Það er allt betra en þetta stjórnarsamstarf.
4.1.2009 | 23:06
Sjálfstæðisflokkurinn á það fyrst og fremst skilið að hvíla sig eftir vel unnin störf eða þannig.
Nú má hann fara í langt frí frá sínum óhæfuverkum. Og þeir sem kusu hann hugsa sig vel um hvað það hefur þýtt fyrir þessa þjóð að vera svona múlbundinn flokknum. Og auðvaldi.
Hvað sem kemur í staðinn fyrir þessa stjórn getur ekki verið verra.
Það var einn sem sagði við mig um daginn, ja þá fer nú fyrst allt til helvítis ef Vinstri grænir komast í stjórn. Eins og það væri það verta sem gæti komið fyrir íslenskt samfélag að aðrar hugmyndir komist að. En svona er málflutningur íhaldsinns búinn að vera og Ingibjörg Sólrún er orðið íhald líka vegna þess að í varnarræðu sinn gegn vantrausttillögu sagðist hún vera tilbúinn að fara frá ef hún mundi treysta stjórnarandstöðunni til að vera sammála um eitthvað.
Málflutningur stjórnmálamanna er ótrúlegur og oft á tíðum nánast hrillilegur. Einmitt vegna svona málfutnings enduróma einfaldir fréttamenn þessa spurningu út í samfélagið. Er hægt að mótmæla án þess að vera með lausnir, hvað ætlar þú að gera, hvað mundir þú gera ef þú værir í stjórn.
Þetta er hvílíkur snildar útúrsnúningur að maður bara verður smá kjaftstopp.
Í fyrsta lagi
Mesta og besta lausnin er að fá þá frá sem hafa stýrt eftir þeirri stefnu og hugmyndafræði sem ollið hefur strandi.
Það eitt og sér er mesta og besta lausn sem til er í lýðræðissamfélagi.
Í öðru lagi.
Málfutningur stjórnarinnar er svo fasískur að fólk bara áttar sig ekki á því.
En er eiginlega svona. Nú held ég í stýrið.Ég er búinn að sigla í strand, þú getur ekki náð mér af stýrinu af því að þú ert bara skrýll,og hvað ætlar þú að gera, þú ert ekki með neina lausn. Og ef einhver annar en ég tekur um stýrið einangrumst við og missum vonina og eitthvað hrikalegt gerist.
í þriðja lagi.
Vandamálið er ekki að það hafi ekki komið fram lausnir á vandanum.
Þær eru nánast allar komnar fram. Vandin er falinn í frestunnaráráttu ríkisstjórnar og getuleysi til að leysa einföldustu réttlætismál. Stjórnarflokkarnir lenda í vanda vegna utanaðkomandi áhrifa sem stýra þeim greinilega það mikið að þingmenn troða niður réttlæti í samfélaginu.
Ég hef aldrey kosið vinstri græna en ég mundi kjósa þá eins og skot ef það væri kosið núna. Vegna stefnu þeirra.
Bíddu aðeins við, ef við lítum í kring um okkur þá er sviðin jörð, undan spillingu og eigingjörnum hugsunnarhætti stjórnmálamanna og forstjóra í forustu. Og svo segja þeir sem stjórna það má ekki skipta um forustu.
Sem er náttúrulega ekkert nema hrein og klár geðveiki.
Það er nákvæmlega skilgreining á geðveiki að gera sömu hlutina með sömu aðferðunum aftur og aftur og ætlast til að fá aðra niðurstöðu.
Það sem verður að gerast er að við verðum að hætta að samþykkja stefnu flokka og hugmyndafræði, sem hefur hlotið skipbrot.
Og taka ábyrgð á því að vera lýðræðislegir borgarar en ekki flokksmúlbundnir asnar, sem nenna ekki að hugsa.
Allir Íslendingar verða að skoða betur hvernig þeir hafa treyst flokkum fyrir atkvæði sínu, flokkum sem hafa haft sömu forustuna ár eftir ár en eftir stendur Ísland sem sviðin jörð. Hvað hafa þessir forustusauðir áorkað að gera ?
Jú þeir hafa viðhaldð spillingaröflum og magnað þann mun sem er á milli auðmanna og almennings.
Og í raun með ofurtrú á viðskiptalíf og auðmagn, andstætt mannauð og réttlæti. Og fyrir vikið vanþroskast lýðræðið og við stöðnum á stað sem við viljum engin í raun vera á.
ESB aðeins átylla fyrir stjórnarslitum? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Ég hef ekki getað séð það út úr stefnu þeirra að um alræðisvald væri að ræða.
En þér er auðvitað frjálst að líta svo á.
En það er alveg ljóst að ofurtrú á þær frjálsræðishugmyndir í banka og verðbréfaviðskiptum eru stór þáttur í þessari stóru kreppu ásamt kosnaðarsömu stríði sem bandaríkin reka.
En þessar hugmyndir einkendust af nánast engri bindiskylu og engu eftirliti.
Ef auka á eftirlit er ekki þar með sagt að það sé alræði.
Markaður þarf virkt aðhald frá löggjafa og almenningi. Það er raunverulegt frelsi.Markaður þarf að geta hlustað, í því er hanns hagur fólginn þegar til langframa er litið að mínu viti.
En hugmyndir sem hundsa afskipti stjórnvalda og almennings réðu ferð.
Og það var stefna margra vestrænna ríkisstjórna.
Og seðlabanki bandaríkjanna var mikil fyrirmynd. En í raun jók hann vandann með sinni stefnu og er enn að að margra áliti.
Við verðum að mynda okkur sjálfstæða peningamálastefnu.
Við getum ekki verið svona hrædd þjóð lengur. Og það hjálpar okkur ekki að fara í evrópusambandið.
Og að mínu áliti lendum við að mörgu leiti ver út úr þessu vegna spillingar.
Það er þekkt staðreynd að sú þjóð eða ríki sem glatar niður verðgildi gjaldmiðils síns býr við spillta eða eigingjarna hagstjórn sem gerir það að verkum að gjaldmiðill fellur.
Það hefur ekkert að gera með hvort krónan sé stór eða lítil.
Einkareknir bankar sem ekki taka tillit til Íslensks hagkerfis og vilja annan gjaldmiðil eru ekki að vinna með þessu hagkerfi heldur einungis sjálfum sér.
EEs tilskipun gaf að einhverju leiti hugmyndinni um einkavædda banka lausann tauminn.
Og sjálfstæðisflokkurinn hljóp á stað með framsókn og byrjaði ósköpin.
Vilhjálmur Árnason, 5.1.2009 kl. 01:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.