Allt sem sagt er, skal ljósið þola.

 Það er auðvelt að blogga og tjá sig allstaðar með þetta í huga.Ég stend við allt sem segi og skrifa, en þoli samt leiðréttingu.Ég verð að þora að tala af minni sannfæringu þó að það gæti sært einhvern, en aðgát skal höfð í orði og riti.Undanfarin misseri hafa bloggara þurft að gerast harðorðari og gagnrínni en oft áður. Og nú er í raun verið að stinga á og kreysta gröftin úr sumum málum sem fengið hafa að eitra um sig í Íslensku samfélagi.Mörg mál eru enn óleyst og stjórnvöld draga lappirnar enn og tala um Evrópu.Bjarni Ármannson skrifar grein sem gaman var að lesa og er viss viðurkenning.En um leið líka viss útlistun á þeim hugsunnarhætti sem einkennir þá sem vilja evruna. Bankamenn, Samfylking, og viðskiptalíf að einhverju leiti.Ábyrgðinni á þeirra gjörðum er varpað á krónuna. Krónan var of lítil,ég hafði of mikla trú á krónunni, hefðum við verið búin að taka upp evru og svo framvegis. Krónan var eins og hún var vegna þessara ákvarðanna sem bankarnir, stórnmálamenn og seðlabanki tóku. Máttlítið fjármálaeftirlit gerði svo krónuna að korktappa í ólgusjó innflæðisfjármagns sem bankarnir fengu ódýrt en lánuðu okkur dýrt. Og sala seðlabanka á krónubréfum. Þessar ákvarðanir eru í raun einfaldlega álag á krónuna. Og orsaka verðbólgu. Og fall krónu.Bankinn hans Bjarna og hinir líka fóru bara í kepni í að græða á almenningi. Allir voru þeir að hugsa um sig. Og það er sú skaðlega hugsun sem veldur skipbroti. Ég gerði þetta til að bjarga fyrirtækinu.Og þegar ákvarðannir eru teknar án hugsunnar um þjóðarhag eða hag borgaranna er það orðin landráðshugsun.Og nú kennir hann krónunni um.Þetta er klassískur málfutningur, og hefur fengið að ganga nógu lengi um þetta samfélag óáreittur.Og enn hljóma greiningadeildir Glitnis sama söng. Sagan og staðreyndirnar segja okkur að gjaldmiðlar sem falla eiga það eitt sameiginlegt að búa við spillta hagstjórn og eigingjarna stjórnmálamenn og forstjóra. Þetta hefur ekkert með stærð gjaldmiðils að gera. Agi er það sem bankakerfið þarf.Krónu er stýrt af hagstjórn í samfélagslegu hagkerfi. Bankar eru grunnstoðir samfélags. En voru orðnir hallir fyrir eigingjarna hálaunadrauma og yfirráðapælingar. Útrás tryggð með almannafé. Í stað þess að treysta stoðir hérlendis. Og nú eru þeir fallnir í hendur ríkis. Þar sem þeir eiga að vera. það má einhver banka maður fyrir mér reka bankana en ekki eiga þá. Eins og Bjarni sagði þá skortir þá aga, sem er satt og rétt og það er til kerfi sem myndar aga.Í kerfinu sem við búum við verður til verðbólga þegar banki lánar pening sem hann á ekki til. Þetta kerfi er hluti af vandanum, við höfum tækifæri á að breyta því.
mbl.is Fréttablogg og nafnleynd
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólafur Þórðarson

Ágætt blogg.

Ljósið þarf að skína á umræðuefnið sjálft og þá skiptir ekki máli hver sagði það, nema sá hinn sami óski eftir að nafn sitt sé tengt með. Ef menn geta einbeitt sér að umræðuefninu, þá er sjálfsagt um einhverja framför að ræða.

Ólafur Þórðarson, 5.1.2009 kl. 17:22

2 Smámynd: Vilhjálmur Árnason

Já takk.Ég vona að málefnið falli ekki í skuggann af mér. Og ég skil nafnlausu pælinguna alveg líka.

Vilhjálmur Árnason, 5.1.2009 kl. 17:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband