Alþingismenn sem skilja hvorki orsakir vaxta né verðbólgu.

Þetta er skrifað til að vinda ofan af vitleysunni í Magnúsi Orra 

Það er ótrúlegt að inn á Alþingi veljist kynslóð eftir kynslóð menn sem skilja ekki orsakir verðbólgu og hárra vaxta. Einfalt orsakasamhengi er fótum troðið með endalausum yfirlýsingum sem eiga sér enga stoð í raunveruleikanum. 

Nú ætla ég ekki að taka svo stórt upp í mig að segja að ég viti allt betur en þau. En við skulum aðeins skoða málið betur. Og fara yfir fullyrðingar sumra Þingmanna.

Þessi pistill verður að hafa takmarkað lengd vegna þess að ég er að læra undir stærðfræði próf.

En Magnús Orri segir.

 "Það var krónukreppan sem olli gengisfellingunni og síðan var það gengisfellingin sem olli verðbólguskotinu sem kom illa við þá sem skulda í íslenskum krónum. Það er hrun krónunnar sem hefur valdið fyrirtækjunum og heimilunum í þessu landi miklu meira tjóni en hrun bankanna.“

 Ég veit ekki hvort er verra að blaðamenn skuli ekki sjá í gegnum þessa dellu eða að þingmaður skuli segja hana.

1. Hvað er krónukreppa.  Ég veit að hann hefur óljósa hugmynd um það sjálfur en orðið er skrípi sem horfir framhjá orsökum eins og flest í þessari setningu.

2. Gengisfelling á sér alltaf orsakir og oftast eru þær af eðlilegum toga þ.e.a.s. þær hafa osakir sem eru ekki endilega eðlilegar en afleiðingarnar eru eðlilega afleiðingar af orsökum en ekki öfugt eins og þingmaður vill í veðri vera láta.

Gengisfelling er vegna þynningar gjaldmiðils sem á sér stað í gegnum nýja peninga sem hafa ekki vermæti á bak við sig. Eins og rannsóknarskyrslan og fleiri heimildir sýna þá vaxa útlán umfram framleiðsu verðmæta í hagkerfinu sem veldur þynningu gjaldmiðils. Þetta hefur átt sér stað í áratugi en vestu tímabilin voru undanfarar gengisfellingar og auðvitað spiluðu sumir bankamenn á þessar lykilstaðreyndir. 

Gjaldmiðill sem er þynntur mun lækka í verði. Peningamagn í umferð sem vex meira en hagvöxtur mun hafa afleiðingar.

3. Að lána á lægri vöxtum með tengingu við annan gjaldmiðil ógnar gengisstöðugleika vegna þess að eftirspurn eftir lánsfé er aukin. Þ.e.a.s það er búin til eftirspurn eftir lánsfé sem að öðrum kosti væri minni vegna hærri vaxta. Eða allavegana átti kerfið ekki að virka svona og þessvegna voru sett þessi ákvæði í lög um vexti og verðtryggingu sem geriri gengistryggð lán ólögleg. 

lögin eru sett til varnar krónunni og tilraun til að koma í veg fyrir óeðlilega eða hraða verðgildisrýrnun í formi útlána umfram hagvöxt. 

4. Ég veit ekki hvort það er til fréttamaður í landinu sem skilur hvernig verðbólga verður til. En allavegana virðast allir telja að verðbólga sé krónunni sjálfri að kenna. 

5. Meira síðar.


mbl.is Segir vexti lítið lækka með upptöku evru
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla

Athugasemdir

1 Smámynd: Júlíus Björnsson

Í alþjóðasamhengi er gjaldmiðill efnahagslögsögu, ávísanir upp á þau verðmæti sem myndast innan efnahagslögsögu á uppgjörstímabili.  Til byrja með á ársgrundvelli eru bókaðar tekjur útfrá reikningum með vsk lagðar fram sannanir. GDP=GDI. Athugið að þegar framleiðsla takmarkaðist á Vesturlöndum [orka og hráefni] er frekar miðað við income= tekjur.

Ef almenn verðlagshækkun helst stöðug segjum 5 ár , þá er það sönnum um rauntekju aukning í samanburði við viðskiptalöndin.

Hér því miður síðustu  40 ár hefur Ísland sigið niður í rauntekjum í samanburði við lönd sem áður voru mikið fátækari á haus en Ísland. Þetta er örugglega afleiðing þess að Mannauðurinn hér er ekki læs á Alþjóða skilgreiningar í fjár og efnahagsmálum.

Allir vita að USA á heimamarkaði hefur fyrir reglu að markaðasetja á heimamarkaði um 3,0% umfram magn af dollurum að meðalatali á ári.  Þetta skapar tækifæri til að auka almennar rauntekjur. Hinsvegar tryggir þetta líka max verðrýrnun dollars í samburði um 3,0% á ári og um 90% á 30 árum.

Þetta er stöðuleiki sem gerir alla út reikninga á langtíma veðbréfum einfalda.

Sé raunvirði bréfs til 30 ára 100. ein þá selst það á 60 ein. 40. einingar eru vegna verðrýrnunar dollars næstu 30 ár.  Þetta gildir um bréf með föstum óstillanlegum vöxtum alla lánstímann.

Minni jafnaðar verðbólga eru minn tækifæri til rauntekju aukningar.  Þjóð sem er með ágæta fastar rauntekjur hefur í raun ekkert með meiri tekjur að gera. Þetta gilti alfarið um Ísland fyrir 40 árum.  Tæknin hefur skilað öllum heiminum meira fyrir minna. Ekki afætu stjórnmálamenn. 

Ef heildar rauntekjur á haus innan efnahagslögsögu  hækka sannarlega,  því skyldi verðlag og lámarkslaun ekki hækka hlutfallslega í samræmi?

Ástæðan er falskir stjórnmálamenn: vilja ekki almennar verðlagshækkanir.

Júlíus Björnsson, 2.3.2011 kl. 18:51

2 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Takk kærlega fyrir þennan pistil Vilhjálmur. Þú segir nákvæmlega það sem þarf að segja um ókosti þess fyrir almenning að þurfa að notast við gjaldmiðil sem er ekki lagalega innleysanlegur fyrir nokkurn skapaðan hlut, nema pappírsmiða undirritaða af stjórnmálamönnum. Allir vita hvers virði loforð stjórnmálamanna eru, og þar með skuldarviðurkenningar þeirra. Þegar þeir hafa svo afsalað þessu úgáfuvaldi á peningum (skuldarviðurkenningum) til einkaaðila getur það aðeins haft eina afleiðingu. Þeir freistast til að ofnota þetta vald og falsa gjaldmiðilinn, sem þeir nota svo til að kaupa sér raunveruleg verðmæti fyrir, einkaþotur, snekkjur, gullhúðaðar klósettsetur o.s.frv. Þessi verðmæti voru hinsvegar sköpuð með blóði svita og tárum þeirra sem framleiddu þau, en sitja núna uppi með pappírsmiða áprentaða fagurlitum myndskeytingum. Þessa skömmtunarmiða geta þeir svo innleyst fyrir sinn daglega matarskammt, sem fer sífellt minnkandi vegna verðbólgu.

Evrur og dollarar eru samskonar platpeningar og krónan líka. Þess vegna varð ég mjög ánægður þegar sagt var frá því í fréttum í vikunni að skoðakönnun hefði sýnt að 62% landsmanna vildu taka upp nýjan gjaldmiðil. Ég held einmitt að nýr gjaldmiðill sem virkar, sé það eina sem getur bjargað okkur frá þessu. Hvorki núverandi króna, evrur, dollarar, pund eða yen falla undir þá skilgreiningu því enginn þeirra er nýr, þetta er allt sama hundruða ára gamla uppfinningin í mismunandi dulargervum. Eini munurinn eru stærðirnar á pappírnum, litirnir á blekinu, og fjöldi af hverri tegund.

Guðmundur Ásgeirsson, 3.3.2011 kl. 00:25

3 Smámynd: Vilhjálmur Árnason

Sælir drengir.

Já Guðmundur..ég mundi telja að seðlabanki ætti að auka gull og silfur eignir sínar og búa sig undir gjaldmiðilsbreitingu og gull og silfur eignir gæti gefið þeirri breitingu traust. Ef umhverfi krónunnar verður lagað. (Vextir lækaðir og verðtrygging afnumin og krónan sett undir convertability plan til 30 ára þá hefði ég ekki ahuggjur af því að krónan mundi spjara sig fínt.

það má auðvitað gera ýmislegt.  

Mín tillaga hefur alltaf veri FISK frjálsa íslenska krónan. Með eða án gömlu krónunnar. Eins og skoðanakönnun á þessari síðu sýnir eru margir til í að skoða þetta betur. Flestir trú því ekki að þetta sé hægt og telja þetta afturhvarf til fortíðar. 

Ef ég væri Seðlabankastjóri. Þá mundi ég beita mér fyrir lækun á ávöxtunarkröfu lífeyrissjóða og stilla raunvexti í réttu hlutfalli við hagvöxt.

Svo mundi ég afnema verðtrygginguna í þrepum samkvæmt tillögum Framsóknar. Og svo mundi ég hefja útgáfu gull og sifur kvartúnsu. (7 gramma gull og silfur peninga úr ekta gulli og silfri.) Svo kæmi 3 gramma gullpeningur og svo seðlar eftir vissan tíma. 

Vilhjálmur Árnason, 2.4.2011 kl. 14:51

4 Smámynd: Júlíus Björnsson

Langtíma verðtrygging raunverðmæta er látin nægja í þroskuð ríkjum, Ísland er eina landið í heiminum sem getur sett lög sem eiga að verðtryggja ávöxtunarkröfu. Þetta sjónarmið gekk ekki upp þegar úttekt var gerð á veðsöfnum hér: útlendingar tæmdu þau öll kol óverðtryggð. Hér hefur aldrei verið nein verðtrygging eftir 1983. Þetta kallast hrein græðgi og okur erlendis. Skortur á þekkingu á tvíhliða bókhaldi. Real prize er raunvirði sem útlendingar tryggja í formi langtíma jafnreiðufjárstreymis öruggra veðlána. Safna sem eru ekki veðsett enda varasjóðir í eðli sínu.

Júlíus Björnsson, 3.4.2011 kl. 05:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband