Svona menn verða til í hagkerfum sem stuðla að þjófnaði og svikum.

Í hagkerfi sem mótar reglur sínar þannig að bankar þurfi ekki að halda á neinum fjármunum til þess að lána þau.
Er hagkerfi sem stendur á brauðfótum þenslu, verðbólgu og lygi, og ekki sé minnst á þjófnaði.
Í hagstjórn sem hefur það að markmiði að verðbólga sé innan vissra marka er á villigötum. Því að um leið og banki lánar án þess að eiga fyrir því sem hann lánar er verið að búa til verðbólgu í hagkerfinu. Verðbólgan bitnar alltaf á þeim sem minna meiga sín en kerfið sjálft er líka sjúkt. Það er byggt á fölskum fjármunum og miðar einungis að því að færa fjármuni frá þeim sem minna eiga til þeirra sem meira eiga. Sérstaklega á þetta við þar sem lög hafa verið sett til að lögfesta þrældóm. Þá færist auðurinn enn hraðar till þeirra sem eiga hann.

Þetta eru þær reglur sem við Íslendingar verðum að komast undan. Og að hlaupa í Evrópusambandið er ekki það sem við viljum. Við viljum lifa frjáls og bera fulla ábyrgð á okkur sjálfum án þess að það sé stöðugt verið að stela frá okkur.
Þó að sú lausn sé skömmini skárri en sú hagstjórn sem við búum við.
Og aðal ástæðan fyrir því hversvegna við ættum ekki að fara í evrópusambandið er að sú hagstjórn sem evran lýtur er eins fölsk og sú hagstjórn sem við búum við. Og hún mun alltaf verða til þess að þeir fátæku verða fátækari.
Því að í eðli sínu er þessi hagstýring tilvalið forarsýki fyrir vitlausa og spillta stjórnmálamenn.
Svo ekki sé talandi um forríka risabanka.

Lausnin er að breyta því umhverfi sem krónan stjórnast af. Með því að gulltryggja Krónuna 100 % og að setja fasta þá reglu í banka kerfinu að um 100% bindiskildu sé að ræða.
Þetta gjörbreytir öllu fjármálaumhvefi á Íslandi og gerið gjaldmiðinn traustann sem gull og umbreytir lífi okkar.
Enginn mun fara halloka í þessum umskiptum.
Og eina sem stendur í vegi fyrir þessum umskiptum er gömul og úr sér gengin hagfræði með spillingarívafi.
Látum ekki villuráfandi stjórnmálamenn blekkja okkur inn í aðra óþarfa neyð.

Peningamálastefna sú sem ég er að reyna að setja fram á þessum bloggsíðum mínum skýtur öllum lausnum þeim sem ég hef séð stjórnmálamenn bera fram fyrir þjóð sína,ref fyrir rass.
Það sem gerir þetta enn erfiðara að bera fram fyrir fólk er að við erum svo vön því að vera undir hinni vitleisunni að við trúum ekki að það sé hægt að hafa þetta öðruvísi.


mbl.is Viðskiptavinir Credit Suisses töpuðu miklu á Madoff
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband