Ég er með annað mál fyrir fjármálaeftirlitið.

Þegar debetkot voru sett á markað.
Voru þetta kort sem áttu að vera kort sem þú notaðir til að greiða með viðskipti sem þú áttir inneign fyrir.
Þetta átti auðvitað að vera fyrir þægindarauka fyrir viðskiptavini.
Kortið var hinnsvegar fært um að koma þér í skuld við lánveitendur og ef um yfirdrátt var að ræða voru himinháar sektir. Eingin tilraun var gerð til að laga kerfið þannig að ekki væri hægt að fara yfirum.
Sektir voru stjarnfræðilegar þegar þær voru samanteknar. Og þegar þetta komst í umræðu og á borð neitendastofu voru allir skuldarar kallaðir inn til að skrifa uppá nýjan pappír sem heimilaði banka að gera þetta lagalega og með undirskrift er þá bankinn að verja sig lögsókn. Ekkert er hér rætt um siðferðilega skyldu bankanns gegn viðskiptavini sínum. En að mínu mati er það hagur bankanns að hugsa fyrst og fremst um viðskiptavin sinn því hann er sá sem heldur bankanum uppi.
Þetta kostar mikið fyrir ungt fólk og oft er þetta hliðið sem fólk gengur í skuldir innum.
Ég skora á fólk sem hefur lent í þessu að senda fjármálaeftirliti ákærur.
Þetta á ekki að líðast. Sérstaklega þar sem bankar gætu tekið upp á því aftur að útbýta debetkortum í frímínótum í menntaskólum.


mbl.is NBI og Landsvaki viðurkenna mistök
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég ætla ekki að verja þessi FIT gjöld, en þarf ekki fólk líka að bera smá ábyrgð, þ.e. að hugsa aðeins áður en kortinu er rent, "á ég nóg inn á reikningnum mínum fyrir þessu?"  Þeir sem geta ekki munað það, verða þá bara að fá sér færslubók og skrifa allar færslur inn í hana, eins og var gert í gamla daga með tékkheftin. Það  getur verið gott tímakaup ef maður sparar sér 750 kr með því að skrifa niður nokkrar tölustafi.

Gummi (IP-tala skráð) 22.12.2008 kl. 23:54

2 Smámynd: Júlíus Björnsson

Ég hef alltaf staðið í þeirri trú að ekki væri hægt að fara yfir um á Debet korti og það færi ein aðalkosturinn um fram kreditkort. Hérna í eldgamla daga voru innstæðulausar ávísanir jafngildar skjalafalsi. Einu sinni var siðferðið þannig að sá sem gaf sig út fyrir að vera ábyrgur átti ekki freista þeirra óábyrgu: FIT gjöld. Nú virðist líka vera löglegt gefa út skuldabréf með veð í skálduðu verðmætamati á fasteignum eða rekstri ef kaupandi og seljandi eru sammála um það. Er það oft réttlætt sem viðskiptavild þeirra í millum. Það getur hver er séð [nema ofurgreint dómskerfið?] að ef jafnræðisreglu væri gætt, þá get við öll haft það náðugt og værum ekki í vandræðum við að losa okkur úr þeim meinta hrikalega skuldvanda sem við þjóðin erum í.  Lögleg fordæmi bera að virða og fara eftir, það getur sérhver lögfróður íslendingur staðfest.

Júlíus Björnsson, 23.12.2008 kl. 01:55

3 Smámynd: Vilhjálmur Árnason

Ef við hugsum þannig að við höfum enga fyrirhyggju gagnvart þeim sem eru ekki jafn ábyrgir og við. Og leggjum bara fyri fólk gildrur og segjum svo þú ert ábyrgðarlaus.

Þá erum við orðin kaldrifjuð og fávís. Og í þessu tilfelli með yfirdráttaheimildirnar og sektirnar þá er þetta ekkert nema græðgi hjá bönkunum sem stjórnar þessu.

Þetta er eins og með spilakassana sem háskólinn gerir út.

Fjárhættuspil sem eru algjörlega stórhættuleg fyrir suma einstaklinga.

Þess má geta að ég er ekki einn af þeim. En ég hef séð einstaklinga verða algjörlega bilaða yfir þessu.

Þetta á ekki heima í samfélagi manna sem hugsa um hvorn annan.

Og að háskóli íslands fjármagni sig með þesu er hrikalegur dómur yfir háskólanum.

Ekki honum til sóma . Of fyrir mér er þetta eins og að vera styrktur af skrattanum.

Vilhjálmur Árnason, 23.12.2008 kl. 10:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband