Nú sjáum við hvort við eigum heima í lýðræði eða spilltu auðveldi.

Það er augljóst hver vilji þjóðarinnar er. Það er augljóst hver staðan er. Það eru einungis afturhaldsöfl sem vilja ekki viðurkenna að lánakerfið eins og það stendur gjörónýtt í dag er ekki viðbjargandi. Róttækar breytingar verða að eiga sér stað. Stjórnmálamenn sem sitja á alþingi og í ríkisstjórn geta ekki frestað aðgerðum sem fela í sér viðurkenningu á því að verðtryggða lánakerfið er ónýtt.  Almenningur mun ekki sætta sig við aðgerðaleysi stjórnvalda lengur og ekki láta veiða sig út í Icesave umræður lengur.

Ég spái því að þessi ríkisstjórn muni falla ef þessi málefni fá ekki réttilega og sanna umræðu. Það gengur ekki fyrir forustumenn að stinga hausnum í sandinn, og tali um töfrabrögð.

Það er engin skömm í því fyrir stjórnmálamenn að hlusta á fólkið í landinu. Það er í raun virkt lýðræði ef okkur fólkinu í landinu tekst að þrýsta á breytingar, sem eru bráðnauðsynlegar fyrir hagkerfið.

 

 


mbl.is Ná ekki endum saman
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband