráir alla notkun. Ég er sammála Runa. Það er mikið blaðrað um hluti sem menn þekkja lítið sem ekkert.
Ólafur (IP-tala skráð) 7.1.2009 kl. 09:46
Myndbandið af flugvellinum þar sem borgarinn er tasaður nánast án nokkurra tilrauna til að ræða við manninn eða róa er lýsandi fyrir mistök sem geta orðið við notkunn á svona tækjum.
http://www.youtube.com/watch?v=Rm9xBF6bPqQ&NR=1
Þessi greining á því að maðurinn hafi ekki látist af völdum tækisinns er dæmigerð yfirbreiðsla . Og þetta er ekki eina dæmið. Þau eru um 250.
Þó að maðurinn hafi verið greindur með sjúkdóm og viðkvæmt hjarta þá fer hann í æðisástand sem hægt hefði verið að komast hjá. Þetta var klaufaleg aðgerð lögreglu sem endaði með óþarfa notkun á tækinu þarna á flugvellinum.
Það má svo setja framm læknisskýrslur og komast að því að hann hafi verið veikur á hjarta og líklega dáið hvort eð var en það finnst mér ekki allur sannlekurinn.
Og ég áretta enn og aftur fyrir þá sem vilja lesa eitthvað annað úr ræðu minni en góðvilja fyrir lögreglu og íslenskt samfélag. Þá ber ég enga illsku til lögreglu eða yfirvalda. Ég er algjörlega óhræddur við að hafa skoðun á þessum málum þó að ég hafi ekki sama sjónarhorn og einhver annar. Og ég tel að það sé mikilvægt fyrir Íslenskt samfélag að sporna við öllum vopnum. Eins mikið og hægt er. Og herða allar reglur um vopnaburð.Og ég held að það sé einn mesti styrkur Íslensku lögreglunnar að vera vopnlaus á götunum.
Sérsveitir eru annað mál. Og umræður um tasera eru af hinu góða þó að enginn sé sammála.
Vilhjálmur Árnason, 7.1.2009 kl. 14:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.