Elsku Jóhanna.

 

Ég veit ekki hvað ég þarf að gera til þess að þú hlustir, en ég ætla að biðja þig enn einu sinni að hlusta mjög vel og leggja þig fram við að, skilja hvað er í húfi.

 Það var oft talað um að á Icesave hangi lífþráður ríkisstjórnar. Ég tel að hann liggi í sambandi ykkar við almenning.

     Ég er ekki að segja þetta til að gera ykkur óleik eða neitt illt. Með einskærri góðvild vil ég biðja ykkur að sýna auðmýkt og hlusta. Hlustið á það fólk sem er að segja mótmælin eru ekki út af engu og þau eru ekki tilbúin til að stríða ykkur. 

     Það er mitt kalda mat að ef þið hlustið ekki af öllu hjarta þá mun líf ríkisstjórnar fjara út. Það mun þá sannast að hvorki VG eða Samfylking starfa sem lýðræðislegir flokkar. Landsfundarsamþykktir flokkana sem er æðsta vald flokkana voru alveg skýr í þessum málum. og ef ekki er farið eftir þessum samþykktum þarf greinagóðar skýringar sem standast skoðun. Það er ekki nóg að koma með söguna af krónunni sem er ekki hægt að nota tvisvar. Við er búinn að lesa þá sögu. Hún endar illa.

    Þið hafið ekki svarað nákvæmlega um þessi mál og einungis látið meta tölulegar upphæðir á öðrum endanum. Það hefur ekkert mat farið fram á því hvernig óbeinn kostnaður legst á samfélagið.

    Ég trúi því að það ráði úrslitum hvernig svör þín verða við þessum fyrirspurnum. Það er enginn að ráðast á ykkkur og það er enginn að biðja um töfrabrögð.

Svo minni ég á þann margfalda kostnað sem er ekki greindur í öllum tillögum. Kostnaður við það að setja heimili í þrot.

25 % leiðrétting á verðbótaþáttum verðtryggingar og 50 % leiðrétting á gengistryggðum lánum mundi kosta íbúðarlánasjóð 70-90 miljarða.   Á 30 árum. Mér reiknast að það séu um 3-7 miljarðar á ári. 

Ekki slá upp tölum sem villa og slá ryki..........


mbl.is Vill greina svigrúm banka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

hvað er þessi elliæra kella búin að seija of orðið  #kanna# og skoð málið

maggi (IP-tala skráð) 22.3.2010 kl. 18:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband