Við teljum niður.

Þangað til þú hverfur.
En leifarnar af þér eru enn á lífi hér á landi.
Og sérstaklega er stefna þín á lífi í gegnum peningamálastefnuna sem er USA peningamálastefna.
Og má ég benda ykkur lesendur góðir að stefna ESB er nánast alveg sú sama og USA peningamálastefnan.
Hún er bara aðeins nýrri. En byggir á því sama. Og nú segir einhver er það svo slæmt sjáðu hvað þetta er búið að vera frábært. Endurreisum vitleisuna, gerum bara betur næst. Undir evrópufána. Kúkú.
Það er svona svipað fyrir Íslending að kjósa áfram Sjálfstæðisflokk og Samfylkinguna.
Eins og fyrir bandaríkjamann að kjósa Bush í þriðja sinn. Með skófarið á enninu. Sárug á hnjánum ,betlandi fyrir skuldum. Og hrædd við að líta annað. Þetta er hugarfar hins kúgaða sem er orðinn skaðaður andlega af lygi, andlegu ofbeldi,og ótta.
Eina ástæðan fyrir því að fólk kýs aftur það sama vald og leyddi það í ánauð er ótti við breytingar og geðbilun.
Þetta er eins og þegar Ísraelsmenn vildu ekki fara frá Faraó. Þeir vor svo vanir kúguninni sumir, að þeir þorðu ekki að leggja neitt á sig til að ganga inn í frelsið.
Heimurinn hefur orðið verri fyrir störf þessaara leiðtoga, vegna stefnu.
Illa innrætt, já alla vegana þessi forseti (Bush) meina ég. En svo eru stjórnmálamenn sem láta innræta sig.
Þ.e.a.s þeir taka bara upp stefnu einhvers annars stjórnmálamanns og apa eftir honum.
Og svo verður til einhver óguðleg handleiðsla sem er vond. Og múgsefjandi fyrir marga.
Eins og stjórnarhættir Regan ,Bush, Dóra ,Davíð og Tatcher og Sollu og Geira.
Stefna sem er hrikaleg og illa innrætt. Þar sem einfaldlega mannauður er lítilsvirtur og mammon upphafinn.
Fyrirtæki ofar manninum..
Hvort Samfylking og Sjálfstæðisflokkur séu illa innrætt. Það er spurning. Hvenær verður fólk illa innrætt ?
Þegar stefna er mótuð. Þegar það tekur ákvarðannir sem valda þjáningu miljóna eða þúsunda. Hvar eru mörkin ?
Það er ekkert sem réttlætir setu þessa fólks áfram. Farið þið burt. Farið þið heim. Og leggist á koddan og biðjið um náð og miskun fyrir ykkur sjálf, Því að þið hafið brotið gegn hinum hæsta. Á hrikalegann hátt. Dansað með djöflinum. Í Jesú eigið þið fyrirgefningu og í honum finnnið þið auðmýkt til að gera það sem er rétt.
Boða til kosninga.

Stefna ykkar sem kemur út úr flokksþingum ykkar, opinberar háðung ykkar.
Þar sem valdasjúkust manneskjurnar á Íslandi koma saman og leggjast yfir það hvað sé best fyrir flokkinn og
hagsmunaklíkur verja sjálfa sig á kosnað borgara. Og útkoman verður verri og verri.
Yfirlýst stefna umbyltingarinnar mun verða til höfuðs þessum risaeðlum og fella þær með sínu kalda blóði.

Vilhjálmur Árnason drekabani, umbyltingarsinni og spámaður Guðs.

Ég er brjálaður.
Vaknið íslendingar.


mbl.is Bush afturkallar náðun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Björgvin R. Leifsson

Sæll Vilhjálmur. Ég er nú búinn að lesa nokkrar færslur hjá þér. Það er ekki á hverjum degi, sem maður les gagnrýni hjá trúuðum manni á ríkjandi skipulag svo ég tali nú ekki um kirkjuna. Góð gagnrýni og hárbeitt.

Björgvin R. Leifsson, 26.12.2008 kl. 13:20

2 Smámynd: Vilhjálmur Árnason

Þakka þér fyrir Björgvin.

Ég kann að meta hrós frá þér.

Gleðilegar stundir.

Vilhjálmur Árnason, 27.12.2008 kl. 02:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband