Þjóðerniskend. Góð eða slæm.
12.12.2008 | 17:50
Það er dálítið rætt um þjóðerniskend í sambandi við umræðu um inngöngu í evrópusambandið.
Og að þjóðerniskendin rísi þegar rætt er um inngöngu í ESB. Hún eigi rót sína að rekja til ótta við hið óþekkta og jafnvel að evrópusambandið sé of stór hugsun fyrir suma að gleypa og þá verði þeir hræddir.
Það sé búið að kosta okkur svo mikið að halda úti litlum gjaldmiðil og við hefðum átt að fara inn í evrópusambandið fyrir löngu síðan. Og svo er hjónaband notað til þess að útskýra hversvegna við ættum að ganga í Evrópusambandið.
Finna til trausts, og öryggis og maður afsalar sér sjálfstæði þegar maður giftir sig. Og jafnvel sagt að maður finni hamingjuna með þvi að giftast.
Allar þessar tilgátur eru rangar á vissan hátt.
1.
Ástæðan fyrir hrapi krónu voru spilling og slæm efnahagstjórn og spillt stjórnsýsla,og viðskiptalíf auk þess að vera kjölfestulaus gjaldmiðill.
Íslenska krónan átti undir högg að sækja vegna spillingar, slæmri efnahagstjórn og stefnumótun ríkisstjórna.
Stefnumótun felur meðal annars í sér þær nýfrjálshyggju hagstjórnarhugmyndir sem réðu ferð ásamt flotgengisstefnunni.
Í samfélögum þar sem spilling, græðgi og eingirni stýrir stjórnmálamönnum og viðskiptalífi falla gjaldmiðlar.
Og landið tapar fjárhagslegu sjálfstæði sínu.
Mörg dæmi eru úr suðrænum heimi um atburði eins og við erum að upplifa. Bæði frá suður-ameríku og afríku.
Aðeins við þessar aðstæður taka þjóðir upp aðra gjaldmiðla. Við óstjórn.
Til þess eins að lægja græðgisöfl eða endanlega selja landið.
Ég held að á Íslandi hafi bæði atriðin verið í gangi.
Það er þess vegna rangt að kenna gjaldmiðil um hvernig fór.
Stjórnmálamenn og hagstjórn verður að axla ábyrgð.
Annað er algjör fyrra.
Þessvegna eru mótmæli.
2.
Mögulega fær Þjóðerniskend fólk til að segja nei við inngöngu í Evrópusambandið.
En það er algjör misskilningur að þjóðerniskend sé alltaf fasismi eða eitthversskonar rembingurs sem aftri okkur.
Flestir eru ánægðir með að vera í samstarfi við evrópusambandið.
Það sem þjóðerniskendin segir er. Afsalaðu þér ekki menningu, tungumáli (né fjárhagslegu sjálfstæði).
Í nafni þess að þú eigir að verða partur af stærri heild.
Og Evrópusambandið biður okkur ekki að gera fyrri tvö atriðin.
En síðasta atriðið er það mikilvægasta.
Gjaldmiðill er partur af þjóðerni og rótum.
Og er einfaldlega sárt að missa og alls ekki nauðsynlegt.
Það sem þetta snýst um er fjárhagslegt vald hjá fólki.
Þetta er mikilvæg atriði. Þetta atriði snýst ekki um fasisma.
Þetta snýst eiginlega um varúð gegn nýfrjálshyggju. Eða vissa og heilbrigða varúð gegn samþjöppun valds í gegnum auð.
Auðvald.
Hvert skal auðvaldið vera ?
Viljum við að valdið liggi hjá stóru bönkunum eða viljum við að valdið sé hjá fólkinu ?
Þetta er stóra spurningin sem liggur undir þeim öllum.
Ef að þessar hugleiðingar eru flokkaðar undir einhverskonar þjóðrembing eða fasisma, þá er það bara útúrsnúningur.
Fyrir þá sem trúa á jöfnuð. Þá er það alltaf vafasamt að auðvald sé fært á fárra hendur.
Peningastefna Evrópusambandsinns er það sem fólk setur varúð við. Allavegana ég.
Ef þetta er þjóðerniskend. Þá er hún bara eitthvað gott mundi ég segja.
Ef hugsun þjóðerniskendar fer inn á braut þess að vera yfir aðra hafinn eða ofar, þá er hugsunin komin á vitlausa braut.
Það er til dæmis hægt að vera svo mikill menntahroki, að það er ekki hægt að ræða við mann.
Hafa of mikið vit til þess að tala við þinn minsta bróður.
Góður hlutur á rangri braut.
Þjóðerniskend varðandi krónuna er bara yndisleg og verður þá að burtskýra með góðum rökum.
Það sem áhangendur evrunnar gera er að skella þessu fram eins og fullyrðingu um eitthvað sem sé alveg sjálfsagt að gera.
Þetta er ekki sjálfsagt. Og það að það séu menn á þingi sem séu statt og stöðugt að vinna að því að koma okkur í Evrópusambandið án þess að þjóðaratkvæðagreiðsla fari fram, það er ofríki og valdnýðsla.
Ef þessi umræða þolir ekki ljósið og gagnryni frá öllum hliðum þá er eins gott bara að leggja niður alla umræðu.
Kjósa einn fasista til að stjórna þesu öllu, og leggja niður lýðræðið.
Hvort sem Evrópusambandið er góð hugmynd eða ekki þá viljum við flest fá að hafa eitthvað um það að segja.
Persónulega er ég enn þeirrar skoðunnar að ESB með evru sé ekki til góða fyrir hinn almenna borgara.
EES virðist vera okkur til blessunnar að mörgu leiti.
Ég hlusta á rök varðandi aðild að efnahagsbandalaginu.
Enn hef ég ekki fundið nein rök sem segja mér að við ættum að taka upp evru eða dollar.
Ég hef aftur á móti fundið og séð fullt af rökum til stuðnings þess að forsenda betri hagstjórnar sé ný ríkisstjórn með nýja stefnu eftir kosningar. Nýr seðlabankastjóri. Nýtt hagkerfi. Ný kjölfesta.
Nýtt fiskveiðikerfi. Og ný auðlindavernd eða lög. Ný fjölmiðlalög.
Nýtt kosningakerfi.
Ekkert af þessu hefur nokkuð að gera með evru að mínu áliti.
3.
Varðandi samlíkinguna með giftinguna er eftirfarandi að athuga.
Hamingjuna er ekki að finna í giftingunni heldur í þjónustunni við hvort annað og í elsku Guðs og eðli.
Það getur vel verið að kona finni til öryggis og trausts hjá karli og öfugt.
En traust okkar og öryggi verður að koma frá Guði annars er um óheilbrigt samband að ræða að mínu áliti.
Og að afsala sér sjálfstæðinu á þessum forsendum er ávísun á óhamingju. Vegna þess að inn í hjónaband var farið á röngum forsendum.
Þessi líking er að mínu áliti eins slæm og margar líkingarnar um björgunnarleiðangurinn.
Því að allir sjómenn vita að ef vitlaus stefna veldur strandi, þá fara sjópróf fram í landi.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:35 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.