Ég afþakka það að lesa hvað það er sem kaþólkska kirkjan boðar af margvíslegum ástæðum.

 

Ég er ekki að segja þetta til þess að vera leiðinlegur rætin eða árásargjarn.

En kaþólska kirkjan hefur á margvíslegann hátt sett sína mannlegur hefðir og reglur ofar orði Guðs. Margvíslega snúið út úr fagnaðarerindinu og gert það að ánauðaroki. Þar sem fólk er í unnvörpum að vinna sér inn elsku Guðs með hinu og þessu.

En elska Guðs er gjöf sem er ekki háð neinum skilyrðum. Þú þarft ekki að hoppa í gegnum neina hringi eða gera neinar kúnstir til að komast inn í elsku guðs. Þú getur meðtekið hana núna. Hvað sem þú hefur gert eða hvað sem þú hefur sagt. Þér er fyrirgefið. Þú ert elskaður.

Kaþólska kirkjan er byggð á opinberun Péturs. Þar byrjar vitleisan.

Jesú vildi ekki byggja kirkju sína á opinberun Péturs solo.

Heldur á þeirri opinberun sem þú hefur að Jesús sé sá sem hann segist vera, kristur kominn í holdi. Og á því að þegar þú tekur á móti elsku Guðs á sér stað endurfæðing og nýja sköpunin er í raun Jesú í þér. Þinn andlegi maður eða vera. 

Samkvæmt kenningunni eignumst við andlegt líf sem okkur ber að varðveita og við erum varðveitt.

 Kaþólska kirkjan hefur alltaf verið á móti því að færa kraftinn til hins almenna. 

Villukenningar til skaða.

Ein þeirra er um það að prestar skuli ekki giftast. Þessi regla hefur valdið gríðarlegum vanda hjá kaþólsku kirkjunni.

Hún setur manneskju í annað hlutverk er hún var sköpuð til. Að fjölga sér og upplifa sameiningu í ást við aðra manneskju. Brenglun er afleiðing af fölskum  hefðum. Hefðum sem er nóg af í kaþólsku kirkjunni.

Sumar eru frábærar en aðrar algerlaga út í hött. 

Biskupinn talaði um að við ættum að setja mörk.

Það eru ein mikilvægustu mörk sem okkur ber að halda og skilja.  Mörkin milli Kaþólsku og Lútersku kenninganna. Og hvernig ánauðarok verður til.

Látið ekki leggja á ykur ánauðarok.  Þ.e.a.s  látið engann segja ykkur að þið þurfið að vinna ykkur inn fyrir elsku Guðs. Elska hanns er óháð verkum, en verkin fylgja því að hvíla í kærleika hanns. 

Hér er ég að tala út frá kenningunni sem er svo oft snúið á hvolf. 

Kenninga mörk.

Ég set mörkin hér, við höfum ekki efni á því að hlusta á Kaþólsku kirkjuna. Hún hefur afvegaleitt nógu marga að mínu mati.

Og ég skil ekkert í mogganum að vera að gera fréttir úr því sem páfinn segir.

Páfadómur sem hefur sett sig einan í sæti Jesú krists á jörðu og snúið þannig fagnaðarerindinu á hvolf enn einu sinni.

Alveg öndvert við það sem ritningin segir. Að við séum öll saman Jesú, við erum saman líkaminn.

Prestdómur kaþólsku kirkjunnar er þjófnaður á þínum egin prestdóm. 

 Og gerir lítið úr þínum egin vitnisburði og ábyrgð.

Eftir að hafa farið rækilega yfir kenningar kaþólsku kirkjunnar þá mundi ég ráðleggja hverjum manni að koma ekki nálægt þessari kirkju.

Ég óska þess að áhrifum hennar gæti minna og minna hér á landi. Og þessvegna sé ég engann tilgang í því að fá fréttir af Páfanum í sínum gullbryddaða yfirskrýdda hégómlega búning.

Guð mundi aldrey skreyta sig á þennan hátt og er þetta eitt sönnun þess að þetta er falsmynd afvegaleiðandans.

Ég skora á fólk að lesa í myndina og sjá hvað er verið að setja upp þarna. Þarna er hendi guðs að halda Páfanum á sínum stað. Það er nákvæmlega kenning kaþólksku kirkjunnar. Að Páfinn sé settur í hásæti Jesú krists á jörð. 

 Páfi ávarpar mannfjöldann á Péturstorginu í Róm í dag.

 


mbl.is Páfi hvetur til siðvæðingar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband