Það er flott að skreyta ræðu sýna með lýðræðistali.


En það er dálítið seint í rassinn gripið að tala um lýðræði á þessum bæ. En það má reyna að snúa þessu líki við og blása í það með lýðræðisanda. Hver veit hvort það tekur við sér. Ég veit ekki hvort ég á að óska þess. En sjálfhverfan er það sem er að drepa alla flokkana og í því felst mesta baráttan. Að losna við eigingirnina. Það er ekki svo auðvelt fyrir suma, en allt er mögulegt og ekkert er ómögulegt í þessum heimi. Og lykillin er auðmýkt. Þeir flokkar sem ekki geta starfað í auðmýkt ná sér ekki upp aftur. Og falla aftur í hroka og sjálfmiðun.
Hvort Sjálfstæðisflokknum tekst að breytast úr því að vera sjálfræningjaflokkur með stórhættulegar nýfrjálshyggjukapitals hugmyndir yfir í það að vera lýðræðissinnaður umbótaflokkur sem starfar fyrir alþýðu og þjóðarhag, með hag hins minsta fyrir brjósti. Því á ég eftir að fylgjast grant með.
Er ekki Sjálfstæðisflokkurinn að verja með kjafti og klóm það kerfi sem við búum við í fiskveiðistjórn ?
Og ég veit ekki hvort það er nokkuð lýðræðislegt við það. Og einkavæðing auðlinda innanlands er ekki lýðræðisleg.
Ef landsfundur væri að ræða hvernig mætti færa hluta kvótanns til baka til byggða og nýliða.
Þá væri mögulegt að nota orðið lýðræði í sömu ræðu.
mbl.is Umboð til að verja auðlindir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband