Óeirðir.

Sjálfur var ég í Los Angeles þegar óeirðir brutust út.
Eftir að Rodney King var laminn til óbóta af lögreglu.
Svartir héldu ró sinni og biðu eftir aðgerðum stjórnvalda.
Og það sauð uppúr vegna ófullnægjandi aðgerða yfirvalda, dómsvalda og lögreglu.
Haldið var hlífiskyldi yfir sekum mönnum.
Og dómsstólar og lagafroða notuð til að verja siðferðislega rangann hlut.

Það er rangt að stela og svíkja og ljúga.
Landráð hafa verið framin og landráð er verið að fremja.
Afglöp voru framin og afglöp er verið að fremja.
Hvernig er stjórnvöldum að takast það, að fullnægja réttlætinu ?
Frammistaða þeirra er algjörlega ófullnægjandi.
Og ég sé ekki neina afsökunn sem stjórnvöld hafa.
Þó að þau séu í raun ekkert nema ein stór afsökunn alla daga.

Það sem við erum að sjá í okkar samfélagi er það sama og gerðist þarna einn sumardag í borg englanna.
Nú er að verða til stór hópur fólks sem er verið að kremja ,réttarfarslega ,fjárhagslega og andlega.
Og vonir þeirra um réttlátt samfélag eru lítilsvirtar.
Ef eldar loga um áramót mun það vera skrifað á reikning ríkisstjórnarinnar.
Og allt til þess eins að stefnur flokka haldi andlitinu, og fylgi tapist ekki.
Völd frekar en þjóðarhagur og lýðræði.

Ég sá eldana byrja í fjarska og svo færðust þeir ofar í borgina eftir því sem leið á hvöld.
Um morguninn blasti við gríðarlegt eignartjón

Um daginn sá ég sýn.
Ég sá Austurvöll fullan af fólki.
Fólkið var dansandi af fögnuði þegar ríkisstjórnin fer frá og boðar til kosninga.


mbl.is Mótmæli halda áfram
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband