Er ástæða til að halda áfram andspyrnu ?

Já kannski spurja sumir sig hvor það sé nokkur tími til að vera að mótmæla nokkrum sköpuðum hlut.
Á þessum símum rétt fyrir jólin. Fólk á bara að ver að hugsa um fjölskylduna segja sumir.
Og það eru margar raddirnar sem bara einfaldlega tala niður til allra mótmæla og sumir eru mjög vonlausir um að mótmæli hafi nokkur áhrif.
Og sumir telja að mótmælin trufli ríkisstjórn í störfum sínum.

Það sem meginn þorri landsmanna gerir sér ekki grein fyrir er sú stefna sem er ríkjandi innan stjórnarflokanna.
Fjármálaveldisstefna á kostnað borgara.
Sú stefna sem er aðal hugmyndafræði flokkana er stórskaðleg þessari þjóð. Og samfélagslegu hagkerfi.
Hún verndar alltaf stórfyrirtæki, eða einkavæðingu á kostnað borgaranna. Og er í raun að einkavæða allt of margt. Sem hefur á endanum slæmar afleiðingar fyrir samfélagið. En fáir auðgast. Þetta hefur verið að gerast undanfarin ár og er að gerast enn. Síðast fyrir 4 vikum varðandi sölu á nýju bönkunum. Við eigum bankana og sjávarúrveginn núna og við meigum ekki sleppa honum aftur.Í hendurnar á erlendum bönkum.
Sumir ganga svo langt að segja að stjórnvöld hafi enga hugmyndafræði.
Það sem stjórni henni séu hagsmunakraftar sem sumir kalla spillingu. Ekki vil ég rengja það.Enn sem komið er.
En þetta sjá þingmenn okkar auðvitað ekki. Þeir eru á kafi í henni. Og nú þarf að moka sig út úr skaflinum.
Það er mitt álit að það þurfi miklar áframhaldandi aðgerðir til að vekja meginþorra þjóðarinnar til umhugsunnar.
Það eru veigamikil atriði sem við verðum öll að standa saman um.
Það er að koma lífeyrissjóðunum frá atvinnurekendum og ránfuglum.
Koma á gegnsægi. Og endurvekja sparisjóðina. Gömlu bankarnir mega ekki lenda aftur hjá vinunum.
Og það þarf að leggja framm nýja peningamálastefnu.
Því bæði peningamálastefna seðlabanka og evrustefnan eru meingallaðar stefnur.
Þessir flokkar og stjórnmálaöfl sem nú stýra munu líða undir lok en það gerist ekki án vitundarvakningar.
Og það er sko ástæða til að láta í sér heyra.
Stjórnarskrár nefnd sem við erum búin að treysta þingmönnum fyrir í 20 ár eða meira, hefur enn ekki skilað neinum breytingum á kosningalögum.
Verðtrygging er algjör skaðvaldur fyrir samfélagið en samt haf stjórnmálamenn ekki kraft til að leggja hana af eða laga.
Svona er þetta allt hjá þeim. Allir þeir hlutir sem stefna að lýðræði og jafnræði sitja á hakanum. Sem veldur svo meiriháttar skaða í framtíðinni.Það er algjört lífsspursmál fyrir ísland að standa upp núna.
Því þá annars hvenær. Og þér líður líka betur að hafa staðið upp og hrópað gegn óréttlæti og siðferðislega slöppum stjórnvöldum. Og þar að auki gengur ekki lengur að liggja í sófanum og kvarta tfir samfélaginu. Þú verður að gera eitthvað.

Gleðileg Jól....og kraftmikil mótmæli.


mbl.is Röng forgangsröðun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristján Björnsson

Aldrei að missa móðinn. Gleðileg jól!

Kristján Björnsson, 20.12.2008 kl. 11:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband