Það er ekkert flókið við þjóðaratkvæðagreiðslu.

 democracy_bullet_sign_966595.jpg

Hinir og þessir fréttamenn, stjórnmálamenn og stjórnmálafræðingar vilja nú rugla fólk í ríminu og gera lítið úr þjóðar-atkvæðagreiðslunni.

Forsætisráðherra, ritstjóri fréttablaðsinns og Þorsteinn Pálsson og fleiri vilja túlka það sem svo að ekki sé verið að kjósa um neitt. Einn gekk svo langt að segja að atkvæðagreiðslan stríddi gegn heilbrigðri skynsemi.

 

En bíddu við ! Er málið eins flókið og óljóst eins og þetta fólk vill vera láta ?

Að mínu mati er þessi túlkun stjórnmálaskýrenda og fréttaritara meiriháttar reach, eins og það er kallað.

Hér eru nokkrar fullyrðingar sem gera málið kýr skýrt.

1.

Það er verið að kjósa um samning,  sem samþykktur var af Alþingi í sumar og forseti neitaði að samþykkja nema færi fram þjóðaratkvæðagreiðsla.

Já. viltu samþykkja samninginn .

Eða nei ég vil ekki samþykkja þennan samning.

2.

Menn segja að ef þessi verður feldur gildi sá fyrir.  Rangt.

Bretar samþykktu hann ekki og þessvegna fellur hann niður sem dautt tilboð sem var hafnað.

3.

Sumir segja að betra tilboð geri þjóðaratkvæðagreiðsluna marklausa.

Það er ekkert tilboð orðið að samningi og þessvegna mun þjóðaratkvæðagreiðsla fara fram. Það er ljóst að ef betra boð er á borðinu en þessi lög númer 1/2010 þá þarf ekki að kjóst þau burt, þau hafa ekkert gildi lengur. Þ.e.a.s. mótaliðar hafa fallið frá fyrri samningi og því er hann út af borðinu.

Þetta vita allir sem eitthvað þekkja til samningsréttar.

4.

Látið ekki rugla ykkur með einhverskonar froðu um að lýðræðisleg framvinda skipti ekki máli.


democracy.jpg
5.

Gangið úr skugga um að við setjum þátttöku met sem tekið verður eftir. Við verðum helst að ná yfir 80 % þáttöku þannig skalt þú ekki láta þér detta í hug að mæta ekki á kjörstað.

6.

Það er ekkert marklaust við samstöðu. Og láttu engann gera lítið úr lýðræðinu. Þó ófullkomið sé í átt til fullkomnunar. Sameiginleg viska okkar er mikilvæg.

 

7.

Það er alltaf jákvæður umbreytandi kraftur á bak við lýðræðisumbætur. Það er óhætt að treysta framvindunni, þannig virkar lýðræðið.

 

8. 

Sú umræða sem farið hefur fram í þjóðfélaginu um Icesave samningana, sem mörgum hefur fundist nóg um er partur af ferlinu.

 

9.

Snýst þetta um ríkisstjórnina ?

Þetta er atkvæðagreiðsla um samninginn. Allt annað eru ágiskanir og getgátur.

democracy1.jpg


mbl.is Kann að frestast um viku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Fínasti pistill hjá þér og vissulega nauðsynlegt að sem flestir kjósi.

Ég hef samt alltaf haldið að lögin sem um ræðir taki til ríkisábyrgðar en ekki samningsins sem slíks.

Því er eðlileggt að ætla að ríkisábyrgðin sem tók gildi í fyrri lögum sé í gildi en hinsvegar er enginn samningur í gildi sem þessi ábyrgð nær til.

Bretar gætu hinsvegar hvenar sem er á samningsferlinnu boðið samning sem uppfyllir þau skilyrði sem ríkisábyrgðin nær til og samþykkji samningsnefndin og ríkisstjórn þann samning þá er ríkisábyrgð lögfest nú þegar og engin þörf á að bera samninginn frekar undir Alþingi.

Ekki nema að það standi í fyrri lögunum að þau gildi eingöngu um fyrri samninginn, ég hef nú ekki gefið mér tíma til þess að athuga það en ég stóð allavega í þeirri meiningu eins fúllt og mér þykir það.

Arnar Geir Kárason (IP-tala skráð) 2.3.2010 kl. 20:41

2 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Þ.e. engu líkara, en að sumum stjórnarliða væri e-h svölun í því, að það væri léleg mæting á laugardag.

*En, mér sýnist tal um tilgangleysi þjóðaratkvæðagreiðslunnar, einmitt geta verið ætlað, til að draga úr aðsókn.

*þ.e. eins og sumir séu, raunverulega á mála erlendra afla, en vart myndu þeir sinna hagsmunagæslu fyrir þau lönd betur, en ef þeir væru formlegir starfsmenn.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 2.3.2010 kl. 21:24

3 Smámynd: Ómar Geirsson

Flottur og þarfur pistill hjá þér Vilhjálmur.

Hafðu þökk fyrir.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 2.3.2010 kl. 22:06

4 Smámynd: Júlíus Björnsson

Pour le Peuple et Par le Peule!

Látið ekki lýðræðisskrumara rugla ykkur í ríminu.  Lýðræðið er einfalt og auðskilið.

Engin sérfræðigrein ræður yfir því. Allir fæðast jafnir fyrir lögum og gildir það til æviloka.

Þeir sem draga lýðræði í efa eru óvinir lýðsins. Úlfarnir í Sauðgærunni.

Þeir sem ekki vita, er best að þegja.

Ekkert ríki blómstrar í Alþjóðasamkeppni með veikan neytendamarkað.   Vöruviðskipti fastra verðmæta er grunnurinn og til þess að geta selt verður Ríkið að geta keypt.

Því hærri sem grunnlaunin eru í samburði við önnur ríki því meiri að sókn til vöru viðskipta. Allir vilja selja til að skapa vinnu heima fyrir.

Vanþroskuð ríki lúta stjórn vanþroskðar stjórnvalda og hagstjórnarfræðinga. Þar eru grunnlaun lág. Til þess að geta selt þá er fólkið selt sem ódýrt framleiðslu afl.

Íslendingar eru Mature [Maður] í eðli sínu uppvaxnir meðan rímið var á sínum stað. Lýðræðilega sér í lagi. Uppvöxturinn [the development] er nauðsynlegt skilyrði en ekki fullnægjandi fyrir Þroska.

Eins og þingfulltrúarnir sanna með talsmáta og gerðum sínum. Öflugur neytenda markaður er þroska mælikvarði hins þroskað Alþjóða samfélags.

Valið gefur valdið sem er lýðsins. Fulltrúum ber að hlýða. Það eru engir refir í forustu á Íslandi og þeir græða ekkert á því að þykjast vera jafn þroskaðir og Ráðamenn í UK og Hollandi. Reyna að semja í upphafi var alltaf dæmt til að mistakast. Lið sem er enn að vaxa upp semur ekki við fullþroskaða.

Þegar upparnir í USA tala um Development eru þeir að tal um það sem kemur undan evolvement, gradual growth, evolution, maturation; progression.

Advanced er smart að borga fyrirfram en vanþroska að borga annarra skuldir. Í alvöru vöruviðskiptum  skiptir virðingin öllu fyrir framtíðina, stand á rétti sínum og bera virðingu fyrir Réttlætinu, ekki efast um það sem er siðferðis brestur af verstu gerð. 

Alþjóða samfélagið sá fyrir löngu út ráðbrugg Íslensku uppvaxtar elítunnar að nýta EES til að reyna að græða á reiðufjársviðskiptum á þrosku fjármálamörkuðum. Veðsetja heimil landsmanna og náttúruauðlindir og neyslu mátti á evru mælikvarði. Miðað við draslið sem var flutti inn má reikna með að EU sé ekki ánægt með upphæðirnar.

Íslensku  developing  fulltrúarnir eru lang frá maturation. Æðri Dómstólum Meginlandsins þar sem dómararnir alast upp við Orðabækur með velskilgreindum orða er treystandi til úrskurða í deilu þeirra sem eru að vaxa upp og hinna þroskuðu.

Íslandingar sjálfir monta sig Alþjóða vetfangi að vera develping. 

Lýræðið og málskilngur var þroskuð á heimsmælikvarða um landnám.

Bókvitið verður ekki í askanna látið. Hagstjórnfræðingar Íslandi eru ekki hátt skrifaðir á alþjóðamælikvarða lágmarkslauna: lykil hlekksins.

Það vita allir að vanþroskaðir aðilar á Íslandi fyrir áratugum voru að líta til Lúxemburg sveitaþorpið sem nú er með um hæstu þjóðartekjur í heimi.

Það var að ósk Þjóðverja og Frakka sem plöntuð þar niður Fjárfestinga banka sínum og í kjölfar fjöl mörg Bankaútibúum.   Lúxemburg var sett gegn Sviss. Í þennan Banka mun verðubólgu  [belgingur vegna innri hagnaðar] Þjóðverja og Frakka vera beint.  Það græðir enginn Ríkissjóður í EU á því að sanna lánagetu sína. Allir vilja þeirra auka skatta og vaxtatekjur Seðlabanka sinna. Seðlabankar hafa tekjur af séreignarbönkum.  Þar sem laun starfsmanna fara lækkandi með hverjum degi.

Júlíus Björnsson, 2.3.2010 kl. 22:06

5 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Sammála góðri greiningu hjá þér Vilhjálmur.

Magnús Sigurðsson, 4.3.2010 kl. 09:18

6 Smámynd: Vilhjálmur Árnason

Takk. Strákar muna að kjósa.

Vilhjálmur Árnason, 5.3.2010 kl. 01:16

7 Smámynd: Júlíus Björnsson

Já ég styð séreingarframtakið á heiðarlegum forsendum elska mín ættingja allt upp í 10 lið og vini, því styð ég réttlætið og segi nei við áframhaldandi spillingu.

Júlíus Björnsson, 5.3.2010 kl. 15:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband