Laun fyrir ónýta hagstjórn.

Laun fyrir ónýta hagstjórn ættu að mínu mati að vera ekki neitt. Og uppsögn með góðri kveðju.
Og tvíhöfða forysta er ekki til heilla.
Málin sem þarf að taka á falla í skuggan á þeim málum sem forystusauðir flokkana deila um og halda fram sem lausn fyrir hagkerfið.
Geir vill Davíð og Solla vill evru. Sjálfstæðisflokkurinn er orðin afskræmi af því sem hann einu sinni stoð fyrir, og Samfylking er sorgleg blanda af hækjupólitík og vinsældarfroðu.
Peningamálastefnur þessaa flokka eru í báðum tilfellum algjörlega ónýtar. Engin lausn fyrir borgarana. Allt er gert til að viðhalda sama ástandi. Ég og mínir verða að halda sínu. Flokkarnir eru ónýtir. Það kemur ekki lausn fyrir fólkið frá þeim. Þeir skemma samfélagið með eiginhagsmunaákvörðunum.
Það á að leggja þessa flokka niður.
mbl.is Laun ráðamanna lækkuð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Vilhjálmur.

Svo sannarlega er ég sammála þér . "Flokkarnir eru ónýtir " það er búið að eyðileggja þá með Einræði forystufólksins eða á ég frekar að segja Alræði. !

Kveðja.

Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 28.12.2008 kl. 05:58

2 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Sammála.

Sigurður Þórðarson, 28.12.2008 kl. 11:18

3 Smámynd: Sigurður Rúnar Sæmundsson

Hækjupólitík og vinsældarfroða. Eins og talað út úr mínu hjarta.Einnig er ég mikið sammála Þórarni, um hvað er búið að eyðileggja íslenskt lýðræði.

Björn Bjarnason, sem segir helst alltaf satt og er óvinsæll fyrir, missti (?) út úr sér eitt sinn í sjónvarpsviðtali, um það leyti sem fjölmiðlafrumvarp Davíðs var á banaspjótum, að hér væri ekki lýðræði, í þess orðs merkingu, heldur þingræði til þess kjörinna fulltrúa (lýðsins). Það leiðir af sér að sá sem valdamestur er á þingi hverju sinni, ræður því sem hann vill ráða. Sama sem tímabundið alræði. Sýnist mér. Og alls ekki í samræmi við stuðning lýðsins í prósentum talið. (Ekki hans orð)

Þetta er mikill galli á lýðræði,að mínu áliti. Þingræði af þessu tagi krefst þess að þingmenn séu ákaflega siðavandir og studdir af sterku siðaregluverki, sem ég er nokkuð viss um að fyrirfynnst ekki í íslenskri stjórnsýslu.Því fer sem fer.

Traust stjórnmálamanna fer óðum þverrandi, meðal lýðsins, við sitjum uppi með þá, en vildum mjög gjarnan vera laus við þau öll, með tölu. Og fá að velja okkur forystufólk, fólk til að sjá um samfélagið okkar, á lýðræðislegan og réttlátan hátt. Við gætum valið, kosið um óflokksbundið hæfileikafólk, í hverjum málaflokki fyrir sig. Það gæti alveg verið að það væri hægt að notast við eitthvað af núverandi alþingismönnum, en þeir verða þá að sýna fram á að þeir valdi þeim verkefnum sem þeir bjóða sig fram til.

Mér datt þetta svona í hug.

Sigurður Rúnar Sæmundsson, 28.12.2008 kl. 15:02

4 Smámynd: Vilhjálmur Árnason

Ef að þér datt þetta bara í hug Sigurður ertu með skýran hug. Það eru miklu fleiri þarna úti. Með þetta allt á hreinu. En stjórnmálamenn virðast standa fyrir framþróun lýðræðis.

Þing og þjóð þarf á virkum hugum okkar allra að halda í orði, skrifum og í verki.

Takk fyrir kommentið.

Lyfi umbyltingin.

Vilhjálmur Árnason, 29.12.2008 kl. 10:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband