Verðbólguskot.

Það verður að segjast sorgleg staða sem undanfarin stjórnsýsla í bandaríkjunum hefur áorkað.
Nú hefur forseti bandaríkjana ekki annara kosta völ en að valda verðbólgu um sem nemur hlutfall af prentuðum peningum miðað við peningamagn í umferð.
Skilgreining á verðbólgu, er aukið seðlamagn í umferð fyrir vöru, sem þá hækkar vegna eftirspurnar. Eða of lítið af vörum sem hækkar þá verð vegna aukinnar eftirspurnar.
Ef 920,000,000 miljón Bandaríkjadala er tekinn að láni frá Federal reserve bankanum og af þeim peningum þarf að borga afborganir, veldur verðbólgan því að kaupmáttur í bandaríkjunum minkar á endanum. En ég vona að þetta virki, með öðrum tilraunum til að snúa hjólum efnahagslífsins í gang. En bandaríkin kaupa mikið meira en þau afla og því verður að breyta til frambúðar, og um það snýst orkuáætlun Obama.

Þessi staða er komin upp í bandaríkjunum vegna hvers ?
1. Ekki næg framleiðsla í landinu.
2. Störf flutt úr landi vegna (hnattvæðingu) kapitalið leitar þar sem láglaunasvæðin eru.
3. Stjórnvöld undanfarina áratuga hurfu frá gullfót og aga þess kerfis og tóku að auka við hallarekstur, auka við ríkisumsvif.
4. Hagsmunir í Washington eru of miklir til að hverfa aftur til gullfóts, og gæti kerfið þessvegna þurft að falla til þess að bandaríkjamenn geti horfst í augu við staðreyndir.
Niðurstaða.
Milton Friedman er asni. Evran er framtíðardollar. Ekkert nema vesen.Við eigum að læra af sögunni og móta framtíðarstefnu byggða á fastgengi og svo gullfót þegar nær dregur 2015. Við eigum að móta þessa sýn með Suður Afríku,Noregi,Færeyjum,Grænlandi,og Sviss.
Ríkisstjórnum er ekki treystandi fyrir fjármálum og mundi fastgengisstefna eða gullfótur heimta aga frá ríkinu og minka umsvif þess, eins og viðskiptaráð leggur til. 45 % af landsframleiðslu til ríkis er of mikið er það ekki.
Það mætti halda að vinstri stjórn þessi væri að taka við vinstri stjórn.
Evrópska seðlabankanum er ekki heldur treystandi til að fara með þetta vald.
Þetta vald á lýðræðislega heima í vasa hvers vinnandi manns og þeim sköttum sem hann ynnir glaðlega og frjáls af hendi.


mbl.is Atkvæðagreiðslan nálgast
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Í rauninni eru aðeins óbein tengsl á milli peningamagns og þess sem við köllum verðbólgu en er oft þýtt sem "inflation" sem getur valdið misskilningi. Í ensku hugtökunum fyrir þetta er nefninlega gerður skýr greinarmunur á milli "inflation of money supply" (peningaprentun) og "price inflation" (verðbólgu).

Í umræðu um efnahagsmál á Íslandi er hinsvegar aldrei fjallað um peningamagn í umferð (M3) eða annað sem snýr að því hvað það er í raun og veru sem fram fer niðri í Seðlabanka (annað en að naga blýanta). Verðbólguna þekkjum við hinsvegar vel, og eins og þú bendir réttilega á þá getur aukið peningamagn í umferð vissulega leitt til aukinnar verðbólgu. Ástæðan fyrir því er einföld: eitt meginhlutverk Seðlabanka er að tryggja efnahagslegan stöðugleika með því að sjá til þess að peningamagn í umferð endurspegli réttilega þau verðmæti sem eru til staðar í þjóðarbúinu og gætu mögulega skipt um hendur í viðskiptum, en peningaseðlarnir sjálfir eru einskis virði, einu verðmætin felast í því sem við getum keypt fyrir þá. Önnur leið til að líta á þetta er að hver og einn peningaseðill sé í rauninni skuldabréf með veð í ákveðnum hluta af þjóðarbúinu, vextirnir af þeirri skuld (stýrivextir) eru svo ákvarðaðir af Seðlabankanum, óbeint að vísu en þetta er líka bara samlíking.

Ef peningamagn eykst umfram verðmætasköpun þá þýðir það fleiri mynteiningar pr. einingu áþreifanlegra verðmæta, og þegar áhrifa þess gætir á frjálsum markaði er það almennt verðbólguhvetjandi því annars væri um að ræða raunlækkun vöruverðs. Lykilatriði í farsælli peningamálastefnu er því að peningamagn aukist jafnt og þétt í samræmi við verðmætasköpun svo verðbólga haldist stöðug. Það sem gerðist hinsvegar hérna á Íslandi var að menn byrjuðu að taka erlend gjaldeyrislán í stórum stíl til að fjármagna innlendar fjárfestingar fyrirtækja og almennings, en um leið og einhver viðskipti eru fjármögnuð í erlendri mynt, þá verður "varan" hluti af erlendu hagkerfi og þar með hluti af "veðsetningunni" fyrir því peningamagni sem þar er í umferð. Þetta getur verið fullkomlega eðlilegt fyrirkomulag í tilviki vöruinnflutnings, t.d. byggingarefnis eða ökutækja. Hvort sem greitt er strax eða með afborgunum þá færast vörurnar úr erlenda hagkerfinu yfir í það íslenska, en þó ekki að fullu fyrr en búið er að greiða síðustu afborgun.

Vitleysan byrjaði svo fyrir alvöru þegar fólk var farið að taka húsnæðislán í erlendri mynt og fyrirtæki voru að fjárfesta stóran hluta sinnar uppbyggingar í erlendum lánum. Það sem gerist þá í stórum dráttum er að íslenskar fasteignir og atvinnurekstur eru veðsettar gegn erlendu peningamagni, og færast þannig í reynd út úr íslenska hagkerfinu yfir í það erlenda. Jafnvel þó að peningamagn í krónum talið haldist óbreytt, þá eru nú minni verðmæti eftir til grundvallar veðsetningu gjaldmiðilsins, þ.e.a.s. fleiri krónur pr. verðmæti en áður, sem eins og áður sagði eykur verðbólguþrýsting. Önnur leið til að líta á þetta er að ef þú kaupir íbúð með gjaldeyrisláni og Seðlabanki Íslands tekur ekki samsvarandi magn af íslenskum krónum úr umferð, þá er fasteignin í reynd orðin tvíveðsett, sem auðvitað gengur ekki heldur upp.

Annað sem hefur svo gjörsamlega eyðilagt efnahagslífið hér á Íslandi er hversu gríðarlega skuldsett íslensk fyrirtæki voru orðin (og eru enn!), svo mjög að vaxtaþátturinn er farinn að hafa bein áhrif á verðlag, en álagning á vöru og þjónustu er eina leiðin til að fjármagna vaxtagreiðslur fyrirtækis sem er rekið á fullri skuldsetningu. Heilbrigð skynsemi segir manni að það getur ekki verið sjálfbært viðskiptamódel því megintilgangur lánveitingar til atvinnurekstrar er að standa straum af fjárfestingu í uppbyggingu og endurnýjun sem skilar sér í vexti og/eða aukinni hagræðingu, og sá hagnaður myndar vaxtastofninn. Tekjurnar af álagningu eða öðrum daglegum rekstri eiga hinsvegar að mynda hagnaðinn af rekstrinum til hluthafanna, en ef þeir taka sinn arð eins og vant er ásamt því að skuldsetja fyrirtækið til að greiða sér enn meiri arð (sem ekki kemur til baka), þá er ekkert svigrúm eftir síðar til að greiða vexti að skuldunum nema með því að hækka álagningu einhverntíma í framtíðinni (verðbólga). Það sem hefur svo svo hraðað þessari þróun er að á sama tíma hafa stýrivextir Seðlabankans farið síhækkandi og hlutfall vaxtagreiðslna í rekstri fyrirtækjanna þar með aukist, sem skilar sér þeim mun hraðar út í verðlagið sem skuldsetningin er orðin meiri.

Rauði þráðurinn í þessu öllu saman er að menn hafa ekki verið að greiða sér arð sem skapast með eðlilegum hætti sem hagnaður af atvinnurekstri, heldur hafa þeir gert það með því að skuldsetja reksturinn og stinga peningunum í eigin vasa (labba út með atvinnutækin!). Með húsnæðislánum í erlendri mynt var svo engin að hagnast á neinni verðmætasköpun á Íslandi, heldur voru bankarnir að hagnast á því að flytja verðmæti úr landi, og sá hagnaður rann svo til stjórnenda í formi kaupaukagreiðslna o.þ.h. Sama með kvótann, um leið og hægt var að veðsetja hann voru menn fljótir að skuldsetja fiskveiðarnar og byrja að eyða peningunum í allskyns vitleysu (labba út með hráefnið!) en eftir standa framleiðslufyrirtæki með óviðráðanlega vaxtabyrði. Þegar gengi krónunnar byrjaði að gefa sig undan þessari óviðráðanlegu vaxtabyrði nánast alls atvinnulífs í landinu fyrir um ári síðan þá hækkuðu auðvitað afborganir erlendra lána enn meira, sem vegna toppskuldsetningar skilaði sér strax út í verðlag á öllum stigum verðmætasköpunar með þeirri afleiðingu að allt hækkaði. Eftir það upphófst vítahringur þar sem gengisfelling og verðbólga mötuðu hvort annað sífellt meir, í vítahring sem óhjákvæmilega hefur leitt til þess ástands sem nú ríkir: óðaverðbólgu.

P.S. Ég mana þig til að leita uppi hagfræðing og biðja hann að reyna að útskýra fyrir þér hvaðan peningar koma og afhverju í and$#*%anum er ekki bara hægt að hafa 0% verðbólgu?

Einnig er nauðsynlegt að skoða: Money as Debt og vald.org

Góðar stundir, og lifi byltingin!

Guðmundur Ásgeirsson, 6.2.2009 kl. 14:46

2 Smámynd: Vilhjálmur Árnason

Ég er alltaf að stúdera þessa hluti. Og enn að læra.Og takk fyrir áhugann. Ég er bæði búinn að lesa mikið á vald.org og ég er búinn að horfa á Money as dept. Hana verða allir að sjá.

Og já þarna er munur sem ég geri mér grein fyrir. Verðbólga er samt alltaf afleiðing mikilla aukinna peninga í umferð og þeir verða til dæmis til við útlán í banka.

Og takk fyrir góðar útskýringar á erlendu lánunum.

Og lyfi umbyltingin.

Vilhjálmur Árnason, 6.2.2009 kl. 18:26

3 Smámynd: Vilhjálmur Árnason

Ps ..samkvæmt minni sannfæringu eiga peningar að hafa verðgildi eða tengingu við auðlind.

Vilhjálmur Árnason, 6.2.2009 kl. 18:53

4 Smámynd: Júlíus Björnsson

Ef gjaldeyrir er ódýr þá kemur það íslensku reiðufjársugunum vel við útflutning fjármagns úr landi á leyni gjaldeyrisreikninga erlendis.

Svo hefur evran verið að falla mjög hratt gagnvart Dollar: þessar blokkir eru í samkeppni.   

Júlíus Björnsson, 9.2.2009 kl. 18:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband