Bloggfærslur mánaðarins, desember 2008

Lögleðir þrældóm á Íslandi.

Kona sem lögleiðir þrældóm í heimahögum og ætlar svo að segja öðrum þjóðum til verka ætti fyrir mína parta að skammast sín.
Taktu til í garðinum heima hjá þér áður en þú veður um í fjölmiðlum.

Verðtrygging er þrældómur lögleiddur og svona verk eru þau verk sem búa til hryðjuverkasamtök.
Þessvegna segi ég við þig kona. LÍttu þér nær.

Ef þú lesandi góður heldur að ég sé persónulega á móti Ingipjörgu Þá hefur þú rétt fyrir þér vegna þess að ég sé að hún er á villigötum. Ég held hún geri sér ekki grein fyrir þeim anda sem hún starfar í.

Í 5. Mósebók kafla 15 og versi 1, segir eftirfarandi: “Sjöunda hvert ár skalt þú veita umlíðun skulda.”
Og þetta er tekið upp í Jeremía 34:14: “Að sjö árum liðnum skuluð þér hver og einn gefa lausan hebreskan bróður yðar, sem kann að hafa selt sig þér.”
Sjáið til. Guð gaf þessi lagaákvæði til að hindra varanlegan þrældóm og varanlega fjötra.

Þau stjórnvöld sem ekki leiðrétta svona hluti eru ekki fólki sínu til heilla svo ekki sé meira sagt.


Ég spyr hvernig.


Hvernig mundi háttvirt Ingibjörg Sólrún sjá fyrir sér að sú ábyrgð væri tekin út ?

Er við stefnu stjórnvalda að sakast ? Mundu stjórnvöld viðurkenna að stefna þeirra hafi verið raung.Mundu þá stjórnvöld fara frá og láta kjósa á ný.

Er við akvarðannir ráðamanna að sakast ? Mundu þá ráðamenn viðurkenna vitlausar ákvarðannir og játa sök. Mundu utanríkisráðherra og yfirmaður hermála segja af sér.

Er við almennan ofbeldisanda í þjóðfélaginu að sakast ? Eða kemur sá ofbeldis andi frá yfirvöldum.
Þá í því samheingi að leiðtogar séu leiðtogar en ekki leiksoppar.

Mér finnst Ingibjörg vera vanhæf til þess að tala um ábyrgð.

Hún hefur ekki hugmynd um hvað ábyrgð er.


mbl.is Báðir ábyrgir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ég veit ekki hvað maður þarf að gera til þess að stjórnvöld leiðrétti mannréttindabrot.

Ég er farinn að hugsa um hungurverkfall.
Það er ótrúlegt að stjórnvöld séu svona miskunnarlaus í skjóli þess að þau séu að vernda bætur. Ég skil bara ekki að hugsunnarháttur ráðamanna geti verið svona hrillilegur.
Ég óska þeim alls hins vesta eins og þau óska þjóð sinni. Þau eru holdgerfingur kúgunnar og frestunnaráráttu.
Ég sé ekki að fólk hafi nokkuð annað að gera en aðgrípa til enn órvæntingafyllri aðgerða.
Forusta verkalýðsinns ver verðtrygginguna eins og honum sé borgað fyrir það. Ógeðslegt.
Ef að þetta fólk hefði snefil af réttlætiskend væru þau einfaldlega búin að leiðrétta þetta og mundu svo reyna að koma til móts við þá skerðingu sem skjólstæðingar þeirra mundu verða fyrir. Þau eru búin að gera Ísland að þrælaskipi.
Þess má geta að lög um bankaviðskipti voru réttlátari á miðöldum. Og bankalög Islam eru mannúðlegri. Þau eru falleg.

Á miðöldum voru lög um þrældóm mótuð. Þrældómur undir lánum og vöxtum var bannaður.

Þrældómur var tekinn upp aftur á Íslandi þegar verðtryggingarlögin voru sett.

Það er ótrúlegt að enginn Þingmaður sjái óréttlætið í þessu og leggi fram frumvarp til að breyta þessu.
Það er eins og það vanti hjartað í þingheim. Hvað kom fyrir ykkur. Er engin kærleikur eftir í ykkar frosnu hjörtum.
Hvað þarf fólk að gera til að þið hlustið og breytið rétt.


mbl.is Tóku yfir leikfimissal
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Laun fyrir ónýta hagstjórn.

Laun fyrir ónýta hagstjórn ættu að mínu mati að vera ekki neitt. Og uppsögn með góðri kveðju.
Og tvíhöfða forysta er ekki til heilla.
Málin sem þarf að taka á falla í skuggan á þeim málum sem forystusauðir flokkana deila um og halda fram sem lausn fyrir hagkerfið.
Geir vill Davíð og Solla vill evru. Sjálfstæðisflokkurinn er orðin afskræmi af því sem hann einu sinni stoð fyrir, og Samfylking er sorgleg blanda af hækjupólitík og vinsældarfroðu.
Peningamálastefnur þessaa flokka eru í báðum tilfellum algjörlega ónýtar. Engin lausn fyrir borgarana. Allt er gert til að viðhalda sama ástandi. Ég og mínir verða að halda sínu. Flokkarnir eru ónýtir. Það kemur ekki lausn fyrir fólkið frá þeim. Þeir skemma samfélagið með eiginhagsmunaákvörðunum.
Það á að leggja þessa flokka niður.
mbl.is Laun ráðamanna lækkuð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað er langt síðan fjármálaeftiritið fékk þett inn á borð til sín ?


Hvenær og hvað er fjármálaeftirlitið búið að hafa þetta lengi inni á borðinu hjá sér.

Efnahagsbrotadeild hafi beðið Fjármálaeftirlitið um nánari upplýsingar varðandi þessa samninga.

Hvernig væri svo að finna ut úr því hvort þetta hafi verið millifærslur eða hreinn þjófnaður.
Og svo ætti fjármálaeftirlitið að útskýra fyrir landsmönnum hvernig þessari ransókn miðar.
Þetta eru allt of stórar fjárhæðir til þess að tala ekki um.
Stjórnvöld eru að hlífa bankastofnunum sem er ekki gott fyrir Stjórnvöld né Bankana.
Ef bankar eru ekki traustsinns verðir þá á almenningur að vita það.
ÞEss má geta að 100,000,000,000 eru sú upphæð sem þarf til að gulltryggja nýju FISK krónuna með 14 tonnum af gulli frá Afríku.
Þá mundum við á einu bretti losna við verðbólgu ,vertryggingu, okurvexti og ótryggan gjaldmiðil.
En langstærsti hluti fræðimanna og bankastjóra eru lærðir í fræðum sem meðhöndla einkennin aftur og aftur, með skmtíma árangri.
Peningamálastefna þessi sem ég er að reyna að kynna fyrir almenning er flautuð af, af stjórnmálamönnum hagfræðingum og bankastjórum, vegna þess eins að þeir eru svo vanir að hugsa í flotgengishagfræði.

Nú stöndum við Íslendingar á tímamótum. Talað er um Evru sem lausn og hún er lausn miðað við það sem við búum við.
En peningamálastefna FISK krónunnar er svo mikil lausn fyrir þetta samfélag að evran fellur alveg í skuggann.


mbl.is Rannsaka millifærslur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Frábær hugmynd.

Sá sem átti hugmyndina að þessu er snillingur.
Þetta gæti orðið til þess að ég fái mér tertu.
Vona að það sé hægt að kaupa Samfylkingar og Sjálfstæðistertu.
mbl.is Bankamenn sprengdir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Var Jesú mótmælandi ?

Þöggun er stór partur af kirkjum sem starfa með ríkisstjórnum og eru styrktar af ríkinu.

Þetta veldur því að þjóðkirkjan verður hliðholl yfirvöldum. Og endar sem partur af lyginni.

Og þessi ritningarstaður er notaður til þöggunnar víða.
rom 13. 1
Sérhver maður hlýði þeim yfirvöldum, sem hann er undirgefinn. Því ekki er neitt yfirvald til nema frá Guði, og þau sem til eru, þau eru skipuð af Guði.
2
Sá sem veitir yfirvöldunum mótstöðu, hann veitir Guðs tilskipun mótstöðu, og þeir sem veita mótstöðu munu fá dóm sinn.
3
Sá sem vinnur góð verk þarf ekki að óttast valdsmennina, heldur sá sem vinnur vond verk. En viljir þú eigi þurfa að óttast yfirvöldin, þá gjör það sem gott er, og muntu fá lofstír af þeim.
4
Því að þau eru þjónn Guðs þér til góðs. En ef þú gjörir það sem illt er, þá skaltu óttast. Yfirvöldin bera ekki sverðið ófyrirsynju, þau eru Guðs þjónn, hegnari til refsingar þeim er aðhefst hið illa.

Það er aftur á móti líka alveg ljóst af gjörðum Jesú að hann stóð gegn spilltu yfirvaldi.

Handtekinn yfirheirður, laminn, og hann réðst harkalega á trúarbrögð sem voru ríkjandi þegar hann var uppi.

Og móðgaði forystu Gyðinga. Og þeir kolluðu hann ófriðarsegg. Og fangelsuðu hann af ótta við það að hann mundi valda óróa og Róm mundi senda herdeildir til að berja niður byltinguna með valdi.

Hann kollvarpaði hugmyndum ráðandi afla.

Þannig að ég sé þá sem gagnrýna trúarbrögð oft vera í hlutverki Jesú. Ekki alltaf samt.

Og þeir sem mótmæla eru að rísa upp gegn yfirvaldi sem er á villigötum alveg eins og Jesú.

Því að þau eru þjónn Guðs þér til góðs.Það er alveg víst að þessi stjórnvöld voru þjóðinni ekki til góðs.
Það er að segja yfirvald sem var og er leitt af hugmyndum sem eru ekki góð.

Eins og staðan virðist vera í dag.

Þjóðkirkjan er lömuð af ótta við að rugga bátnum og er blind að hluta.

Eins og á dögum Jesú er ráðandi trúarbragð orðið spillt og leiðist oft af ótta.
Og hugsar of mikið um að verja sig. Og segir lítið við ofríki svikum og kúgun almennings, í gegnum vertryggingu. okurvext og verðbólgu.
Samt eru þetta hlutir sem naga tilveru okkar dagsdglega.

Ég ætast ekki til að þú sert sammál mér. En við getum allavegana sameinast í andstöðunni gegn óréttlæti.
Og mótmælt saman með góðri samvisku.


mbl.is Þögul mótmæli á Akureyri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ekki var sagt frá því í þessari frétt.

Að Íslenska Gullkrónan FISK,sem stendur fyrir frjálsa Íslenska krónan.Hækkaði gagnvart öllu nema gulli auðvitað.
Það eru nú fjórir mánuðir síðan gullkrónan kom á markaðinn. Eftir sigur umbyltingasinna á vordögum.
Hún hefur sveiflast lítilega á markaði vegna framboðs og eftirspurnar.
En hú hefur verið innleysanleg fyrir sama magn af gulli allann tímann.
Samkvæmt ákvörðum lýðveldissinns Íslands.
Það gerir hana eins trausta og gull. Sem allur bankaheimur veit að stendur af sér alla fjármálastorma.
Hvað sem greiningardeildir segja.
Það gerir hana verðbólgu og verðtryggingarlausa.
Vextir eru orðnir mannlegir aftur og borgarar á Íslandi eru farnir að sjá hag sinn í því að spara.

Fréttastofa framtíðarinnar.


mbl.is Hækkun á Wall Street
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ekki veitir af.


Ég fagna því að það sé verið að kafa ofan í þetta.
En gæti verið að dótturfyrirtæki K.P.M.G verði ráðið.
Og álitið svo sett í skúffu.
Umboðsmaður Alþingis pissi á það og láti það kæsast í skúffuni.
Vegna þess að bróðir hanns á hlut í K.P .M. G.

Ég tek það framm að þetta eru getgátur, en raunveruleikinn er sorglegri en skálskapurinn þessa dagana.
Dæmi eru um atburðarás sem þessa víða í stjórnsýslunni.


mbl.is Leita ráðgjafar vegna Baugs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Opið á austurvelli.

Á austurvelli kl 15 á laugardag verður hægt að kaupa hlut í sameiginlegri framtíð þjóðarinnar.
Þeir sem þangað koma geta haft áhrif á framtíðina og mótað sögu þjóðarinnar.
Hlutabréf í framtíðnni munu hækka verulega í verði, í formi innleistra minninga.
Það getur verið að þú sért hrædd við umbyltingu í samfélaginu.
En óttinn hverfur um leið og þú sameinast í andstöðunni við spillingar yfirvöld.
Ef þú stendur fyrir utan og horfir bara á gætir þú lent í því að finnast þú ekki passa inní.
Þú þarft ekkert að koma með egg, en komdu með þig. Þú skiptir máli.
Þú ert dýrmætari en allar hagspár og verðbólgumarkmið.
Þú ert metinn hærra en allir bankar veraldar til samans.
Komdu.

Greiningadeild andspyrnunnar.


mbl.is Verslanir opnar á morgun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband