Hvar eru prestarnir sem eiga að standa með þjóðinni ?

Takk fyrir alla hjálpina til þeirra sem minna meiga sín.
Það er fallegt að sjá hjálparstarfið blómstra.
En lækning fæst ekki af því að meðhöndla afleiðingarnar eingöngu.
Hver er ykkar stefna ? Að hylla mammon áfram ?
Ykkur finnst kannski skrítið að fólk sýni fyrirlitningu til stjórnvalda og mótmæli.
En það skildi ekki vekja undrun hjá ykkur.
Því að þeir sem mótmæla órétti eru að standa með Guði gegn órétti.
Og hafa þessvegna Jesú með sér í liði.

Ég ásaka prestastétt þessara þjóðar um þöggun og sefjun.
Ég veit að þið kjósið flestir að rugga ekki bátnum og stjórnast af ótta við að hafa skoðun.
Hvert er höfuð ykkar Kristur eða kölski ?
Ef þið stjórnist af ótta við að segja eitthvað þá er sá svarti ykkar herra.
Nú vek ég ykkur af værum svefni til baráttu í orði, bæn og verki, lýð ykkar til verndar og heilla.
Ef þið vogið ykkur að messa stillingu og samþykki við yfirvald sem er sjúkt af spillingu megið þið hundar heita.
Verðbólga á að vera ykkar óvinur, kjaraskerðing öryrkja á að vera ykkar bitbein.
Tilflutningur auðs frá fátækum til ríkra á að vera efst á ykkar blaði.

Ég hvet ykkur til meiri skrifa og ræðu.

Stefna stjórnvalda er að halda óbreittu ástandi.
Stefna þeirra skal endurvakin lifandi dauð.
Ísland skal vera alþjóðleg fjármálamiðstöð fyrir spillingu og græðgi.
Þar sem misskipting auðs skal vera í hávegum höfð.
Og prestarnir þaga og réttlæta stjórnvöld.
Og lögreglan talar um að halda friðinn.
Hvar er kjarkur ykkar nú á ögurstundu.
Ég skora á ykkur að kynna ykkur málin betur ,svo að þið getið óhikað tekið afstöðu með réttlætinu og sannleikanum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband