1 Desember 2008
Rótfestu Orð Guðs í lífi þínu!
„Orð þitt, Drottinn, varir að eilífu, það stendur stöðugt á himnum” (Davíðssálmur 119.89).
Sumt kristið fólk hefur búið til fallegt lag úr versinu hér að ofan. Því verður ekki á móti mælt að Orð Guðs á bústað á himnum; englarnir vita það; djöflarnir vita það! En spurningin er: „Á Orð hans bústað í lífi þínu?“ Hefur þú sem einstaklingur gert þér það ljóst að Orð Guðs er allra meina bót og sá staðall sem þú átt að lifa eftir?
Mundu að Guð er andi, og hann hefur gefið mönnunum jörðina til búsetu. Þar af leiðir að hann áskilur sér engan lagalegan rétt til þess að fá sitt fram gagnvart körlum og konum á jörðinni, eins og segir í Orði hans. Það eru aðeins þau sem hafa vogað sér að trúa og gert bústað fyrir Orð Guðs í hjarta sínu sem geta fullvissað sig um að vilji hans nær fram að ganga í lífi þeirra, svo á jörðu sem á himni. Drottinn getur ekki starfað á jörðinni án þín. Sú ábyrgð, að rótfesta Orð hans í lífi þínu — að sjá til þess að það rætist hér á jörðinni, hvílir því á þér, en ekki honum.
Hvað Guð varðar ert þú heilbrigður, ríkur, kraftmikill, fullur náðar, visku og styrks; þetta er sagt í Orði hans. Þú þarft samt sem áður sjálfur að leggja þér þennan sannleika á hjarta! Veittu engu öðru forgang en því sem sagt er í Orðinu um þig. Þegar veikindi, fátækt og ósigur reyna að herja á þig, segðu þá: „Ritað er; ég er læknaður. ég er ekki sjúkur! Ég er auðugur en ekki snauður! Mér vegnar vel á öllum sviðum.“
Þannig átt þú að fullvissa þig um það að Orð Guðs hefur ekki aðeins tekið sér bústað á himnum heldur einnig í þínu eigin lífi — fyrir trúarjátningar þínar — þar sem þú samsinnir stöðugt Drottni. Í Biblíunni stendur: „Guð hefur sjálfur sagt... því getum vér öruggir sagt...“ (Hebreabréfið 13.5-6). Það sem hann hefur sagt um þig er geymt á himnum, og þegar þú samsinnir því hefur það tekið sér bústað hér á jörð fyrir þig.
Mundu það sem í Orðinu stendur: „Og áformir þú eitthvað, mun þér heppnast það, og birta skína yfir vegu þína…” (Jobsbók 22.28). Ef þú vilt því áforma eitthvað hér á jörðu, er eins gott fyrir þig að taka opinbera ákvörðun um það! Notaðu munn þinn til þess að hleypa Orði Guðs að í lífi þínu hér á jörð.
Játning
Ég er það sem Guð segir mig vera; Orð hans starfar í mér af krafti og ber þann ávöxt sem um er að ræða! Ég lifi við guðlega heilsu, yfirnáttúrulegar gnægtir og stöðufum sigri á hverjum degi. því að Orð Guðs er mér ávallt já og amen.
Nánari lestur
Hebreabréfið 13.5-6
Prédikarinn 8.4
Jesaja 55.10-11
2
Drottinn er ávallt með þér!
„…Sjá, ég er með yður alla daga allt til enda veraldar. Amen” (Matteusarguðspjall 28.20).
Einn er sá sannleikur sem þú verður að fullvissa þig algjörlega um; að Guð stendur þér nærri. Margt fólk segir: „Guð er með mér“en þú sérð það á gjörðum þeirra að það sannfærist ekki um þessa staðreynd. Þegar kreppa skellur á, flýr það af hólmi og leitar hjálpar á röngum svæðum í stað þess að gefa því gaum að nærvera Guðs er með því. Drottinn vill ekki að við efumst um nærveru sína með okkur, þess vegna sagði hann: „Sjá, ég er með yður alla daga allt til enda veraldar. Amen (Matteusarguðspjall 28.20)
Því miður les sumt fólk þannig út úr þessu ritningarversi, eins og þar standi: „Sjá, ég er með yður alla daga,“ eins og það telji að Drottinn hafi lofað þessu. Hann lofaði því ekki að vera með þér —hann er með þér núna; ekki þegar þú kemst til himnaríkis. Ég þekki fólk sem þykir gott að biðja eins og Móse gerði forðum: „Fari auglit þitt eigi með, þá lát oss eigi fara héðan” (2. Mósebók 33.15). En það er röng bæn hjá þeim sem hafa endurfæðst. Drottinn Jesús setti engin skilyrði fyrir nærveru sinni meðal okkar. Hann sagði: „Sjá, ég er með yður alla daga allt til enda veraldar.” Punktur!
Þetta ætti að auka þér dug til þess að ganga lífsins leið sem sigurvegari. Nærvera Guðs er með þér hvar sem þú ert og hvert sem þú ferð. Á meðan þú sefur er hann með þér; er þú ekur til vinnu, er hann með þér, í erli dagsins er hann þarna með þér! Það er ekki svo að skilja að hann flengi þig ef þér verður eitthvað á, heldur er hann til staðar svo að hann geti leiðbeint þér í gegnum lífið og séð til þess að þér vegni vel og þú verðir sá sigurvegari sem hann vígði þig til.
Vertu meðvitaður um nærveru Guðs með þér! Því meðvitaðri sem þú ert um innbyggða og eðlislæga nærveru hans með þér, þeim mun betri gaum getur þú gefið náð hans og skilyrðislausum kærleika hans í þinn garð.
Bæn
Kæri Drottinn, ég þakka þér fyrir eðlislæga og varanlega nærveru þína, ég bið þess að þú hjálpir mér að vera meðvitaðri um þá staðreynd að þú ert ávallt með mér — hvar og hvenær sem er. Ég verð ávallt glaður og sjálfsöruggur í þeirri vissu að þú munt aldrei yfirgefa mig né skilja mig eftir, því geng ég djarfur ,öruggur og sigursæll í dag, í Jesú nafni. Amen.
Nánari lestur
5. Mósebók 31.6
Matteusarguðspjall 28.19-20 WNT
3
Það nægir ekki að vona!
„En vonin bregst oss ekki, því að kærleika Guðs er úthellt í hjörtum vorum fyrir heilagan anda, sem oss er gefinn” (Rómverjabréfið 5.5).
Sú von sem gefur af sér árangur er sú sem á uppruna sinn hjá Guði. Enginn maður ætti að vona á sjálfan sig, því að í slíkri von er enginn styrkur. Að vona á Guð er að treysta algjörlega á forsjón hans þér til handa. Vonin nægir samt ekki til þess að breyta kringumstæðunum fyrr en hún blandast trú.
Margt kristið fólk hefur vonast eftir breytingum á störfum sínum, fjármálum, skólum, heimilum og kringumstæðum. Og það er enn að vona. Sá er sigurvegari sem lifir handan staðhæfinga á borð við: „Einhvern daginn skal ég hafa það“ eða „Jæja, ég vona að allt takist hjá mér.“ Sigurvegarinn tilkynnir að allt gengur vel vegna þess að hann veit að væntingum hans sem réttláts manns verður mætt (Orðskviðirnir 24.14). Hann hefur svo djúpa fullvissu á getu Guðs að hann kunngjörir hana djarflega.
Þar sem vonin er það hráefni sem lætur þér trú í té, er trúin viðbrögð mannlegs anda gagnvart Orði Guðs. Trúðu því sem segir í Orðinu um þig og farðu eftir því sem þú trúir. Þannig næst árangur. Gefðu þig engum kringumstæðum á vald sem ekki samræmist áætlun Guðs og tilgangi með lífi þínu. Þú verður að bregðast við Orði Guðs — rétt eins og líf þitt sé háð því — sannleikurinn er sá að það er svo sannarlega háð því.
Þegar þú trúir Orði Guðs og lifir samkvæmt því flyst þú frá sviði vonar til trúar. Í Biblíunni segir ekki að hinn réttláti skuli lifa fyrir von, heldur fyrir trú: „Minn réttláti skal lifa fyrir trúna, en skjóti hann sér undan, þá hefur sála mín ekki velþóknun á honum” (Hebreabréfið 10.38). Jesús sagði ekki: „Vonið á Guð“ heldur sagði hann: „Trúið á Guð“ (Markúsarguðspjall 11.22); með öðrum orðum; „Trúið samkvæmt Guði.“
Gerðu það að kjarna vonar þinnar í dag að fara eftir Orði Guðs sem þú hefur tekið trú á. Það er trú! Það er þetta sem líf þitt þarfnast til þess að verða órofa straumur kraftaverka. Það er þetta sem þú þarft til þess að fara sigurför.
Játning
Ég hlýði og fer eftir Orðinu! Ég tjái ekki einvörðungu von á Guð; ég hef trú á ríkjandi og umbreytandi krafti hins eilífa Orðs hans. Þess vegna mæli ég Orð Guðs af munni fram á þessari stundu, og lýsi því yfir að dagurinn minn nýtur blessunar, ég fer sigurför Krists í dag, í Jesú nafni. Amen.
Nánari lestur
Hebreabréfið 11.1
Jakobsbréfið 1.22
Markúsarguðspjall 11.22-23
4
Taktu munaðarleysingja að þér
„Syngið fyrir Guði, vegsamið nafn hans, leggið braut fyrir hann er ekur gegnum öræfin. Drottinn heitir hann, fagnið fyrir augliti hans. Hann er faðir föðurlausra, vörður ekknanna, Guð í sínum heilaga bústað” (Davíðssálmur 68.4-5).
Þegar síðari hluti þessa vers hér að ofan er lesinn í Ensku samtímaþýðingunni (Contemporary English Version) má sjá að Drottinn vísar beint til munaðarlausra: „Guð vor, frá heilögum híbýlum þínum annast þú munaðarlausa...“ Hann er faðir föðurlausra — munaðarlausra — og hann vill að við — börnin sín — gefum gaum að ástandi munaðarlausra úti um allan heim. Þegar ungt barn missir annað eða báða foreldra sína, getur það haft skelfileg áhrif á það. Það er eins og slíku barni hafi verið varpað út í auðn, þar sem enginn er til þess að vísa leiðina. Það er ekkert foreldri til þess að veita leiðsögn eða gefa svör við krefjandi spurningum lífsins.
Er þú leggur stund á ritningarnar, kemst þú ekki hjá því að taka eftir ástúð Drottins í garð munaðarlausra. Í Gamla testamentinu sagði hann við Gyðinga: „Þegar þú sker upp korn á akri þínum og gleymir kornbundini úti á akrinum, þá skalt þú ekki snúa aftur til að sækja það. Útlendingurinn, munaðarleysinginn og ekkjan mega fá það, til þess að Drottinn Guð þinn blessi þig í öllu, sem þú tekur þér fyrir hendur” (5. Mósebók 24.19 CEV). Þegar Jesús yfirgaf jörðina sagði hann við lærisveina sína: „Ekki mun ég skilja yður eftir munaðarlausa. Ég kem til yðar” (Jóhannesarguðspjall 14.18 CEV). Meistarinn skildi þann sársauka sem þeir myndu upplifa þegar hann væri farinn og því fullvissaði hann þá um það að Heilagur andi — sá sem yrði faðir þeirra í sinn stað myndi koma.
Láttu þig varða persónulega um munaðarlausa. Þú þarft ekki að feta í fótspor þeirra til þess að finna sársauka þeirra. Biddu fyrir þeim og hjálpaðu þeim upp að því marki sem þér er það unnt. Drottinn mun vissulega umbuna þér fyrir að ala önn fyrir þeim. Bíddu ekki þar til þú hefur ráð á að stofna til mikillar munaðarleysingjastarfsemi ; byrjaðu þar sem þú ert einmitt núna, með það sem þú hefur efni á. Líttu í kringum þig og leggðu því barni lið sem er í brýnni þörf fyrir þann kærleika, þá umhyggju og þann stuðning sem Guð hefur gert þér kleift að veita. Breyttu lífsafkomu þess í dag!
Já, Guð er faðir föðurlausra, en þú ert útvíkkun hans; hann getur aðeins blessað hina snauðu og hjálpað nauðstöddum í gegnum þig! Þú ert því nauðstadda barni útvíkkuð kærleikshönd hans. Ég bið þess að Drottinn geri þér það kleift og veita þér þá hæfileika sem þú þarft til þess að veita munaðarleysingjum von, kærleika og ástúð og öðrum allslausum börnum í samfélagi okkar sem eru í brýnni þörf fyrir hjálp.
Bæn
Kæri Faðir, þakka þér fyrir að opna augu mín fyrir þörfum munaðarleysingja alls staðar í heiminum. Í dag hefur Orð þitt gert það að verkum að ég hjálpa fátækum og nauðstöddum, og útrétt föðurhönd föðurlausra! Ég bið þess að þú hjálpir mér að nota sérhvert tækifæri til þess að sýna kærleika, ástúð og umhyggju fyrir nauðstöddum, einkum börnum, í Jesú nafni. Amen.
Nánari lestur
Galatabréfið 2.10
Orðskviðirnir 23.10-11; Davíðssálmur 68.5 MSG
5
Hann bætir upp „glötuð ár“
„Ég bæti yður upp árin, er átvargurinn, flysjarinn, jarðvargurinn og nagarinn átu... (Jóel 2.25).
Mér þykir skemmtilegt að vita að Drottinn getur bætt þér jafnvel upp það sem þú virðist hafa glatað; hann bætir upp glötuð ár. Engin manneskja eða stjórnvöld virðast nokkru sinni geta gefið þér það til baka sem þú hefur glatað, en það getur Guð! Hann getur náð því öllu aftur, og meira til!
Hvað er það sem þú gætir haldið að þú hafir glatað? Ef til vill hélst þú að þú hefðir klúðrað öllu svo illa að ekki væri hægt að leiðrétta það eða þú leist yfir líf þitt og hugsaðir sem svo að þú hefðir eytt svo miklum tíma án þess að sýna nokkrar framfarir! Ég færi þér góðar fréttir í dag; þessu er enn ekki lokið! Guð er fús og þess megnugur að láta drauma þína og örlög rætast í honum.
Það sem þú þarft að viðurkenna er að Heilagur andi býr í þér og bætir þér allt upp, hann getur beint þér hundrað skref fram á við, langt fram úr keppinautum þínum, mótherjum og andstæðingum. Þau sem virðast hafa komist fram úr þér, yrðu furðu lostin ef þau sæju hvernig allt hefur snúist þér í vil á einni svipan! Lærðu að treysta því að Andi Guðs leiðbeini þér og segi þér til í lífinu. Hann veit hvernig á að gera eitthvað fallegt úr lífi og bæta upp glötuð ár — glataðan tíma, hæfileika, peninga, frið o.s.frv.
Ef til vill fékkst þú verkefni í vinnunni og þú glataðir þeim hæfileikum sem þú öðlaðist; eða ef til vill ert þú nemandi, og þú hefur eytt svo miklum tíma í að fjármagna nám þitt; slakaðu á! Þú getur treyst því að Heilagur andi bæti þér það allt upp sem þú hefur misst! Það getur hann gert, og það mun hann gera, ef þú aðeins vilt kalla á hann! Ef eitthvað af þessu lýsir aðstæðum þínum, segðu þá: „Heilagur andi, mér þykir það leitt hvernig ég klúðraði öllu, en ég bið þess að þú komir mér til hjálpar bætir mér það upp sem ég hef glatað! Ég fæ þetta núna bætt með guðlegum hætti; í Jesú nafni.”
Hegðaðu þér nú eins og sá sem hefur fengið svar við þeirri bæn og byrjaðu nú í trú, treystu þeim Drottni sem sérhæfir sig í að bæta upp glötuð ár.
Bæn
Kæri Drottinn, ég gleðst af því að ég veit að þú ert meira en þess megnugur að bæta mér það upp sem ég hef misst í áranna rás, þar sem ég veit að ekkert er óbætanlegt, því að þú bætir allt upp! Þess vegna er ég ekki undir í lífinu, þar sem Heilagur andi sem lifir í mér veitir mér visku og skilning til þess að færa allt til betri vegar, í Jesú nafni. Amen.
Nánari lestur
Jobsbók 42.10
Davíðssálmur 126.1-3
6
Notaðu gjafir þínar vel
„Þjónið hver öðrum með þeirri náðargáfu, sem yður hefur verið gefin, sem góðir ráðsmenn margvíslegrar náðar Guðs” (1. Pétursbréf 4.10).
Sem barn Guðs ættir þú að vaxa í visku í Orði hans. Hann vill ekki að þú verðir andlegt ungabarn of lengi. Þess vegna hefur hann smurt fólk til þess að kenna þér Orð sitt og þjálfa þig í andlegum málefnum (Efesusbréfið 4.11-14). Markmiðið með þessari andlegu þjálfun er að þú öðlist þroska í málefnum Andans — nægan þroska til þess að axla ábyrgð í húsi Guðs.
Nú þarft þú að skilja að þroska fylgir ábyrgð. Þetta er sannleikur, bæði í náttúrulegum og andlegum skilningi. Rétt eins og þú fórst að axla ábyrgð á heimilishaldi er þú ólst upp heima, ættir þú einnig að axla ábyrgð á húsi Guðs er þú þroskast í Kristi. Þú ættir að verða ábyrgt barn með heimilisfólki Guðs. Þú ættir því fyrir löngu að þekkja þær gjafir sem Guð hefur gefið þér til þess að blessa heiminn þinn og gera góðverk í honum.
Guð hefur komið gjöf fyrir í þér sem er engu öðru lík og sem ætlað er að blessa heiminn þinn. Í Efesusbréfinu 4.7 stendur: „Sérhverjum af oss var náðin veitt eftir því, sem Kristur úthlutaði honum.” Þetta þýðir að Guð hefur gefið þér þá náð að uppgötva gjöfina og nota hana á skilvirkan hátt. Ef þú ert hæfileikaríkur lagasmiður, byrjaðu þá að semja lög sem blessa fólk. Þú þarft ekki að vera í kór til þess að semja lög; Guð getur einfaldlega lagt þér þau á hjarta. Hleyptu því út og blessaðu einhvern með því.
Ef gjöf þín tengist spádómsgáfu — ef þú getur spáð fyrir um eitthvað, talað ólíkum tungum og komið með þekkingarorð, þá skalt þú nota þá gjöf til þess að blessa og uppfræða aðra í kirkjunni. Hafir þú verið að biðja fyrir einhverjum og Guð gaf þér spádómsorð þeim manni til handa, skalt þú ekki hika, heldur segja það sem segja þarf (1. Korintubréf 14.3).
Mundu ávallt að Guð veitti þér gjöf til þess að hvetja, létta undir, uppörva, næra og hugga einhvern annan. Fjársjóður Guðs er ekki í byggingunni sem þú sérð Fjársjóður hans er fólkið. Í Orðskviðunum 11.25 stendur: „Velgjörðasöm sál mettast ríkulega, og sá sem gefur öðrum að drekka, mun og sjálfur drykk hljóta.“ Er þú því blessar aðra með gjöf þinni, nýtur þú einnig blessunar og færni þín eykst.
Bæn
Kæri himneski Faðir, þakka þér fyrirgjafir Anda þíns sem koma fram í lífi mínu. Ég nota þessar gjafir í dag til þess að blessa, hvetja, lyfta, hefja upp og hugga aðra í Jesú nafni. Amen.
Nánari lestur
1. Korintubréf 12.7-11
7
Drottinn Jesús verðskuldar það besta!
„En Jesús var í Betaníu, í húsi Símonar líkþráa. Kom þá til hans kona og hafði alabastursbuðk með dýrum smyrslum og hellti yfir höfuð honum, þar sem hann sat að borði” (Matteusarguðspjall 26.6-7 WNT).
Dag nokkurn heimsótti Drottinn Jesús heimili manns nokkurs sem hann hafði læknað, og kona kom inn og hellti afar dýrum smyrslum af örlæti yfir hann. Í Biblíunni er það skráð að húsið fylltist ilmi smyrslanna (Jóhannesarguðspjall 12.3); þetta voru rándýr smyrsl. En í Biblíunni er okkur einnig greint frá því að „við þessa sjón urðu lærisveinarnir gramir og sögðu: „Til hvers er þessi sóun? Þetta hefði mátt selja dýru verði og gefa fátækum”“ (Matteusarguðspjall 26.9).
Ímyndaðu þér þvílíkt orðaval frá lærisveinum Jesú sjálfs! Þeir kölluðu þetta „sóun“. Í hugum þeirra voru slík smyrsl of mikið til þess að eyða á Jesú. Því miður bregst sumt fólk þannig við enn þann dag í dag, vegna þess að það veit ekki hver Jesús er. Í hugum þess er hann góði spámaðurinn frá Nasaret, en hann er meira en góður spámaður — hann er Drottinn himins og jarðar, og hann verðskuldar ekki aðeins þitt besta, heldur hið allra besta.
Að sjálfsögðu útskýrir Jóhannes síðar í guðspjalli sínu að það var hinn valdagráðugi Júdas Ískaríot, lærisveinninn sem sveik Mestarann, er kom þessum kurr af stað. Hann gerði hinum lærisveinunum þann grikk að kalla þessa táknrænu vígsluathöfn Jesú þar sem þessum smyrslum var hellt yfir höfuð hans sóun (Jóhannesarguðspjall 12.4-5). Því miður er það nú svo samt sem áður að hinir lærisveinarnir gátu tekið þátt í því að hafa orð á slíkum hugsunum um Meistarann.
Þegar Jesús heyrði kurrinn í þeim sagði hann ekki: „Þetta er alveg hárrétt hjá ykkur, þessi smyrsl hefði mátt selja dýru verði og gefa fátækum;.“ Þess í stað sagði hann: „Hvað eruð þér að angra konuna? Gott verk gjörði hún mér” (Matteusarguðspjall 26.10). Hann vísaði til þess sem konan gerði og kallaði það „gott verk“! Það segir mér að ekki er hægt að tala um að „sóa“ einhverju á Jesú, því að hann verðskuldar aðeins það besta.
Til er fólk sem telur okkur vera heimsk þegar við gefum svona mikið af okkur; tíma, peningum og öðrum eiginleikum fyrir fagnaðarerindið, en það er vegna þess að slíkt fólk þekkir ekki Drottinn. Þegar hin sanna opinberun rennur upp fyrir þér um það hver Jesús er, gerir þú þér ljóst að það er ekkert til sem er of mikið til þess að gefa honum eða fórna fyrir hann. Spyrðu sjálfan þig að þessu: „Hversu mikið greiddir þú fyrir frelsun þína?“ Þú greiddir ekkert, en samt var þetta það verðmætasta sem þú hefðir nokkru sinni getað fengið. Hafi Jesús látið líf sitt fyrir þig til þess að þú öðlast hjálpræði, þá verðskuldar hann vissulega það allra besta og allt það sem þér er fært að gefa.
Bæn
Kæri Drottinn Jesús, ég elska þig heitar en orð fá tjáð og játa þig sem hinn mikla og máttuga, sem verðskuldar ekki aðeins það besta frá mér . Ekkert af því sem ég á er of mikið til þess að því verði varpað fyrir róða eða fórnað fyrir þig. Ég legg líf mitt fram fyrir þig því að þú ert Drottinn minn og meistari. Ég dýrka þig og lofa þig í líferni mínu. Amen.
Nánari lestur
Filippíbréfið 3.7-8 MSG; 2. Samúelsbók 24.24
8
Náð: Kraftur stöðuhækkunar
„Vaxið í náð og þekkingu Drottins vors og frelsara Jesú Krists. Honum sé dýrðin nú og til eilífðardags. Amen” (2. Pétursbréf 3.18).
Ég hef oft sagt að náð sé miklu meira en „óverðskuldaður eiginleiki,“ sem er sú skilgreining sem margt fólk kannast við. Samkvæmt grískri þýðingu orðsins sem er „charis“ vísar það til guðlegra áhrifa Guðs á anda mannsins sem endurspeglast á hinu ytra sviði og leiðir af sér greiðvikni, fegurð, velvild og elskusemi. Það er þetta sem er auðið að sjá í lífi þínu sem fær aðra til þess að gera þér gott og veldur því að líf þitt færist frá dýrð til dýrðar. Í hnotskurn er náð kraftur Guðs í lífi þínu! Þegar hún starfar í þér, þá skiptir engu máli á hvaða stigi þú byrjar, þú munt aðeins færast upp á við og fram á við í lífinu.
Þegar bræður Jósefs seldu hann í þrældóm í Egyptalandi, segir svo frá í Biblíunni: „Og er húsbóndi hans sá, að Drottinn var með honum og að Drottinn lét honum heppnast allt, sem hann tók sér fyrir hendur, þá fann Jósef náð í augum hans og þjónaði honum. Og hann setti hann yfir hús sitt og fékk honum í hendur allt, sem hann átti” (1. Mósebók 39.3-4). Ja hérna! Pótífar gerði þrælsdreng að umsjónarmanni heimilisfólks síns! Slíkur er kraftur náðarinnar. Eftir því sem tímar liðu var Jósef tekinn höndum og honum stungið óverðskuldað í fangelsi, en samt var krafturinn virkur í lífi hans á meðan hann sat inni. Í Biblíunni stendur: „Og forstjóri myrkvastofunnar fékk Jósef á vald alla bandingjana, sem voru í myrkvastofunni. Forstjóri myrkvastofunnar leit ekki eftir neinu, sem var undir hans hendi, því að Drottinn var með honum” (1. Mósebók 39.22-23)
Um síðir varð Jósef, sem fram að þessu hafði verið þræll, forsætisráðherra þeirrar þjóðar, sem hann hafði verið seldur í þrældóm. Þetta mun náðin gera fyrir þig. Það er engin furða þótt Pétur postuli hafi haldið því fram að við vöxum í náð (2. Pétursbréf 3.18); Páll undirstrikaði einnig að við styrktumst í þeirri náð sem væri í Kristi Jesú (2. Tímóteusarbréf 2.1). En áður en þú getur vaxið eða gefið náð Guðs gaum, verður þú fyrst að viðurkenna að hún stendur þér þegar til boða.
Því skalt þú á hverjum degi lýsa því meðvitað yfir að náð Guðs starfi í þér og þú vaxir í henni. Íhugaðu Orð Guðs daglega og láttu anda þinn lýsast í dýrð Orðsins. Áður en langt um líður fer sú glóð að lýsast upp hið ytra , og aðrir munu viðurkenna að hönd Guðs er yfir þér, og finna þörf á því að gera vel við þig. Mundu, náð Guðs stendur þér nú þegar til boða; dafnaðu því í henni; taktu eins mikið af henni og þér er unnt; og fylgstu með krafti náðarinnar skjóta þér fram á við og upp á við eftir því sem verkum þínum fyrir Guð vindur fram!
Bæn
Í nafni Drottins Jesú nýt ég góðs af náð Guðs í lífi mínu! Í kjölfar þeirrar náðar hafa dyr blessunar og tækifæra opnast mér í dag; ég upplifi framvindu lífs fram á við og upp á við, og líf mitt er vitnisburður um náð Guðs.
Nánari lestur
2. Tímóteusarbréf 2.1; Efesusbréfið 4.7
9
Ekki fleiri andvökunætur
„Varpið allri áhyggju yðar á hann, því að hann ber umhyggju fyrir yður” (1. Pétursbréf 5.7).
Ég trúi því að huggunarríkustu tíðindi sem þú gætir nokkru sinni heyrt séu þau að þú vitir að Guð almáttugur, skapari alheimsins þyki svo innilega vænt um þig og sýni þér svo mikla ástúð. Þessi heimur er svo fullur af vandamálum og þú horfist í augu við mismunandi áskoranir svo lengi sem þú lifir í honum. En góðu fréttirnar eru þær að Jesús hefur sigrað heiminn þín vegna (Jóhannesarguðspjall 16.33). Þess vegna ættir þú ekki að eiga fleiri andvökunætur vegna nokkurra aðstæðna í lífi þínu.
Sumt fólk á erfitt með að sofa þegar það stendur frammi fyrir áskorunum. Slíkt fólk leiðir ekki hugann að því að það var kallað til hvíldar í lífinu. Í Biblíunni stendur: „Því að sá, sem gengur inn til hvíldar hans, fær hvíld frá verkum sínum, eins og Guð hvíldist eftir sín verk” (Hebreabréfið 4.10). Jesús var hæddur á leið sinni til krossins; það var hrækt á hann, hann var barinn og honum var hafnað, og síðan dó hann. Allt þetta gerði hann til þess að vísa þér leið til lífs í hvíld. Þess vegna skalt þú ávallt hugsa út í það, þegar þú veltir dauða Jesú fyrir þér, að hann tók allan þennan sársauka, þessar áhyggjur, angurværð á sig, sem hefðu getað valdið þér andvökunóttum. Hallelúja!
Mundu að þegar hann bað í Getsemanegarðinum rétt áður en hann var handtekinn, sváfu lærisveinar hans. Þeir vöktu aðeins eftir að hann hafði lokið bænagjörð sinni og hann sagði við þá: „Sofið þér enn og hvílist?…” (Matteusarguðspjall 26.45). Í Biblíunni stendur: „Því að sá, sem gengur inn til hvíldar hans, fær hvíld frá verkum sínum, eins og Guð hvíldist eftir sín verk” (Hebreabréfið 4.10). Hann hefur veitt þér hvíld og tekið andvökunæturnar í burtu frá þér.
Upphafsversið segir þér hvað gera skal þegar þú horfist í augu við áskoranir. Þess vegna skalt þú aldrei láta áhyggjur eða nokkuð annað ræna þig gleðinni, þú hefur öðlast líf í hvíld og friði — andvökunætur þínar eru liðnar.
Bæn
Þakka þér, kæri Faðir, fyrir sannleiksorð þitt og það líf sem mér hefur hlotnast í dag. Ég nýt mikillar blessunar og mér er blásin sú vissa í brjóst að ég kemst í gegnum sérhvern dag umhugsunarlaust, vegna þess að þú sérð fyrir mér, og hefur létt af mér öllum byrðum og vísar mér leið til hvíldar í þér, í Jesú nafni. Amen.
Nánari lestur
Filippíbréfið 4.6-7
Matteusarguðspjall 11.28-30
10
Láttu Heilagan anda miðla málum hjá þér!
„Þannig hjálpar og andinn oss í veikleika vorum. Vér vitum ekki, hvers vér eigum að biðja eins og ber, en sjálfur andinn biður fyrir oss með andvörpum, sem ekki verður orðum að komið” (Rómverjabréfið 8.26).
Þeir tímar renna upp þegar við höfum ekki nægar upplýsingar um þær kringumstæður sem við biðjum fyrir. En stundum gætum við jafnvel þekkt málsatvik, en þó vitum við ekki hvernig orða skal bænina. Það er þá sem Heilagur andi tekur við stjórninni. Hann biður samt sem áður ekki fyrir þig. Hann þarf að biðja í gegnum þig eða annan trúaðan einstakling.
Þegar Heilagur andi biður fyrir okkur, stendur í Biblíunni að hann biðji með andvörpunum sem ekki verður orðum að komið. En þetta er ekki hið sama og að biðja í öðrum tungum. Þegar þú biður í öðrum tungum ertu að tala himneskt tungumál á skýru máli sem þú skilur þó ekki. En þegar Heilagur andi biður í gegnum þig koma oft á tíðum engin orð úr munni þínum. Allt sem kemur frá þér eru andvörp eða önnur svipuð hljóð.
Á slíkum stundum gæti sá sem þekkir ekki til hvernig Andinn vinnur, haldið að eitthvað sé að þér eða þú kveljist. Nei. Heilagur andi er að biðja í gegnum þig. Það gæti jafnvel verið að þú myndir reyna að halda aftur af þér þegar Andinn kemur yfir þig á slíkan hátt. Þú verður samt sem áður að leyfa honum það, vegna þess að hann er að gera eitthvað yfirnáttúrulegt í gegnum þig.
Í Biblíunni stendur: „En hann, sem hjörtun rannsakar, veit hver er hyggja andans, að hann biður fyrir heilögum eftir vilja Guðs” (Rómverjabréfið 8.27) Á slíkum tímum er hann að biðja nákvæmlega fyrir þér og öðrum trúuðum og afleiðing þessarar bænar er það sem segir í Rómverjabréfinu 8.28: „Vér vitum að allt samverkar til góðs fyrir þá er elska Drottin....” Dýrð sé Guði. Þetta þýðir að það er svo sannarlega til vitnisburður.
Það er ýmislegt til sem þú þarft aldrei að fara í gegnum ef þú lærir að leyfa Andanum að hafa stjórnina á lífi þínu. Þegar þú finnur að Heilagur andi er að biðja í gegnum þig skaltu leyfa honum það og gefa honum þann tíma sem Hann þarf. Málefni sem varða þig, ástvini þína og jafnvel þau sem þú þekkir ekki hafa verið sett inn á borð hjá Andanum.
Bæn
Dýrmæti Heilagur andi, Ég þakka þér fyrir að hafa komið og gert þér bústað í skauti hjarta míns. Ég þakka þér fyrir návist þína við mig og þjónustu milligöngu þinnar í gegnum mig. Ég fel þér anda minn, sál og líkama til þess að þessi þjónusta fari að fullu fram í mér, svo að aðstæður breytist, ekki aðeins í lífi mínu heldur einnig í lífi annarra sem þú kýst að eiga ítök í gegnum mig, í Jesú nafni. Amen.
Nánari lestur
Rómverjabréfið 8.26-27 AMP
11
Réttlæti á móti réttu líferni
„Þann sem þekkti ekki synd, gjörði hann að synd vor vegna, til þess að vér skyldum verða réttlæti Guðs í honum” (2. Korintubréf 5.21).
Dag nokkurn spurði ég endurfæddan herramann: „Ertu réttlátur?” Hann var hugsi um stund og svaraði svo: „Ég er að vinna í því.”
„Hvernig veistu þá hvenær þú verður réttlátur?” spurði ég í beinu framhaldi. Hann gat ekki svarað. Rétt eins og þessi maður, halda margir kristnir menn að þeir séu ekki réttlættir vegna þess að þeir tengja það við gallalaust líf. Þeir horfa á gjörðir sínar sem mælikvarða á þeirra réttlæti. En það er mikil munur á þessu tvennu.
.Í Biblíunni stendur: „Ef misgjörð hins eina manns hafði í för með sér, að dauðinn tók völd með þeim eina manni, því fremur munu þá þeir, sem þiggja gnóttir náðarinnar og gjafar réttlætisins, lifa og ríkja vegna hins eina Jesú Krists.” (Rómverjabréfið 5.17). Þegar þú meðtókst Jesú inn í hjarta þitt, gaf Guð þér réttlæti sem gjöf. Það er ekki eitthvað sem þú ávannst þér. Réttlæti er eðli Guðs sem gerir hann Guð. Þar sem þú meðtókst sama réttlæti og Guð hefur, þýðir það að þú ert réttlæti Guðs í Kristi Jesú.
Áttaðu þig á því að þú getur ekki vaxið í réttlæti vegna þess að það er þitt eðli. Að lifa réttilega er ávöxtur réttlætisins. Enginn maður getur lifað réttilega án þess að meðtaka fyrst réttlæti. Guð getur aðeins ætlast til maður lifi réttilega eftir að hann hefur verið gerður réttlátur. Þetta er ástæða þess að hann veitti þér réttlæti sitt að gjöf. Hæfileikinn að gera rétt getur aðeins komið frá réttlætum Anda. Samt sem áður gætu sum verk þín verið ófullkomin, en það hefur engin áhrif á réttlæti þitt. Þú þarft að meðtaka orð Guðs og þá réttlætið mun finna leið til að sína sig í gegnum verk þín.
Þegar þú endurfæddist varstu réttlæti Guðs í Kristi Jesú. Þú getur ekki orðið meira réttlátur einhvern dag en þú ert núna, því að réttlæti Guðs er fullkomið og það er það sem þú hefur í Kristi Jesú. Þú getur ekki bætt það sem er nú þegar fullkomið. Réttlætið er í anda þínum og gerir það verkum að þú lifir rétt, og hefur hæfileika til að gera rétt.
Bæn
Kæri Faðir, þakka þér fyrir að veita anda mínum réttlæti, og gera mér þannig kleift að lifa og starfa á réttan hátt. Það réttlæti hefur gert mig nákvæman og skipað öndvegi í lífi mínu, og gert mér ávallt fært að gera rétt, í Jesú nafni. Amen.
Nánari lestur
Rómverjabréfið 5.18-19
2. Korintubréf 5.21
12
Vitnaðu ætíð um gæsku Drottins
„Og þeir hafa sigrað hann fyrir blóð lambsins og fyrir orð vitnisburðar síns, og eigi var þeim lífið svo kært, að þeim ægði dauði” (Opinberunarbók Jóhannesar 12.11).
Það er aldrei of oft talað um þörf okkar Guðs barna að læra að telja blessanir okkur og vitna um gæsku Guðs í lífi okkar. Að vitna um kraftaverkið sem þú meðtókst er ein leið til að halda því. Lærðu að vitna ávallt um gæsku Guðs. Hann hefur gert svo mikið fyrir okkur sem við ættum að vera þakklát fyrir. Biblían segir að Hann hleður á okkur daglega góðum hlutum (Sálmur 68.19 King James útgáfa) og miskunn hans er ný hvern morgun og mun vera til eilífar. Kærleikur hans bregst aldrei.
Það er engin furða að sálmaskáldið lýsti þessu yfir: „Hversu mikil er gæska þín, er þú hefir geymt þeim er óttast þig, og auðsýnir þeim er leita hælis hjá þér frammi fyrir mönnunum.” (Sálmur 31.20). Guð er góður. Hann heldur engum góðum hlutum frá börnum sínum, sem þýðir að það er ekkert sem þig mun einhvern tímann vanta sem hann er ekki meira en tilbúinn til að gefa þér ef þú biður í trú. Í Rómverjabréfinu 8.32 stendur: „Hann sem þyrmdi ekki sínum eigin syni, heldur framseldi hann fyrir oss alla, hví skyldi hann ekki líka gefa oss allt með honum?”
Gæska Guðs og trúfesti eru frá eilífð til eilífðar, vitnaðu um það ávallt. Það gæti verið að þú hafir öðlast lækningu eða fjárhagslega blessun. Sálmaskáldið segir: „Svo skulu hinir endurleystu Drottins segja, þeir er hann hefir leyst úr nauðum” (Sálmur 107.2). Vitnaðu um kraftaverkið og þannig gefur þú Guði dýrðina af því sem Hann hefur gert
Mundu, að Drottinn vill að þú deilir þínum vitnisburði um gæsku hans til annarra, vegna þess að vitnisburður þinn mun örva trú hjá öðrum. Það sem meira er, því meira sem þú vitnar um gæsku Drottins þeim mun meira blessar hann þig með stærri kraftaverkum. Þráir þú að upplifa fleiri kraftaverk í lífi þínu? Vitnaðu þá! Segðu öllum sem eru í kringum þig, hversu stórkostlegur gæskuríkur og góður Drottinn hefur verið þér.
Bæn
Kæri himneski Faðir, ég þakka þér fyrir kærleika þinn, náð og miskunn! Í dag er hjarta mitt fullt af gleði og munnur minn syngur þér lof fyrir gæsku þína og miskunn í minn garð! Hvar sem ég fer í dag, vitna ég um mikilleika þinn og segi frá dásemdarverkum þínum í lífi mínu, í Jesú nafni. Amen.
Nánari lestur
Markúsarguðspjall 5.18-20
Davíðssálmur 136.1-3
13
Meira en „fylgismenn Krists!“
„...Í Antíokkíu voru lærisveinarnir fyrst kallaðir kristnir” (Postulasagan 11.26).
Þegar þú spyrð: „Hver er kristinn?” þá er eitt þeirra svara sem þú getur verið viss um að fá er: „Kristinn er sá sem fylgir Kristi.” Orðið kristinn kemur frá gríska orðinu „Christianos” og þýðir sá sem fylgir Kristi.
Samt sem áður er það áhugaverður punktur að það var ekki Guð sem kallaði trúaða „kristna” heldur voru það vantrúaðir í Antíokkíu (Postulasagan 11.26) sem gáfu lærisveinunum þetta nafn og það hefur haldist við síðan þá. Við erum ekki kallaðir kristnir vegna einhvers andlegs skipulags, það voru vantrúaðir sem kölluðu okkur því nafni. Það var besta leiðin til að lýsa hinum trúuðu.
Jú, við fylgjum Kristi, en við erum meira en bara fylgjendur. Eina ástæðan fyrir því að við getum fylgt eða líkt eftir Jesú er að við höfum hans líf: „Og þetta er vitnisburðurinn, að Guð hefur gefið oss eilíft líf og þetta líf er í syni hans. Sá sem hefur soninn á lífið, sá sem ekki hefur Guðs son á ekki lífið.”( 1 Jóhannesarbréf 5.11-12). Þú meðtókst líf og eðli Guðs þegar þú endurfæddist, gamla lífinu var skipt út fyrir hið nýja. Þú ert núna einn með Guði.
Þetta er raunveruleiki Kristindómsins, það er tifandi líf Guðs í þér. Guðdómsleiki hans að verki í þínum mannlega anda. Þetta gerir þig að hluttakanda í guðlegu eðli. (2 Pétursbréf 1.4). Þannig að ef einhver spyr þig „hver er kristinn” Segðu þeim þá, það að vera kristinn er ekki bara að fylgja Kristi, heldur sá sem er fæddur af Guði og er eitt með honum. Sá sem hefur skipt út gamla lífinu fyrir það nýja og fengið Heilagan anda sem býr innra með honum. Dýrð sé Guði.
Játning
Ég hef líf Guðs í mér; ég er enginn venjulegur maður! Guðlegt líf Drottins hefur komið í stað mannlegs lífs; tilvist guðleikans flæðir nú um sérhvern vef veru minnar. Þess vegna er ég ekki aðeins fylgismaður Krists, heldur sá, sem geymir guðleikann í sér.
Nánari lestur
2. Pétursbréf 1.4
Jóhannesarguðspjall 1.12-13
14
„Taktu stigann með þér!“
„Alltaf að skipa og skipa, skipa og skipa — skamma og skamma, skamma og skamma — ýmist þetta, ýmist hitt” (Jesaja 28.10).
Þegar þú klífur upp stiga framgangs er mikilvægt að þú takir stigann með þér svo að þú getir notað hann til að klifra upp næsta stig. Þegar ég segi: „taktu stigann með þér” meina ég að þú átt ekki að gleyma grundvallaratriðunum, sem komu þér á þann stað sem þú ert í dag. Þú átt að taka þau með þér því að þau eru sömu grundvallarreglunar sem þú þarft á að halda fyrir næsta svið framgangs.
Að gleyma grundvallarreglunum færir þig í óróleikatíma og Drottinn vill ekki að það hendi þig. Hann vill að þú upplifir stöðugt stærri og meiri sigra, dýrð og stöðuhækkanir. Það er til dæmi um fólk sem, þegar það endurfæddist, elskaði að biðja í einrúmi og með öðrum trúuðum. En eftir því sem því gekk betur í vinnunni, viðskiptunum eða í sínum starfsframa, hafði það minni og minni tíma fyrir Drottinn. Það byrjaði að sverta staðinn og mikilvægi bænarinnar. Fólkið „gleymi að taka stigann með sér” Þegar síðan hrikti í stoðum lífs þeirra leitaði það í viskubrunn manna í stað Guðs.
Ég vil skora á þig í dag að gleyma ekki því sem virðist smáræði sem komu þér á það stig framgangs sem þú ert á í dag. Vertu stöðugur í bæninni og bjóddu fram aðstoð þína í kirkjunni. Vertu viðbúinn því að prédika fagnaðarerindið af ástríðu. Vaknaðu snemma til að rannsaka Orðið. Gakktu í kærleika og auðmýkt. Allt þetta eru stigar sem Guð getur notað til að færa þig inn á nýtt svið. Vanræktu hann ekki.
Það er orðið tímabært að taka upp stigann. Ef þú hefur gleymt þínum, farðu til baka til þessara grundvallagilda og gerðu þau almennilega!
Bæn
Kæri Faðir, Ég þakka þér fyrir Orð þitt sem ég hef tekið við í dag. Hjálpaðu mér ávallt að minnast hinna mikilvægu grunngilda fagnaðarerindisins og að lifa samkvæmt þeim, er þú færir mig af einu stigi velgengni til annars stigs, í Jesú nafni. Amen.
Nánari lestur
Hebreabréfið 5.12 (WNT)
15
Láttu Drottin ganga fyrir!
„Og hann er höfuð líkamans, kirkjunnar, hann sem er upphafið, frumburðurinn frá hinum dauðu. Þannig skyldi hann verða fremstur í öllu” (Kólossubréfið 1.18).
Það er mikilvægt að þú áttir þig á því sem barn Guðs að þú ert fyrst kristinn áður en þú ert nokkuð annað. Kristur er miðpunktur líf þíns, síðan kemur foreldrahlutverkið, makahlutverkið, vinnufélaginn í vinnunni o.s.frv .Þú verður að hafa Drottin sem miðpunkt á því sem þú gerir.
Leyfðu aldrei neinu að taka í burtu ástríðu þína á Drottni eða láta hollustu þína við andleg málefni þverra. Gerðu upp huga þinn að láta ekkert slökkva þorsta þinn eftir hlutum frá Andanum. Til er fólk sem minnkaði hollustu og staðfestu við andlega hluti í kirkjunni þegar það gifti sig. Það sótti ekki lengur samkomur í vikunni, bænastundir eða aðra skipulega dagskrá í kirkjunni vegna þess að það þurfti að eyða tímanum með maka sínum og börnum. Sumt fólk eyðir jafnvel ekki miklum tíma í biðja og leggja stund á Biblíuna lengur vegna vinnu sinnar eða vandmálum tengdum fjölskyldunni. Þannig ætti þetta ekki að vera
.Láttu ekki hjónabandið, nýju vinnuna eða eitthvað annað draga úr ástríðu þinni við Drottin og hollustunni við hið andlega. Biblían segir að andlegar æfingar hafa eilíft gildi: „Líkamleg æfing er nytsamleg í sumu, en guðhræðslan er til allra hluta nytsamleg og hefur fyrirheit bæði fyrir þetta líf og hið komanda.” (Tímótesuarbréf 4.8).
Þú gætir jafnvel notað það að þú sért í hjónabandi til þess að ná til para með fagnaðarerindið um Jesú Krist. Það er hægt að ala börn upp í guðsótta og góðum siðum án þess að hollusta við Drottinn þverri. Vertu aldrei svo upptekinn af öðrum hlutum að þú leitir ekki Drottins fyrr en í óefni er komið. Láttu hann vera miðpunkt lífs þíns.
Guð gaf þér ekki vinnu svo að hún gæti tekið stöðu hans í lífi þínu. Hann gaf þér heldur ekki heimili til þess að þú myndir verða svo upptekinn að það bitnaði á samfélagi þínu við hann. Mundu það þú ert umfram allt kristinn. Láttu hann vera miðpunkt líf þíns. Hann verðskuldar það sannarlega.
Bæn
Kæri himneski Faðir, ég lýsi því yfir að þú ert Drottinn lífs míns og persónuleiki dýpstu og hreinustu ástúðar. Ég heiti því að veita þér ávallt forgangsrými í lífi mínu, í þeirri vissu að er ég leita þín fyrst með því að framkvæma vilja þinn, munt þú fegra líf mitt og allt sem mig varðar, í Jesú nafni. Amen.
Nánari lestur
Matteusarguðspjall 6.33
2. Mósebók 20.2-3
Jesaja 48.12
16
„Komdu hingað upp!“
„Og þeir heyrðu rödd mikla af himni, sem sagði við þá: ,,Stígið upp hingað…” (Opinberunarbók Jóhannesar 11.12).
Guð vill ekki að þú hafir það of þægilegt þar sem þú ert í dag. Hann vill að þú farir upp á við. Hann vill að þú farir upp á við inn á svið meiri dýrðar. Vertu ekki bara á góðum stað, vertu á besta staðnum. Þegar þú tekur út vöxt í Kristi væntir Drottinn þess að þú skiljir góðu hlutina eftir til að öðlast það besta. Hann vill þú uppgötvir það dýrðarsvið sem hann hefur fyrirbúið sínum börnum og það er pláss fyrir hvern sem er á þessu sviði lífsins.
Það er til dæmis gott að fá lækningu af sjúkdómi eða veikindum. Það er gott þegar einhver sem verður skyndilega gjaldþrota meðtekur fjárhagslegt kraftaverk. En það er ekki hið besta sem Guð hefur fyrir börnin sín. Hann vill að þú lifir með þá opinberunarþekkingu að þú ert ekki sjúkur sem ert að reyna að fá lækningu eða fátækur sem er að reyna hafa meira en nóg. Hann vill að þú komist á þann stað þar sem þú veist ekki hvað það er að upplifa skort. Með öðrum orðum vill hann að þú komir upp á hærra svið, þinn stað arfleiðar í Kristi Jesú þar sem þú blómstrar og öllum þörfum þínum er mætt. Það er staður krafts og valds yfir djöflinum og árum heljar. Þar átt þú heima.
Ég skora á þig í dag að færa þig upp á þitt dýrðarsvið, stað sem er fyrir þig. Þetta er staður gleði, friðar og árangurs. Það er staðurinn sem Guð starfar á. Allt sem þú þarft að segja er: „Já þar á ég heima” og þú munt sjá dýrð Guðs birtast í þínu lífi á óvenjulegan hátt og viska, kraftur og náð Guðs mun starfa í þér á yfirnáttúrulegan hátt.
Beygðu sjálfan þig undir orð Guðs, láttu það skjóta rótum í anda þínum, sálu þinni og líkama, þá mun Orð Guðs mun færa þig inn á hærra svið dýrðar.
Játning
Kæri himneski Faðir, Ég þakka þér fyrir að lyfta mér upp á svið gnægðar þar sem ég upplifi ætíð gleði, frama og velgengni! Ég gleðst af því að ég veit að ég er á þeim stað sem ég hef erft í Kristi Jesú. þar sem mér vegnar vel og þörfum mínum er mætt, í Jesú nafni. Amen.
Nánari lestur
1. Korintubréf 13.11
5. Mósebók 2.2-3
Opinberunarbók Jóhannesar 4.1
17
Gefðu „ákærandanum“ engan grið!”
„Og ég heyrði mikla rödd á himni segja: ,,Nú er komið hjálpræðið og mátturinn og ríki Guðs vors, og veldi hans Smurða. Því að niður hefur verið varpað kæranda bræðra vorra, honum sem þá kærir fyrir Guði vorum dag og nótt““ (Opinberunarbókin 12.10).
Ein lykilaðferða djöfulsins til að halda fólki föngnu er að minna það stöðugt á fortíð þess. Hann ásækir það með hugsunum og myndum af öllu því ranga sem það gerði einhvern tíma. Stundum gæti hann sagt þér hversu gagnslaus þú ert, gefið þér nóg af ástæðum fyrir því að þú munir verða undir í lífinu.
Köllun Guðs með líf þitt var greinilega tjáð áður en heimurinn varð til. Hann ákvað að þú yrðir gæfusamur í lífinu. Þess vegna ættir þú ekki að leyfa djöflinum að gefa þér slæman dag í gegnum ásakanir sínar. Mundu að hann er titlaður sem: „ásækjandi bræðranna” og hann er snjall í þessu vegna þess að hann hefur verið lengi að.
En þegar djöfullinn heldur áfram færa myndir inn í huga þinn af öllu því „illa“ sem þú gerðir í fortíðinni eða lífi sem þú lifir eitt sinn, skaltu minna hann á að þú sért ný sköpun og þarf afleiðandi hafi þú enga fortíð: „Ef einhver er í Kristi, er hann skapaður á ný, hið gamla varð að engu, sjá, nýtt er orðið til” (2. Korintubréf 5.17). Beygðu þig aldrei undir ásakanir djöfulsins, jafnvel þegar þú hefur gert eitthvað rangt. Veltu þér ekki upp úr þeim hugsunum, heldur skaltu gera það sem Orðið segir: „Ef vér játum syndir vorar, þá er hann trúr og réttlátur, svo að hann fyrirgefur oss syndirnar og hreinsar oss af öllu ranglæti.” (1 Jóhannesarbréf 1.9)
Í Rómverjabréfinu 6.14 segir Guð: „Synd skal ekki drottna yfir yður.” Þannig að þegar þú gerir eitthvað rangt, skaltu ekki láta það drottna yfir þér. Sittu ekki bara með hendur í skauti við að hugsa hið versta, biddu heldur Drottin um að fyrirgefa þér og hann mun gera það. Áttaðu þig á því að Guð elskar þig. Hann elskaði þig frá grundvöllun heimsins, jafnvel áður en þú hafði vit á að gera rétt eða rangt. Ást hans til þín er eilíf og skilyrðislaus.
Ef djöfullinn minnir þig á fortíð þína, minntu hann þá á framtíð hans: „Og djöflinum, sem leiðir þá afvega, var kastað í díkið elds og brennisteins, þar sem bæði dýrið er og falsspámaðurinn. Og þeir munu kvaldir verða dag og nótt um aldir alda” (Opinberunarbókin 20.10). Neitaðu að láta mistök fortíðar þinnar sökkva þér í sút og byrjaðu að lýsa dýrðarframtíð þinni í Kristi Jesú.
Játning
Ég er ný sköpun í Kristi Jesú, hreinsaður af synd og hreinsaður af öllu ranglæti! Ég neita því að láta ásakanir djöfulsins ýta við mér, þar sem ég veit að ég er réttlæti Guðs í Kristi Jesú og þess vegna er nú ekki hægt að fordæma mig. Hallelúja.
Nánari lestur
Jakobsbréfið 4.7; 1. Pétursbréf 5.8-9; Davíðssálmur 103.12
18
Verkamenn síðustu tíma fyrir uppskeru síðustu tíma!
„Og hann sagði við þá: ,,Uppskeran er mikil, en verkamenn fáir. Biðjið því herra uppskerunnar að senda verkamenn til uppskeru sinnar “” (Lúkasarguðspjall 10.2).
Að útbreiða góðu fréttirnar um hjálpræði Krists ætti að hafa forgang í lífi þínu. Það er þetta sem þér hefur verið fengið að gera sem kristnum einstaklingi. Jesús sagði: „Farið út um allan heim, og prédikið fagnaðarerindið öllu mannkyni.”. Þú ert verkamaður Guðs fyrir endatímauppskeruna.
Þér hefur verið falið að prédika fagnaðarerindið en ekki lögmálið. Lögmálið réttlætir engan. Aðeins góðu fréttirnar um hjálpræðið sem Jesús færði getur gert menn af sonum Guðs: „og að sérhver, er trúir, réttlætist í honum af öllu því, er lögmál Móse gat ekki réttlætt yður af“ (Postulasagan 13.39).
Þeir sem prédika samkvæmt lögmálinu segja þér það að vera með úr, eyrnalokka, hálsfesti eða nota farða sé ekki kristilegt. Þeir prédika að konur eigi ekki að vera í buxum eða prédika í kirkju. Þeir prédika boðskap „um það sem má og ekki má.” Þetta eru ekki góðu fréttirnar sem Jesús fól okkur að prédika. Prédikaðu boðskap Jesú og ekkert annað. Útbreiddu boðskapinn um manninn sem kom til að frelsa heiminn
Jesús fór um borgir og þorp og inn í samkunduhús Gyðinga, prédikaði fagnaðarerindið um ríkið og læknaði sjúka og fatlaða meðal fólksins. Þegar hann sá mannfjöldann, kenndi hann til með honum vegna þess að fólkið var þreytt og umkomulaus, eins og sauðir er engan hirði hafa. Þess vegna þráir hann í dag að hafa fólk sem er trúfast í því að útbreiða fagnaðarerindið.
Kannastu við þitt hlutverk sem sá sem hefur verið helgaður af Guði til vera trúfastur þjónn og prestur sáttargjörðarinnar. Þú hefur verið smurður til að prédika og kenna fagnaðarerindið, því að fagnaðarerindið er kraftur til að frelsa og færa menn frá synd og myrkri inn í ríki Guðs þar sem ljósið skín. Páll postuli sagði: „Ég fyrirverð mig ekki fyrir fagnaðarerindið. Það er kraftur Guðs til hjálpræðis hverjum þeim sem trúir ...” (Rómverjabréfið 1.16)
Guð þráir menn og konur sem eru helguð honum og frelsa fólk með orði Guðs. Þú ert sá karlmaður, þú ert sú kona. Þú ert verkamaður Drottins í endatímauppskerunni.
Bæn
Kæri Drottinn, í dag tek ég mér stöðu í þjónistu sáttargjörðarinnar og verkamaður hinna síðustu tíma við uppskeru hinna síðustu tíma. Ég bið þess að í dag leiðir þú mig og vísir mér til vegar er ég meðtek hinar góðu fréttir um hjálpræði Krists til handa þeim sem ég á samskipti við. Þú hefur búið hjörtu þeirra undir að taka við boðskap fagnaðarerindisins, í Jesú nafni. Amen.
Nánari lestur
2. Korintubréf 5.18-19
1. Korintubréf 4.1-2
19
Aðeins EITT líf!
„Kenn oss að telja daga vora, að vér megum öðlast viturt hjarta” (Davíðssálmur 90.12).
Það uppörvar mig ávallt þegar ég hugsa um bæn sem yndislegur prestur bað fyrir mörgum árum: „Drottinn þú veist að ég lifi aðeins einu sinni, láttu mig ekki sóa því heldur lifa lífi mínu fyrir þig.“ Þvílík bæn. Þú ættir að vera þér meðvitandi að þú munt ekki alltaf vera til staðar hér á jörðu. Í Biblíunni stendur að einn dag munu himnarnir með miklum gný líða undir lok, frumefnin sundurleysast í brennandi hita og jörðin og þau verk, sem á henni eru, upp brenna.( 2. Pétursbréf 3.10) Áður en til þess kemur munum við vera hjá Drottni og sérhver okkar þarf að sýna verk okkur frammi fyrir honum.
Hverjum og einum okkar hefur verið gefin sami fjöldi klukkustunda á hverjum degi, en hvernig þú notar þá er á þína ábyrgð og það er það sem máli skiptir. Móse hafði þetta í huga þegar hann bað til Drottins: „Kenn oss að telja daga vora” (Davíðssálmur 90.12). Það er forgangsatriði hjá Guði að vinna menn til fylgis við sig, þannig að ef þú vilt fjárfesta tíma þínu í eitthvað, skaltu nota hann til að vinna menn til Guðs. Láttu að það vinna menn til Guðs, hafa forgangsatriði í lífi þínu. Ég tók ákvörðun fyrir mörgum árum að nota líf mitt til þess að vinna menn til Guðs.
Þegar ég var ungur maður í menntaskóla, hélt margt fólk að ég væri að sólunda tíma mínum vegna þess að ég fór staða á milli og prédikaði Orð Guðs. Árin hafa liðið og Guð hefur látið mig axla meiri ábyrgð og fleira fólk til að tala við, jafnvel um allan heim. Kannski ert þú ungur í dag og hugsar með þér: „Ég hef nógan tíma ég mun prédika þegar ég er kominn á eftirlaun” eða sért gamall orðinn og hugsar kannski með þér að þú hafir ekkert að gefa lengur. En hugsaðu málið aðeins nánar.
Helgaðu sjálfan þig því að prédika fagnaðarerindið með öllu því sem þú átt til. Notaðu tíma þinn, peninga þína og krafta til útbreiðslu fagnaðarerindisins, því það er það sem gefur lífi þínu tilgang. Mundu að þú hefur engan aukatíma og þú hefur aðeins eitt líf. Notaðu það til að útbreiða fagnaðarerindið um Jesú Krist.
Bæn
Kæri Faðir, ég lifi aðeins einu sinni, vertu því svo vænn að hjálpa mér að lifa því á réttan hátt! Hjálpaðu mér að fjárfesta í tíma mínum, kraft og hæfileika, aðeins á þeim sviðum sem veita þér dýrð og heiður. Kenndu mér að nota sérhvert tækifæri til þess að boða þeim fagnaðarerindið sem hafa ekki kynnst þér, og hjálpaðu mér í dag til þess að vera skilvirkur og ávaxtasamur vitnisburður um upprisu Krists, í Jesú nafni. Amen.
Nánari lestur
2. Korintubréf 5.18
2. Tímóteusarbréf 4.2
20
Fjárfestu í persónuleika þínum!
„Og hann sagði við þá: ,,Gætið yðar, og varist alla ágirnd. Enginn þiggur líf af eigum sínum, þótt auðugur sé““ (Lúkasarguðspjall 12.15 MSG)
Viðvörun Meistarans í versunum hér að ofan að lykilatriðið í lífinu er ekki brjálaður eltingarleikur eftir efnislegum eignum, vegna þess að lífið fjallar ekki um það sem þú átt, heldur um það sem þú ert. Þess vegna verður þú að fjárfesta og leggja rækt við persónuleika þinn. Það sem þú ert hið innra, persónuleiki þinn er það sem skiptir máli en ekki gnægtir eigna þinna.
Vertu meðvitaður um að fjárfesta í sjálfum þér, í huga þínum í persónuleika þínum. Þegar þú byggir persónuleika þinn til vera persónuleiki festu og einkenna, mun það vera sýnilegt í lífi þínu og líf þitt mun fara frá dýrð til dýrðar.
Gerðu upp huga þinn að verða einhver í stað þess að hafa eitthvað. Fyrsta skrefið er að byrja að hugleiða og lesa orð Guðs og færa það þannig inn í anda þinn. Það að hugleiða orðið mun gefa þér mikinn árangur (Jósúabók 1.8). Það þýðir að þér mun vel farnast í öllu sem þú tekur þér fyrir hendur. Byrjaðu einnig að huga að fræðsluefni sem mun þjálfa huga þinn. Ef þú ert nemandi í skóla, láttu þá ekki ginna þig í slæman félagsskap. Þjálfaðu fremur anda þinn og huga staðfastlega. Þannig markar þú veginn fyrir líf frá dýrð til dýrðar.
Á næstu dögum mun nýtt ár hefja göngu sína og þegar þú gerir áætlun fyrir hið nýja ár vil ég skora á þig að fjárfesta í persónuleika þínum. Byggðu sjálfan þig upp með réttri kennslu. Mundu að þegar þú blómstrar hið innra mun ekkert stöðva það að það sjást hið ytra.
Bæn
Kæri Drottinn, þakka þér fyrir þá visku sem mér hefur hlotnast í dag og kennir mér að fjárfesta meðvitað í anda mínum, huga mínum og persónuleika mínum svo að ég geti haft áhrif á heiminn í kringum mig. Ég bið þess að þú hjálpir mér að hafa áhrif á himinn minn með því að fela þér persónuleika minn, í Jesú nafni. Amen.
Nánari lestur
Lúkasarguðspjall 12.15
Matteusarguðspjall 6.31-33 CEV
21
Kærleiki: Táknmynd árstíðarinnar!
„Því svo elskaði Guð heiminn, að hann gaf son sinn eingetinn, til þess að hver sem á hann trúir glatist ekki, heldur hafi eilíft líf” (Jóhannesarguðspjall 3.16).
Vanalega, á þessum tíma árs dylst varla neinum að jólin eru að koma, þar sem hvarvetna má sjá skreytingar, ljósadýrð og einnig kátínu og eftirvæntingu í augum fólksins. Samt sem áður er það mikilvægt mitt í undirbúningi jólanna að vita hvað þessi árstíð felur í sér, nefnilega kærleika, en hann er táknmynd jólanna. Þetta er sá tími árs þar sem fólk út um allan heim sýnir kærleika, hlýhug og örlæti, og væntir þess að fá það endurgoldið.
Þetta er ekki tími til að vera langlyndur vegna þess að kærleikurinn er táknmynd þessa tímabils og það sem jólin tákna. Það sem við fögnum á Jólum er í raun kærleikur Guðs til mannkyns, sá kærleikur knúði hann til senda sinn eingetna og dýrmæta son til deyja fyrir syndir alls mannkyns. Jesús dó ekki vegna jólanna. Hann dó vegna alls heimsins. Þannig ættu allir að gleðjast yfir því sem Jesús gerði. Hann er fullkomna ímynd hins skilyrðislausa kærleika.
Í Biblíunni stendur: „En Guð auðsýnir kærleika sinn til vor, þar sem Kristur er fyrir oss dáinn meðan vér enn vorum í syndum vorum. Á þessum tíma, jólum, ættir þú að hugleiða hversu mikinn og ómælanlegan kærleika Guð hefur gagnvart þér. Í Biblíunni er talað um breidd kærleika hans, lengd, dýpt og hæð sem gnæfir yfir alla þekkingu (Efesusbréfið 3.19). Það er fyrir utan mannlegan skilning. Hann elskar þig jafnmikið og hann elskar Jesú.
Ég vil að þú íhugir þetta í dag. Kærleikur Föðurins gagnvart þér og boð hans til þín að elska þá sem eru í kringum þig á sama hátt og hann elskar þig: „Verðið því eftirbreytendur Guðs, svo sem elskuð börn hans. Lifið í kærleika, eins og Kristur elskaði oss og lagði sjálfan sig í sölurnar fyrir oss svo sem fórnargjöf, Guði til þægilegs ilms” (Efesusbréfið 5.1-2).
Það finnst ekki betri tími en nú til að sýna kærleika Jesú til þeirra sem eru í kringum þig. Notfærðu þér þessa árstíð og gerðu eitthvað sérstakt fyrir einhvern í dag. Það gætu verið vinir þínir, fjölskyldumeðlimir, vinnufélagar eða jafnvel fólk sem er sært og líður illa sem er í kringum þig. Það eru margir í dag sem þurfa á huggun og kærleika að halda. Það gefst því gott tækifæri til þess að sýna þeim kærleika, því að kærleikurinn er táknmynd þessarar árstíðar.
Bæn
Kæri Faðir, ég þakka þér fyrir að senda mér Son þinn Jesú til þess að deyja fyrir syndir heimsins og færa okkur eilíft líf! Ég met mikils kærleika þinn í minn garð og heiti þí að birta samferðafólki mínu þann sama kærleika í dag. Ég bið þess að þú leiðir mig og vísir mér leið til þeirrar manneskju sem þú vilt að ég leggi lið þessi jól, í Jesú nafni. Amen.
Nánari lestur
1. Jóhannesarbréf 4.7-9
22
Vertu meðvitaður um það sem þú berð úr býtum
„En Guð minn mun af auðlegð dýrðar sinnar í Kristi Jesú uppfylla sérhverja þörf yðar” (Filippíbréfið 4.19).
Sumir kristnir menn eru meðvitaðri um hvað þeir hafa ekki, heldur en það sem tilheyrir þeim samkvæmt fagnaðarerindinu, sem segir að við höfum allt sem við þurfum í Kristi Jesú (Efeusbréfið 3.8). Þannig ætti það ekki að vera. Þú ættir stöðugt að vita hvað tilheyrir þér. Þannig hugarfar hafði Davíð og þess vegna sagði hann: „Drottinn er minn hirðir, mig mun ekkert bresta, á grænum grundum lætur hann mig hvílast” (Sálmur 23.1-2). Davíð vissi hvað hann átti og þannig hugarfar verður þú að hafa.
Sá sem veit ekki hvað hann hefur í Kristi Jesú er sá sem segir: „Ég myndi hafa gert þetta og hitt, en ég hafði ekki nóga peninga á bankareikningnum mínum.“ Hann mælir getu sína út frá þeim peningum sem eru á bankareikningi hans. Aftur á móti mælir sá sem er meðvitaður um allar þarfir hans (ekki bara sumar) séu uppfylltar samkvæmt ríkdómi dýrðar Jesú Krists, sjálfan sig samkvæmt því en ekki sínum verðleikum. (Filíppibréfið 4.19). Hann veit að þegar hann þarf að vinna að verkefni muni hann geta klárað það vegna þess að Guð er hans uppspretta.
Þetta hugarfar átt þú að hafa sem barn Guðs. Hugsaðu aldrei um það sem þú heldur að þig skorti, taktu eftir, ég notaði orðið „heldur” vegna þess að þú hefur í raun allt til alls: „Fyrir því stæri enginn sig af mönnum. Því að allt er yðar,”( Korintubréf 3.21). Þjálfaðu þig í gegnum orð Guðs að vera meðvitaður hvað tilheyri þér. Þannig starfaði Jesús þegar hann var hér á jörðinni. Hann vissi að allt sem Hann þurfti var til staðar, jafnvel þótt hann þyrfti að búa það til.
Næst þegar þú þarfnast einhvers og þú upplifir eins og það sé ekki til staðar, hugsaðu og segðu: „Allt er mitt”. Talaðu síðan um það sem þú þarft. Mundu að þú ert blessaður, útvalinn og hefur gnægtir til alls góðs verks. Þetta ætti að ávallt að vera hugarfar þitt.
Játning
Ég er vel birgur, öllum þörfum mínum er svarað samkvæmt ríkidæmi Guðs í dýrð Krists Jesú. Ég veit af gnægtum mínum, því að ég bý við allsnægtir, mig skortir ekki neitt! Allt sem ég óska mér í lífinu og guðleika hefur mér veið veitt í Kristi Jesú, og ég veit af þessum raunveruleika í dag. Amen.
Nánari lestur
2. Pétursbréf 1.3
Filippíbréfið 4.19 GNB
Lúkasarguðspjall 12.22-23 & 30
23
Gerðu Orð Guðs að akkeri þínu
„Hún (vonin) er eins og akkeri sálarinnar, traust og öruggt, og nær alla leið inn fyrir fortjaldið” (Hebreabréfið 6.19).
Akkeri er hlutur, oftast úr málmi, sem er notaður til að halda skipi á ákveðnum stað á sjónum eða vatninu. Það heldur skipinu kyrru og gerir það að verkum að skipið flýtur ekki í burtu, jafnvel þótt stormar blási og vindar berji á því. Akkerið heldur skipinu á sínum stað. Þetta er það sem Orð Guðs gerir í þínu lífi. Það er akkeri sálar þinnar. Það heldur þér sterkum þótt á móti blási, gerir þig staðfastan og óhagganlegan í því verki sem Drottinn hefur kallað þig til að gera (1 Korintubréf 15.58).
Þú munt ekki bogna undan erfiðum kringumstæðum ef þú gerir orð Guðs að akkeri í þínu lífi. Þú munt verða eins og maður sem Jesús greinir frá í Lúkasarguðspjalli 6.47-49: „Ég skal sýna yður, hverjum sá er líkur, sem kemur til mín, heyrir orð mín og breytir eftir þeim. Hann er líkur manni, er byggði hús, gróf djúpt fyrir og grundvallaði það á bjargi. Nú kom flóð og flaumurinn skall á því húsi, en fékk hvergi hrært það, vegna þess að það var vel byggt.”
Taktu gæðaákvörðun í dag að festa líf þitt stöðugt á Orði Guðs. Skipstjórinn veit að skipið er öruggt vegna þess að hann hefur látið akkerið niður á sjávarbotninn. Á sama hátt getur þú stjórnað kringumstæðum lífs þíns með því að byggja líf þitt á Orði Guðs.
Hugsaðu þig því ekki tvisvar um að standa á Orði Guðs í lífi þínu, hvort heldur það er heilsa þín, fjármál, vinna eða menntun. Leyfðu Guði að hafa síðasta orðið. Vertu gjörandi orðsins. Það mun halda þér stöðugum þegar allt riðar til falls. Orð Guðs mun halda þér í stöðugum sigri og framgangi.
Bæn
Kæri Faðir, þakka þér fyrir skilvirkni Orðs þíns í lífi mínu í dag — það er akkeri sálar minnar og traustur grundvöllur sem líf mitt er byggt á. Von mín á farsæli og dýrðlegri framtíð er byggð á Orði þínu sem býr ríkulega í mér! Traust mitt er á Orði þínu, sem umbreytir lífi mínu, í Jesú nafni. Amen.
Nánari lestur
1. Korintubréf 15.58
Júdasarbréfið 1.24-25
24
Það sem Drottinn vill frá þér þessi jól!
„En engillinn sagði við þá: ,,Verið óhræddir, því sjá, ég boða yður mikinn fögnuð, sem veitast mun öllum lýðnum: [11] Og hafið þetta til marks: Þér munuð finna ungbarn reifað og lagt í jötu““ (Lúkasarguðspjall 2.10-12).
Það er aðfangadagur jóla, og góður tími gefst til þess að rifja upp og meta að verðkeikum fæðingu, dauða, greftrun og upprisu Drottins okkar og Frelsara, Jesú Krists. Sem kristnir menn erum við afsprengi upprisunnar. Þess vegna er það líf sem við eigum glænýtt — líf upprisunnar: „Vér erum því dánir og greftraðir með honum í skírninni, til þess að lifa nýju lífi, eins og Kristur var upp vakinn frá dauðum fyrir dýrð föðurins“ (Rómverjabréfið 6.4).
En þú veist að fæðing Jesú Krists sem fagnað er víðs vegar um heiminn um þetta leyti árs er alveg eins táknrænt og dauði hans, greftrun og upprisa. Það á því vel við, er þú undirbýrð þessa dýrðlegu hátíð að spyrja sjálfan þig: „Hvað vill Drottinn mér?“ Vill hann að þú endurgjaldir sér fyrir dauða Jesú Krists? Vitanlega ekki! En mikilvægast af öllu er það, að hann vill að þú viðurkennir dauða Jesú og tilgang þess dauða, því að hann fæddist til þess að deyja fyrir syndir alls heimsins! Þess vegna kom hann; til þess að frelsa mennina undan syndum sínum.
Guð vill að þú kannist við þennan sannleik í dag. Hann vill að þessi sannleikur hafi áhrif á líf þitt á þann hátt að það veiti samferðamönnum þínum innblástur gagnvart réttlæti. Hann vill að reynsla þín af sér verði skýr, með öðrum orðum, hann vill að þú hafir áhrif á heiminn þinn fyrir Jesú.
Mundu, að Jesús dó, en hann reis aftur upp frá dauðum og lifir í þér núna! Þess vegna vill hann að reynsla þín af frelsun þinni skipti heiminn máli. Þú ert málpípa hans; þú ert útréttar hendur hans. Gefðu þig honum á vald í dag og leyfðu honum að snerta líf einhvers annars í gegnum þig. Þess óskar hann frá þér þessi jól; að nota þig sem hjálpræðisfulltrúa sinn; að nota þig sem sáttasemjara sinn.
Bæn
Kæri himneski Faðir, ég þakka þér fyrirfæðingu Jesú Krists sem fagnað er um allan heim um þessar mundir; ég bið þess að tilgangur fæðingar Krists, dauða, greftrun og upprisu verði mér lífsnauðsynleg reynsla, ekki aðeins í mínu eigin lífi, heldur í lífi vina minna, fjölskyldumeðlima, ástvina og allra þeirra sem fagna jólahátíðinni,, í Jesú nafni. Amen.
Nánari lestur
2. Korintubréf 5.18-19
Jesaja 9.6
25
Raunveruleg merking jólanna!
„Yður er í dag frelsari fæddur, sem er Kristur Drottinn, í borg Davíðs”(Lúkasarguðspjall 2.11).
Á þessum degi um allan heim eru öll börn Guðs að halda jólin—í tilefni fæðingar frelsara okkar Jesú Krists. En hvað tákna jól? Hver er hinn andlegi þáttur og hvaða gagn höfum við mannanna börn af fæðingu Jesú Krists? Orðin “J-Ó-L” (á ensku: CHRISTMAS), hvað merkir það?
„C”-ið í Christmas (enska Christ) merkir að Kristur hafi komið. Með öðrum orðum, Kristur er hérna núna. Kristur er fæddur!
“H”-ið stendur fyrir von (enska hope); von okkar er í Kristi og hún uppfyllt vegna þess að Kristur hefur komið. Þú ert nú í hvíld og friði, hversvegna? Kristur er hér og von þín um dýrðlegt og framgangsríkt líf er uppfyllt.
“R”-ið merkir réttlæti! (enska righteousness) Þar sem Kristur hefur komið og vonin hefur verið uppfyllt þá tilheyrir réttlætið þér í dag. Það er engin þörf fyrir að erfiða til að geðjast Guð með okkar eigin réttlætisverkum. Hann hefur gert okkur að ímynd réttlætis hans. “Þann sem þekkti ekki synd, gjörði hann að synd vor vegna, til þess að vér skyldum verða réttlæti Guðs í honum” 2. Kór 5.21
“I”- ið táknar arfleifð! (enska Inheritance) Þér hefur verið tileinkaður arfur!, Þú ert ekki lengur venjulegur maður! Þú ert ekki lengur fátækur. Það er ekki undarlegt að Biblían lýsi því yfir að þú sért samerfingi með Kristi. Róm 8.17
“S”-ið (Enska salvation) merkir að hjálpræðið er til staðar vegna þess að Kristur hefur komið.
“T”-ið (enska Tell) bendir á segja þeim sem ekki vita að Kristur hefur komið.
“M”-ið (ministry) vísar til þjónustu. Það táknað að þú takir stöðu þína sem boðberi sáttargjörðar! Þú hefur verið gerður að þjóni fagnaðarerindisins. Þér hefur verið falin sú þjónusta að segja þeim sem ekki hafa heyrt að Kristur hafi komið. Hver er þá boðskapur þeirrar þjónustu?
Hann er það sem “A” –ið (acceptance) stendur fyrir – að vera samþykktur af Guði. Þetta er það sem okkur hefur verið falið að segja öllum að á jólum voru þeir samþykktir. Hvílík þjónusta! Að segja heiminum að hann hafi verið samþykktur. Það skiptir ekki máli hvað þú hefur gert, hvar þú hefur verið og hvernig þú hefur hagað lífi þínu. Faðirinn hefur tekið við þér eins og þú ert. Guð tilreiknar þér ekki syndir þínar gegn þér. 2. Kórintubréf 5.19
Síðasti stafurinn í “Christmas” bendir á sonarréttinn.(enska sonship) Það er sonarréttur núna. Sú staðreynd að við erum samþykkt í honum hefur gefið okkur stöðu sonar. Það er ekki að furða að postulinn Jóhannes “hrópar”: “Þér elskaðir, nú þegar erum ver Guðs börn og það er ekki ennþá orðið bert hvað vér munum verða” 1. Jóhannesarbréf 3.2 Þú ert ekki að vinna fyrir því aða verða sonur. Eða að reyna að geðjast Guði til að verða sonur hans. Nei, þú ert sonur núna. Þetta er innihald jólanna. Þegar þú nú heldur hátíð skaltu hugsa um þessa hluti , þá munu jólin verða þér sannarlega gleðileg. Njóttu þessa að eiga gleðilega jólahátíð.
Bæn
Kæri himneski Faðir, þakka þér fyrir fæðingu Jesú Krists sem hefur gert mér kleift að taka þátt í að breiða út guðlegt líf! Í dag kætist ég og fagna. Nú byggi ég skilning minn á þeirri merkingu sem jólin hafa nú. Þakka þér fyrir að gera mig eitt með þér, í Jesú nafni.
Nánari lestur:
Lúkasarguðspjall 2.9-14;
Jesaja 9.6
26
Þú getur lifað eins lengi og þú vilt
„Ég metta hann með fjöld lífdaga og læt hann sjá hjálpræði” (Davíðssálmur 91.16).
Það er útbreidd skoðun meðal margs fólks að dauðinn sé óhjákvæmilegur og að sjötugsaldur sé hinn ákvarðaði aldur þegar hægt sé að segja að maður sé tilbúinn að yfirgefa þennan heim og halda á vit eilífðarinnar. Þetta er fengið frá orðum Móse í Sálmi 90.10: “Ævidagar vorir eru sjötíu ár...”
Það er athyglisvert að Móse sem skrifaði þessi orð náði því að verða hundrað og tuttugu ára gamall. “Og Móse varð hundrað og tuttugu ára gamall, er hann andaðist.” 5. Mósebók 34.7 Hann sannaði þar með að þetta voru ekki guðleg tilsögn. Hann skrifaði þetta vegna þess að syndin hafði stytt æviskeið mannsins En vegna þess að hann, Móses, lifði í ljósi Guðs Orðs var líkami hans sterkur sem naut, jafnvel þegar hann dó.
Jesús kom til að fást við vandamál syndarinnar og Biblían segir að hann hafi fært bæði líf og ódauðleika fram í ljósið með fagnaðarerindinu, 2. Tímoteusarbréf 1.1o Það merkir að ef þú ert endurfæddur getur þú lifað eins lengi og þú vilt! Það er því ekki skrítið að Páll gat leyft sér að segja: “Ég á úr tvennu vöndu að ráða: Mig langar til að fara héðan og vera með Kristi, því að það væri miklu betra. En yðar vegna er það nauðsynlegra að ég haldi áfram að lifa hér á jörðu. Og í trausti þess veit ég að ég mun lifa og halda áfram að vera hjá yður öllum, yður til framfara og gleði í trúnni” Filippibréfið 1.23-25 .
Páll var að hugleiða með sjálfum sér: Ætti ég að fara héðan eða vera kyrr? Hann hafði komist að þessari niðurstöðu um leið og hann vissi að allt þangað til hann var tilbúinn að yfirgefa þennan heim gæti ekkert bundið enda á líf hans! Þegar hann var tilbúinn, sagði hann: “Ég hef barist góðu baráttunni, hef fullnað skeiðið, hef varðveitt trúna” 2. Tímóteusarbréfið 4.7 Þú getur lifað eins lengi og þú vilt sem barn Guðs vegna þess að dauðinn hefur verið brotinn á bak aftur. 2. Tímoteus 1.10 Biblían segir að síðasti óvinurinn sem verður að velli lagður er dauðinn, 1. Korintubréf 15.26, en dauðinn hefur þegar verið sigraður.
Veldu því langlífi! Ef þú ert þegar kominn á efri ár geturðu þó enn leiðrétt hugsunarhátt þinn og grundvallað hann á þessum boðskap sem ég er að deila með þér í dag! Trúðu á þennan sannleika! Veldu að lifa lengi og gleðiríku lífi fyrir Jesú. Líkt og Páll skaltu velja að uppfylla skeið þitt og örlög í Kristi með gleði.
Bæn
Kæri Drottinn, þakka þér fyrir að veita mér líf og ódauðleika fyrir fagnaðarerindi Jesú Krists! Þakka þér fyrir að hjálpa mér að sjá að mér er frjálst að velja langt og farsælt líf heilbrigðis og velgengni! Þakka þér fyrir að metta mig með fjöld lífdaga og að hjálpa mér að taka örlögum mínum og köllun í styrk og friði, í Jesú nafni. Amen.
Nánari lestur
Orðskviðirnir 3.1-2
5. Mósebók 34.7 MSG
2. Tímóteusarbréf 1.10
27
Gerðu ráð fyrir því að þú sért dáinn syndinni, en lifandi frammi fyrir Guði!
„Þannig skuluð þér líka álíta yður sjálfa vera dauða syndinni, en lifandi Guði í Kristi Jesú” (Rómverjabréfið 6.11).
Þegar kemur að því að trúa og taka á móti því sem Orð Guðs segir, ætti ekki að vera rúm fyrir efa, vantrú eða skoðanir! Þetta er hugsunin sem Páll postuli flytur okkur í ritningarversinu að ofan þegar hann segir: “Þannig skuluð þér líka álíta (reikna) sjálfa vera yður dauða syndinni , en lifandi Guði í Kristi Jesú” Rómverjabréfið 6.11 Orðið “reikna”sem notað er hér að ofan er dregið af gríska orðinu “logizomai” sem er í raun bókhaldslegt hugtak. Það þýðir að “gera birgðatalningu af einhverju” svo hér er ekki rúm fyrir skoðanir manna. Í bókhaldi ertu að fást við ákveðnar tölur og staðreyndir, ekki skoðanir.
Þegar Orðið segir þér að “reikna sjálfan þig sem dauðan syndinni en lifandi Guði” þá merkir það að þú átt að álíta sjálfan þig lausan undan stjórn eða yfirráðum syndar. Alveg eins og bókhaldarinn telur vörulagerinn, hann skilur ekki eftir neitt pláss fyrir ágiskanir í uppgjöri sínu, verður þú einnig að taka allt sem Guð segir um þig sem algjöran sannleika, - ekkert “og” eða “ef” og“en” Ef Guð segir að þú sért dáinn syndinni þá ertu dáinn syndinni. Þess vegna skaltu neita að láta synd ráða yfir þér.
Á sama hátt segir Biblían að þú sért meir en sigurvegari, Rómverjabréf 8.37. Skoðaðu því sjálfan þig sem slíkan og byrjaðu að lifa sem sigurvegari en ekki sem fórnarlamb. Það er svona sem þú átt að bregðast við Orðinu, þú lítur á það, reiknar með því sem algjörum veruleika. En auðvitað er það svo að ef þú vilt álíta sjálfan þig vera það sem Orðið segir þarftu að þekkja það. Þess vegna ættirðu að hafa óseðjandi löngun til Orðsins, láttu Orðið fara inn í anda þinn og reiknaðu með að allt sem það segir um þig sem þann eina sannleika sem þú lifir eftir. Láttu ekki vera neitt rými fyrir efa eða ályktanir, álíttu sjálfan þig vera nákvæmlega það sem Orðið segir – dauðann syndinni en lifandi Guði.
Bæn
Kæri Drottinn, ég gleðst og þakka þér í dag fyrir staðfestu þína og heilindi Orðs þíns. Ég skuldbind mig til þess að lifa eftir því, búast við því að ég sé dáinn syndinni en lifandi í þér! Ég lýsi því yfir að ég er það sem þú segir að ég sé, og ég á allt sem þú segir að ég eigi, í Jesú nafni. Amen.
Nánari lestur
Rómverjabréfið 6.12-13
28
Gleðidagur!
„Verið ávallt glaðir í Drottni. Ég segi aftur: Verið glaðir” (Filippíbréfið 4.4).
Drottinn hefur þegar sagt berlega að lokaniðurstaðan af sérhverri baráttu við hvers konar óvin sem þú mætir, enginn þeirra er fær um að gera þig viðskila við kærleika Guðs! Engin þrenging, háski, hungur eða ofsókn getur aðskilið þig frá dýrðarlífinu. Hversvegna? Þú hefur þegar sigrað þá í Kristi – bæði djöfulinn og sérhvern andstæðing sem kann að koma í veg fyrir þig: “Þér börnin mín, heyrið Guði til og hafið sigrað falsspámennina, því sá er meiri sem í yður er, en sá sem er í heiminum” 1. Jóhannesarbréfið 4.4
Þetta er sannarlega eitthvað til að hrópa og fagna yfir. Engin furða að í 1. Pétursbréfi 1.8 séum við hvött til: “að fagna með óumræðilegri og dýrðlegri gleði” Hafnaðu að leyfa neinu að kæfa gleði þina. Lærðu að fagna. Taktu þér tíma í dag til að dansa i lofgjörð og fagnaðu frammi fyrir Drottni, og þakkaðu honum fyrir kærleika hans, góðvild og margfaldar blessanir í lífi þínu.
Ef þú sest niður og ferð yfir líf þitt á þessu ári þá muntu komast að það er svo margt sem Drottinn hefur gert fyrir þig. Það er svo margt að fagna yfir og vera þakklátur fyrir. Þú hugsar ef til vill: Hvað með ef kringumstæður lífs míns eru ekki til að fagna yfir? Jæja, fagnaðu samt sem áður!
Biblían segir: “Þér munuð með fögnuði vatni ausa úr lindum hjálpræðisins” Jesaja 12.3 Hjálpræði er allt umlykjandi orð sem skírskotar til heilbrigðis, varðveislu, guðlegrar heilsu, árangurs, velgengni og sérhverrar blessunar sem dauði, greftrun og upprisa Jesú Krists ávann þér sem kristnum manni. Með öðrum orðum, til þess að þessar yndislegu blessanir hjálpræðisins verði lifandi reynsla í lífi þínu verður þú að læra að tileinka þér gleðina.
Það er þess vegna sem ég er að brýna fyrir þér í dag að fagna í Drottni af öllu þínu hjarta því þetta er nýr dagur í lífi þínu. Það er dagur blessana, kraftaverka og vitnisburða, - fagnaðardagur
Bæn
Kæri Faðir, þakka þér fyrir að fylla líf mitt gleði þinni. Ég gleðst af hjarta í þér í dag fyrir ástúð þína, náð og miskunn í minn garð! Lofsöngvar, þakkargjörð og gleði fylla hjarta mitt þennan dag, er ég hugsa um kærleika þinn og gæsku! Ég þakka þér fyrir að hafa fegrað líf mitt og gert mig að vitnisburði um náð þína, í Jesú nafni. Amen.
Nánari lestur
Filippíbréfið 3.1; Davíðssálmur 68.3-4
29
Vertu seinn til reiði!
„Uppstökkur maður fremur fíflsku, en hrekkvís maður verður hataður” (Orðskviðirnir 14.17 GNB)
Á göngu þinni með Drottni er eitt sem hann leitast við að koma til leiðar í lífi þínu. Það er að kærleikur hans komi fyllilega fram í gegnum þig þannig að þú verðir þolinmóður, auðmjúkur, góðviljaður og látir ekki auðveldlega reita þig til reiði. Þess vegna segir hann í Jakobsbréfinu 1.19: “...Hver maður skal vera fljótur til að heyra, seinn til að tala, seinn til reiði” Láttu þetta vara stöðuglega í lífi þínu.
Fólk sem missir stjórn á skapi sínu gerir heimskulega hluti. Það er þess vegna sem ég er að brýni fyrir þér í dag að láta aldrei reiði eða vont skap ná yfirhöndinni. Biblían segir: “Ver þú eigi fljótur til að láta þér gremjast, því gremja hvílir í brjósti heimskra manna” Predikarinn 7.9 Hefur þú lesið um Móses? Guð gaf honum þann vitnisburð að hann væri hógværasti maður á yfirborði jarðarinnar. 4. Mósebók 12.3 Móses gerði ekki flugu mein, eins og sagt er. En í eina skiptið sem Móses gaf sig reiði á vald þá kostaði það hann þjónustu hans. Guð sagði honum að tala til klettsins svo að vatn kæmi út handa börnum Israels, 4. Mósebók 20.8 en í reiði sinni yfir þrjósku Israelsmanna þá: “Síðan hóf Móse upp hönd sína og laust klettinn tveim sinnum með staf sínum . Spratt þá upp vatn mikið...” 4. Mósebók 20.11
Þá sagði Drottinn við hann: “Þá sagði Drottinn við Móse og Aron: Fyrir því að þið trúðuð mér eigi, svo að þið helguðuð mig í augum Israelsmanna, þá skuluð þið eigi leiða söfnuð þennan inn í landið sem ég hefi gefið þeim” 4. Mósebók 20.12. Þetta var endirinn hjá Móse. Hann fékk “rautt spjald” fyrir að missa stjórn á skapi sínu. Ég hvet þig í dag til að rannsaka 1. Kórintubréfið 13. kafla þar sem Biblían ræðir um gæðin í kærleika Guðs. Leyfðu aldrei reiði að æsa þig upp og fá þig til að gera hluti sem þú sérð eftir seinna meir.
Játning
Kæri Faðir, ég þakka þér fyrir að hafa prýtt mig hógværum og kyrrlátum anda, sem er í augum þínum svo dýrmætur. Ég er þolinmóður, góðviljaður, fullur miskunnsemi og ekki uppstökkur. Persónueinkenni kærleika Guðs birtast í mér í dag, í nafni Drottins Jesú Krists. Amen.
Nánari lestur
1. Korintubréf 13.4-5 CEV
Efesusbréfið 4.31-32
Efesusbréfið 4.26
30
Veldu hugsanir þínar
„ því að hann er eins og maður, sem reiknar með sjálfum sér“ (Orðskviðirnir 23.7)
Þú hefur hæfileikann að velja hvað þú hugsar um og hafna því sem þú ættir ekki að hugsa um. Þetta getur hljómað leyndardómsfullt fyrir sumu fólki vegna þess að hugur þeirra reikar stöðuglega um allar trissur. En Biblían segir: “… allt sem er satt, allt sem er göfugt, rétt og hreint, allt sem er elskuvert og gott afspurnar ....hugfestið það” Filippibréfið 4.8 Þetta gefur til kynna að þú getir stjórnað huga þínum til að hugsa aðeins réttar hugsanir! Þú getur haft vald á hugsunum þínum.
Hugsanir eru meira en ímyndanir, þær eru geðrænar myndir hugans sem geta gefið góð ráð eða haft eyðileggjandi áhrif. Oft á tíðum eru hugsanirnar þín eigin skoðun – þær eru sálrænar byggingar byggðar á eigin ímyndunum. Og þær hafa kraftinn til halda þér í fjötrum, eða leysa út það besta í þér.
Þess vegna er það, að nema maðurinn breyti hugsunnaferli sínum munu kringumstæður hans ekki breytast. Jafnvel Guð getur ekki gert neitt fyrir þann mann. Svo kröftugar eru hugsanir okkar og af þeirri ástæðu erum við eindregið hvött til þess í Ritningunni að velja hvað við hugsum um. Hugsaðu aðeins um það sem er satt, göfugt, rétt og hreint, allt sem er elskuvert og gott afspurnar. Láttu ekki huga þinn reika um í vondum hugsunum, agaðu huga þinn til að velja þær hugsanir sem þú getur samþykkt og unnið með. .
Biblían segir okkur að varðveita, standa vörð um, hjarta okkar. Orðskviðirnir 4.23. Ekki leyfa hvaða hugsun sem er að koma inn. Hafna hugsunum sem virka til að draga þig niður eða gera þig þunglyndan. Samþykktu hugsanir árangurs, gleði, sigurs og velgengni sem grundvallast á Orði Guðs.
Líf þitt fer eftir stefnu hugsana þinna, því þú ert persónan að baka hugsana þinna. Það skiptir því ekki máli hvað kemur fyrir þig, eða hvað óþægilegur kringumstæður þú ert í, þú getur annað hvort valið að vera í þeim áfram eða fara út úr þeim með því tileinka þér réttan hugsunarhátt. Skoðaðu kringumstæðurnar út frá sjónarhóli Guðs orðs, því ekkert í þessu lífi getur þá komið þér í koll.
Játning
Orð Guðs er í hjarta mínu og munni mínum; og er ég hugsa um og íhuga Orðið í dag, ber annríki dagsins í dag svipmót af vilja og tilgangi Guðs mér til handa í dag! Ég leiði hugann aðeins að því sem er í samræmi við örlög mín í Kristi — ég hugsa um sigur, vöxt, velgengni, heilsu og styrk, í nafni Drottins Jesú Krists. Amen.
Nánari lestur
Filippíbréfið 4.8
Orðskviðirnir 21.5
31
Hann elskar þig alveg eins og þú ert!
„Sjáið hvílíkan kærleika faðirinn hefur auðsýnt oss, að vér skulum kallast Guðs börn. Og það erum vér. Heimurinn þekkir oss ekki, vegna þess að hann þekkti hann ekki” (1. Jóhannesarbréf 3.1).
Það er svo yndislegt að vita að Guð elskar þig nákvæmlega eins og þú ert. Það er meiriháttar að vita að hann skapaði þig ekki til verða undir í lífinu heldur til að vera höfuð yfir öllum kringumstæðum. Þú getur nú gengið fram í frelsi kærleika hans, í fullri vissu um að hann elskar þig, vitandi að öll fyrirdæming er langt fyrir utan þitt svið því hann elskar þig skilyrðislaust stöðuglega. Hann elskar þig alveg eins og þú ert.
Þú þurftir ekki að vinna, erfiða eða gera neitt til að ávinna kærleika hans. Hann valdi að elska þig skilyrðislaust með sínum eilífa kærleika. Jermía 31.3 Það er verk náðar hans: “Ekki byggt á verkum, enginn skal geta miklast af því” Efesusbréfið 2.9. Allt sem þú þarft að gera er að samþykkja kærleika hans jafn einfaldlega og öðlaðist hann og þú munt aldrei aftur verða sá sami og þú varst áður!
Vitneskja þín um mikilfenglega kærleika Guðs til þín mun breyta þér og gjöra þig að betri einstakling. Þú verður frárri á fæti og bros færist yfir andlit þitt. Það mun gefa þér hæfni til að lifa í frelsi Orðs hans og njóta nægtalífs kærleika Guðs. Kærleikur Guðs mun bera þig yfir allar kringumstæður lífsins.
Ef vera kynni að þú ert í dag sért að ganga gegnum kringumstæður sem eru í andstöðu við það góða líf sem Guð hefur ætlað þér í Kristi, byrjaðu þá að hugleiða kærleika Guðs! Minnstu þess sem hann gerði fyrir þig á krossinum á Golgata. Þakkaðu honum fyrir það og biddu hann að hjálpa þér í þeim aðstæðum sem þú ert staddur í. Jesús sagði að hann þyrfti ekki að biðja til Föðurins fyrir þína hönd vegna þess að Faðirinn elskar þig nú þegar – hann elskar þig alveg eins og þú ert, Jóhannesarguðspjall 16.26, sem nægir til að hjálpa þér út úr hvaða kringumstæðum sem vera skal, sigri hrósandi.
Bæn
Kæri Faðir, þakka þér fyrir óviðjafnanlegan og ósvikinn kærleika þinn í minn garð, ég gleðst af því að ég veit að þú elskar mig rétt eins og ég er! Ég tigna þig fyrir mikinn og undursamlegan kærleika þinn, og fyrir að láta mig sigrast á sérhverri áskorun í dag, í Jesú nafni. Amen.
Nánari lestur
Jóhannesarguðspjall 16.26-27
1. Jóhannesarbréf 4.9-10
Flokkur: Trúmál og siðferði | 18.12.2008 | 01:31 | Facebook