Sleggjudómar

Úrtak Valgerðar Sverrisdóttir á málþingi um samskipti Íslands og Evrópu. 2006

Ég held að það sé óþarft að fjölyrða um þau jákvæðu áhrif sem EES-samningurinn hefur haft á íslenskt samfélag og viðskiptalíf. Það hefur verið aðdáunarvert að fylgjast með því hvernig íslenskt athafnafólk hefur fagnandi tekið nýjum tækifærum og nýtt sér þau til hins ítrasta. Þó verður að hafa hugfast að samningurinn veitti okkur tækifæri sem einnig hefði verið hægt að glutra niður. Ef ekki hefði einnig komið til stefnufesta ríkisstjórnarinnar í ríkisfjármálum, umfangsmikið einkavæðingarferli, skattalækkanir og mikilvægar breytingar á lífeyrisskerfinu hefði útkoman eflaust orðið önnur. Veldur hver á heldur.

Þá tel ég ekki síður mikilvægt að gefa gaum þeirri hugarfarsbreytingu, sem átt hefur sér stað á liðnum árum. Okkur hefur vaxið ásmegin og við höfum öðlast aukna trú á sjálfum okkur. Við erum stolt af því að vera Íslendingar og stöndum keikari en nokkru sinni fyrr á alþjóðavettvangi. Aukin tengsl og samgangur við nágranna okkar á öllum sviðum hefur þroskað okkur, bæði sem einstaklinga og þjóð - ekki einungis í viðskiptalífinu, heldur einnig á sviði menningar, mennta, vísinda, lista og stjórnmála, svo dæmi séu tekin.

Orðræðan er að breytast. Sleggjudómar eru fátíðari og hnútukastið hefur minnkað. Í frumbernsku EES töluðu stjórnmálamenn um að Þjóðverjar myndu kaupa alla banka, flestar jarðir og stærstu matvöruverslanir í landinu. Útnárinn Ísland hyrfi í hendur erlendra auðhringa á augabragði og ódýrt vinnuafl svipti landann atvinnu sinni. Samningurinn myndi mögulega opna þeim dyr sem ætluðu að flytjast til Evrópu, en hann yrði til óheilla fyrir marga þá sem eftir sætu og ætluðu „að vera Íslendingar áfram“ eins og sumir orðuðu það. Jafnvel var rætt um að samningurinn væri kvenfjandsamlegur þar sem einkum karlmenn nýttu sér reglur samningsins um frjálsa för launþega á sama tíma og eiginkonur þeirra væru fastar í „gettóum farandverkamanna“. Aðrir töldu að fátækt og auðnuleysi myndu steypast yfir Íslendinga og einhverjir að þjóðin myndi glata tungu sinni, menningu og sjálfstæði á örskömmum tíma. Þeir sem gengu lengst töluðu um svik og landráð og svona í lokin má geta þess að við samþykkt EES-samningsins á Alþingi voru þau orð látin falla að þar sem „danskur maður“ færi með æðstu völd í EB værum við „óbeint komin undir þeirra yfirráð á ný“.

Mínar hugrenningar.
Ég verð að viðurkenna að ég er ekki alveg viss um hvað hnútakast er, ég ætla að skoða málið.
En það er greinilega eitthvað að marka suma sleggjudóma.
Við erum búin að glata okkar fjárhagslega sjálfstæði í vissum skilningi.
Og erum við það að afhenda það ESB endanlega. Það er hægt að burtskýra með hagfæðifroðu ESB og bankamanna.
En raunverulega eru venjulegar manneskjur að glata fjárhagslegu sjálfstæði enn lengra frá sér.
Og selja sig undir óguðlegt vald. Í fjarlægu landi. Í gegnum evruna. Já þetta eru kallaðir sleggjudómar.
VIð verðum auðvitað að brjótast undan þessu valdi sem er við lýði hér.
Þjóðverjar verða stærstu hluthafar gömlu nýju bankana. Og eru sjávarútvegsfyrirtækin ekki í eigu bankana.
Eins og ég skil orðið landráð þá er það, þegar einhver stjórnmálamaður eða einstaklingur tekur ákvörðun sem skaðar land og þjóð. Eða hagkerfi.
Við þurfum kannski að taka þetta orð aðeins til skoðunnar.

Einkavæðing auðlinda er landráð að mínu mati. Ég er samt ekki að tala um að hengja neinn ég er að segja þetta til að benda á hvað orðið þýðir í mínum huga svo að það sé alveg skýrt.
Evru upptaka eða dollarisation eru landráð að mínu mati.
Að einkavæða bankana annað sinn og fjármagna þá í annað sinn fyrir almanna fé og selja þá eru landráð að mínu mati.
Að ákvarðannir varðandi þetta séu teknar án lýðræðislegra umræðna og ákvörðunnartöku er landráð að mínu mati. Alveg sama hver skoðun þingmanns er. Hanns skoðun er aukaatriði í þessu samhengi. Lýðræði er samviska okkar svo lengi sem við búum við lýðræði.
Það getur verið að einhverjum finnist það púkó að þurfa að spurja litla manninn.

En í lýðræði er auðmýkt algjört lykilatriði. Því hafa stjórmálamenn á Íslandi glatað eða ekki þroskað.
Landráð er auðvelt að fremja þegar maður fyrirlýtur þegna sína.
Þá getur maður kallað þá lýðskrumara, óróaseggi og hættu við réttarríkið.
Réttarríkið er nánast í uppnámi vegna þrýstings á stjórnvöld sagði einn í sjónvarpi um daginn.
Forsendur réttarríkissinns hafa verið brotnar að mati flestra þeirra sem mótmæla.
Ríkisstjórnin hefur ekki umboð þjóðarinnar til að taka svona há lán án þess að spurja okkur.

Þegar þú stjórnmálamaður góður ert sakaður um að taka ákvörðun sem skaðar þegna þína, viltu hugsa þinn gang í alvöru án þess að ásaka aðra um sleggjudóma, hugsaðu málið vel. Ekki vera svona sár, hvað ertu að verja ?

Gæti það verið að sært, brenglað stolt þitt sé að reyna að lifa áfram.
Eða nýfrjálshyggjan ? Eða Evrópudraumurinn.
Er skaðvaldurinn ekki bara á fullu ennþá í ákvarðannatöku stjórnvalda ?

Viðurkendu bara að þú hafir haft rangt fyrir þér og farðu frá í stýrinu í smá stund. Það þarf að taka aðra stefnu.
Þetta er algjör geðveiki.

Ég er harður, reiður og fullur af lausnum hugmyndum og umbyltingarkrafti.
Lifi lýðræðisumbyltingin.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband