Varst þú ekki á þingi þegar þrælalögin voru staðfest ?

Sérskipaður saksóknari.
Mun hann þá rannsaka það sem stuðlaði að ofvexti bankana,verðtryggingin.
Gæti veðið að Guð hafi fellt bankana ? Allavegana guð sé lof að þeir féllu. Þessi súru ávextir græðginnar.
Af því að þeir störfuðu eins og vírusar í hagkerfi Íslands.
Mun sérskipaður saksóknari komast að því að með flotgengisstefnu og enga bindiskildu í bankastarfsemi ertu að bjóða hættunni í heimsókn og hella uppá kaffi fyrir hana.

Í 5. Mósebók kafla 15 og versi 1, segir eftirfarandi: “Sjöunda hvert ár skalt þú veita umlíðun skulda.”
Og þetta er tekið upp í Jeremía 34:14: “Að sjö árum liðnum skuluð þér hver og einn gefa lausan hebreskan bróður yðar, sem kann að hafa selt sig þér.”

Sjáið til. Guð gaf þessi lagaákvæði til að hindra varanlegan þrældóm og varanlega fjötra.
En við íslendingar eru ekki með þingmenn á þingi sem hugsa fyrst og fremst um fólkið sitt.
Þau hafa á allri sinni stjórnartíð hugsað um sig og sína fjársterka banka of stórfyrirtæki.
Það í sjálfu sér er djöfullegt. Svo ekki sé meira sagt.
Nú á að rannsaka afleiðingarnar í stað þess að lækna meinið.
Og við erum að borga þessu fólki pening fyrir að starfa fyrir okkur.


mbl.is Umsóknarfrestur að renna út
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband