Betri lýðræðisleg framvinda en rangur samanburður.

 Ég vil taka það fram að ég tel þessa tilraun til sátta vera mjög góða og ég vona að hún verði til góðs. Í raun er þetta lýðræðisleg tilraun til þess að fara eftir landsfundar samþykktum beggja flokka í ríkisstjórn. Sem þurftir reyndar mikinn þrísting frá almenningi til að verða að veruleika. Vonandi er hér ekki um klæki að ræða og vonandi halda allir vöku sinni gagnvart rangfærslum og upphrópunum um gamalt fólk sem fær ekki lífeyrinn sinn.

Ef að um sátt verður að ræða fagna ég því.  

RANGAR REIKNI-FORSENDUR

Sælir veri lesendur.
 
Mig langar að benda á vissa skekkju þegar að fréttamenn fræðimenn, hagfræðingar og jafnvel stjórnmálamenn eru að ræða um svokallaðan kostnað á leiðréttingum. Sem eru í raun skil á þýfi en ekki löglegur hagnaður. (Vextir undanfarin tvö ár hafa verið óraunhæfir vegna aðstæðna í hagkerfinu. Auk þess sem verðtrygging erfalskt reiknuð )
 
Og svo þegar verið er að tala um þennan "kostnað", þá eru þetta upphæðir sem dreifist á 40 ár í tilfelli Íbúðalánasjóðs. Réttara væri að tala um skerðingu á árlegu tekjustreymi til Íbúðalánasjóðs um 1750 miljónir á ári næstu fjörtíu ár. Skrifað ....Einn miljarð og sjöhundruð og fimtíu miljónir...... Halló.. óraunhæft... töfrabrögð...ekki hægt...ekki til peningar.... Ef við erum að tala um 70 miljarða afskriftir á lánum þá deilist sú tala á fjölda ára sem lántakendur greiða af lánum sínum. Hér er því um að ræða um það bil 1-3 miljarða á ári... Að bera saman fjárlagagat uppá 40 millarða sem þarf að brúa á einu ári og 70 miljarða sem þarf að brúa á 40 árum er ekki eðlilegt né heiðarlegt að mínu mati. Annað hvort er fólk ekki með þetta í huga eða það þjónar þeirra hagsmunum að tala um þessa tölu í hundruðum miljarða.

Vilhjálmur Árnason

Sæll.
Mikið til í þessu.
Kv.
Ögmundur

 


 


mbl.is Höfum skyldum að gegna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband