Var Jesú mótmælandi ?

Þöggun er stór partur af kirkjum sem starfa með ríkisstjórnum og eru styrktar af ríkinu.

Þetta veldur því að þjóðkirkjan verður hliðholl yfirvöldum. Og endar sem partur af lyginni.

Og þessi ritningarstaður er notaður til þöggunnar víða.
rom 13. 1
Sérhver maður hlýði þeim yfirvöldum, sem hann er undirgefinn. Því ekki er neitt yfirvald til nema frá Guði, og þau sem til eru, þau eru skipuð af Guði.
2
Sá sem veitir yfirvöldunum mótstöðu, hann veitir Guðs tilskipun mótstöðu, og þeir sem veita mótstöðu munu fá dóm sinn.
3
Sá sem vinnur góð verk þarf ekki að óttast valdsmennina, heldur sá sem vinnur vond verk. En viljir þú eigi þurfa að óttast yfirvöldin, þá gjör það sem gott er, og muntu fá lofstír af þeim.
4
Því að þau eru þjónn Guðs þér til góðs. En ef þú gjörir það sem illt er, þá skaltu óttast. Yfirvöldin bera ekki sverðið ófyrirsynju, þau eru Guðs þjónn, hegnari til refsingar þeim er aðhefst hið illa.

Það er aftur á móti líka alveg ljóst af gjörðum Jesú að hann stóð gegn spilltu yfirvaldi.

Handtekinn yfirheirður, laminn, og hann réðst harkalega á trúarbrögð sem voru ríkjandi þegar hann var uppi.

Og móðgaði forystu Gyðinga. Og þeir kolluðu hann ófriðarsegg. Og fangelsuðu hann af ótta við það að hann mundi valda óróa og Róm mundi senda herdeildir til að berja niður byltinguna með valdi.

Hann kollvarpaði hugmyndum ráðandi afla.

Þannig að ég sé þá sem gagnrýna trúarbrögð oft vera í hlutverki Jesú. Ekki alltaf samt.

Og þeir sem mótmæla eru að rísa upp gegn yfirvaldi sem er á villigötum alveg eins og Jesú.

Því að þau eru þjónn Guðs þér til góðs.Það er alveg víst að þessi stjórnvöld voru þjóðinni ekki til góðs.
Það er að segja yfirvald sem var og er leitt af hugmyndum sem eru ekki góð.

Eins og staðan virðist vera í dag.

Þjóðkirkjan er lömuð af ótta við að rugga bátnum og er blind að hluta.

Eins og á dögum Jesú er ráðandi trúarbragð orðið spillt og leiðist oft af ótta.
Og hugsar of mikið um að verja sig. Og segir lítið við ofríki svikum og kúgun almennings, í gegnum vertryggingu. okurvext og verðbólgu.
Samt eru þetta hlutir sem naga tilveru okkar dagsdglega.

Ég ætast ekki til að þú sert sammál mér. En við getum allavegana sameinast í andstöðunni gegn óréttlæti.
Og mótmælt saman með góðri samvisku.


mbl.is Þögul mótmæli á Akureyri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Þær eru margar stofnanir samfélagsins sem vilja ekki rugga bátnum við núverandi aðstæður, þó svo að þau gildi sem þær eru stofnaðar um hafi einmitt ruggað bátnum í nafni réttlætis á sínum tíma. 

Verkalýðshreyfingin virðist t.d. vera orðin  að "veðtryggingarhreyfingu" sem situr yfir shanghi-uðum lífeyrissjóðum og er gjörsamlega búin að gleyma sínum uppruna.

Magnús Sigurðsson, 27.12.2008 kl. 10:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband