Er þetta rétt haft eftir honum ?

Sammála því að kosningar eru óumflýjanlegar. En.
Hvar sagði maðurinn þetta ? Kemur þá upp sama staða að ári ? Önnur tvíhöfða stjórn ? Tveir flokkar í samstarfi með sitthvora utanríkis og efnahags og peningamálastefnu, algjörlega ósamstíga í veigamestu málum þjóðarinnar. Það er ekki nóg að sameinast um að vera á móti sjálfstæðisflokki. Þó að það sé nauðsynlegt til að stöðva vissa skaðlega einkavæðinga þróun. Að mínu mati sameinast maður ekki vondum hugmyndum annara til að halda enn öðrum hugmyndum frá. Nú fara í hönd mestu fylgiskaup sögunnar. Þetta er að verða brandari. Ég sé ekki að ég geti látið atkvæði mitt liggja milli hluta í Evrópumálum og hef ekki hugsað mér að kjósa flokk sem er í vafa eða er til í að láta af sínum prinsipum bara til þess að komast til valda eða fara í skjól evrópusambandsinns. Vil ekki taka þátt í fleiri slysum og björgunnaraðgerðum.
Ef þessi frétt er sönn sem ég efast um að sé rétt í megin atriðum þá er komið babb í minn bát. Og nú hef ég engann til að kjósa.
En það er algjörlega ljóst að það er ekki ásæða til að hafa ekki kosningar.
Því að það er galdurinn á bak við kosningar, að í þeim finna menn og konur von og trú á því að vissir flokkar eða menn geti framfylgt stefnu sem er borin fram.
Í öllu þessu ferli skýrast málin og ég get meira að segja haft áhrif þar að lútandi.
mbl.is Kosningar óumflýjanlegar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband