Ólafur er að standa sig vel.
7.1.2010 | 07:00
Ólafur gekk í skrokk á óttasölumönnum.
Drekið ekki þeirra bitra vökva. Verið óhrædd og treystið því að allt fari vel.
Það er hressandi að sjá einhvern taka upp hanskann fyrir þjóðina.
Túkun Ólafs á stjórnskipan Íslendinga er skýr að mínu mati. Og það mætti ímynda sér að þegnar konungsríkis skilji ekki svona lýðræðisferil. Bretar eru nátturulega alveg spes. Þessir spjátrungar sem tóku þessi viðtöl bjuggust kannski við saman hertum Geir H. Harde sem hafði ekkert á bak við sig nema sjúka sögu sjáfræningjaflokksinns og heimspeki Hannesar. Sorrý. En Steingrímur hefur verið að falla inn í það hlutverk meir og meir eins og stein runnið tröll. Vonandi nær hann að hrista þetta af sér.
Austerity er eitthvað sem þáttastjórnendur þessa þáttar töluðu um eins og góða lýsispillu. Austerity er harðneskja sem er og hefur verið aðalsmerki IMF og innheimtustofnana stórkapitals. Austerity ásamt neo liberalism er banvæn blanda sem réttlætir alltaf nutímaþrælahald og misnotkun. Í formi milliríkjasamninga sem selja lönd og fólksfjölda þjóða í ánauð að þeim óspurðum.
En ólafur virtist vel undirbúinn. Hann negldi þá þar sem þeir voru veikir fyrir og vann sigur fyrir almennings álit okkar.
Það virðist vera tilhneiging stjórnmálaskýrenda á Íslandi og á erlendri grund að útskýra þessa atburði sem árás á núverandi stjórnvöld vinstri menn telja sig sitja undir árásum frá framsókn og hægri öflum. Ég tel að þetta sé merki um andlega fötlun að taka öllu sem árás.
Góðum tillögum er tekið sem árás. Þjóðaratkvæðagreiðsla er árás. Öndverðar skoðanir eru árás.
Allt túlkað sem tilraun hægriafla til að ná völdum eða gera lítið úr stjórnvöldum. Ef þetta ferli heldur svona áfram hjá stjórnvöldum þá fara þau að taka slæma veðurspá sem árás á sig. Það er komið nóg af svona geðshræringum. Hættið að láta stjórnast af þessum gömlu draugum skotgrafahernaðs og gaddavír flokkslínanna.
Ólafur í kröppum dansi á BBC | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 8.1.2010 kl. 19:59 | Facebook
Athugasemdir
Ólafur stendur sig gríðarlega vel, hann veit alveg hvað hann er að gera og getur svo sannarlega komið okkar málstað vel til skila. En það var ömurlegt að sjá úrklippuna með forsætisráherranum okkar, hún er náttúrlega afar vonsvikin eftir að hafa tapað sínu eina baráttumáli sem var að koma Íslandi í ESB. Hefur Samfylkingin eitthvað erindi í ríkisstjórn núna? Eru þau ekki alltof löskuð eftir ESB aðildartapið til að geta unnið þjóðinni gagn?
Guðrún Sæmundsdóttir, 7.1.2010 kl. 12:33
Maðurinn sem Ísland þarf á að halda - fundinn. Alþjóðlegur sérfræðingur í skuldaskilum ríkja, tjáir sig um vanda Íslands, og er harðorður!
Ég er að tala um frábæra grein, Prófessors Sweder van Wijnbergen, við háskólann við Amsterdam, í NRC Handelsblad. Sá maður er einmitt, sérfræðingur í skuldaskilum ríkja. "Sweder van Wijnbergen - worked for 13 years at the World Bank, and was lead economist for Mexico and Central America during the negotiations on Mexican debt."
Svo þessi maður, veit allt sem vita þarf, um afleiðingar skuldakreppu! Hann þekkir þessi mál út og inn, fyrst hann var starfandi hjá Heimsbankanum, einmitt á þeim árum, er mörg lönd í 3. heiminum, gengu í gegnum fræga skuldakreppu
Sjá grein: Iceland needs international debt management
Þetta er að mínum dómi, merkilegasti einstaklingurinn sem tjáð sig hefur opinberlega um málið, og fullyrðing hans "A debt of three or four times GDP cannot be repaid, and therefore will not be repaid" - skal skoðast sem hreinn sannleikur máls, fyrst það kemur frá honum.
Prófill Sweder van Wijnbergen
Fáum þennann mann til landsins!!!
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 14.1.2010 kl. 12:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.