Ingibjörg Sólrún er sammála mér um eitt atriði.

Ríkisstjórn sem hefur tvo flokka með sitthvora stefnuna í veigamiklum málum er óhæf til stjórnar hagkerfis.
Ég fagna því að Ingibjörg hefur komist að þessu.
Hún hefur kannski lesið grein mína en það er svolítið seint að gera sér grein fyrir þessu núna.
Og ég þarf engannn hagfræðing til að segja mér að þetta séu allt utanaðkomandi vandamál.
Stefnuvandamálin eru augljós.
Vandamálin eru heimabökuð.

Þessi ríkisstjórn.
Hún er óhæf til að móta stefnu í peningamálum.
Hún er óhæf til þess að leiða það endurreisnarstarf sem frammundan er.
Hún er jafnvel óhæf til að finna orsakir vandans.
Því að stefna í peningamálum er algjört grundvallaratriði fyrir öllu öðru.
Það er ekki og verður ekki þessari þjóð til heilla að hafa tvíhöfða stjórn.
En fyrst og fremst er hún óhæf til að taka aðra stefnu en þá sem skipbroti olli.
Þetta er auðvita merki þess að við lifum á tímum þar sem málamiðlanir og fylgiskaup munu ekki virka lengur.
Allar þær tilfæringar sem ekki miða að því að fólkið í landinu fái sína lýðræðisumbyltingu eru fyrirdæmdar til dauða.

Það er best fyrir alla að hún fari strax frá. Eftir að hún hefur samþykkt nýtt kosningafrumvarp.
Sem lagfærir til frambúðar þá lýðræðisskekkju sem hefur átt sér stað.
Og kosningar verði sem fyrst.
Og það er fáránlegt að það sé verið að leysa inn pólitískan hagnað eins og sussarinn hélt fram.
Ef þetta er ekki leiðrétt og stjórnmálamenn hætta að fresta því sem nauðsynlegt er að gera.
Þá munu kjósendur ekki líta við þessu fólki né þeirra flokkum.
Og það verður fyrirlitið fyrir gunguskap sinn og ekki fá aldrey uppreisn æru.
Þetta er ekki pólitískt flokksmat eða stjórnarandstöðu mat.
Heldur er ég að tala um hvernig réttlæti verður fullnægt.
Hvernig friður kemst á í þessu samfélagi.
Og hinn almenni borgari fær hugarró.
Stjórnmálamenn halda að það sé álag á þeim en það er meira álag á borgurunum.
Það eru allskonar sturlunnar einkenni að hrjá stórann hluta þjóðarinnar.
Við erum að verða óstarfhæft samfélag.
Það er að byggjast upp sjúpstæð óánæga og gremja í garð stjórnvalda.
Þessa tilfinningar grafa um sig og valda tjóni sem er ekki auðvelt að meta.
En ef þessu er ekki svarað. Mun sjóða uppúr.

Sjálfur var ég í Los Angeles þegar óeirðir brutust út.
Eftir að Rodney King var laminn til óbóta af lögreglu.
Og það sauð uppúr vegna ófullnægjandi aðgerða yfirvalda, dómsvalda og lögreglu.
Haldið var hlífiskyldi yfir sekum mönnum.
Og dómsstólar og lagafroða notuð til að verja siðferðislega rangann hlut.

Það er rangt að stela og svíkja.
Landráð hafa verið framin og landráð er verið að fremja.
Afglöp voru framin og afglöp er verið að fremja.
Hvernig er stjórnvöldum að takast það, að fullnægja réttlætinu ?
Frammistaða þeirra er algjörlega ófullnægjandi.
Og ég sé ekki neina afsökunn sem stjórnvöld hafa.
Þó að þau séu í raun ekkert nema ein stór afsökunn alla daga.

Það sem við erum að sjá í okkar samfélagi er það sama og gerðist þarna einn sumardag í borg englanna.
Nú er að verða til stór hópur fólks sem er verið að kremja ,réttarfarslega ,fjárhagslega og andlega.
Ef eldar loga um áramót mun það vera skrifað á reikning ríkisstjórnarinnar.
Og allt til þess eins að stefnur flokka haldi andlitinu,og fylgi tapist ekki.

Ég sá eldana byrja í fjarska og svo færðust þeir ofar í borgina eftir því sem leið á hvöld.
Um morguninn blasti við gríðarlegt eignartjón

Um daginn sá ég sýn.
Ég sá Austurvöll fullan af fólki.Fólkið var dansandi af fögnuði þegar ríkisstjórnin fer frá og boðar til kosninga.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Vilhjálmur.

Þessi pistill þinn er með þeim albestu í seinni tíð hér í Bloggheimum.

Skynsamlega framsettur,rökfastur,raunsær og eins og hlutirnir eru en eiga ekki að vera og svo framvegis. Haltu áfram, á þessari braut,

Takk fyrir og kveðja.

Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 16.12.2008 kl. 06:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband