Óeðlileg stjórnsemi.


Nú ætla ég að taka það sérstaklega fram áður en lengra er horfið að mér finnst að leiðtogi sem gengur undir geislameðferð og höfuðskurðaðgerðir ætti að sýna sjálfum sér og þjóð sinni þá virðingu að taka sér frí í hvíld og endurnæringu, í erfiðum veikindum.
En þegar stjórnsemi og sú tilfinning yfirgnæfir að maður sé ómissandi þjösnast menn áfram.
Þetta gengur kannski til sjós við að slægja þorsk í stutta stund, heilsu til tjóns.
En gæti verið að veikindi hennar hafi áhrif á dómgreind hennar ?
Er Ingibjörg að taka lyf ? Er hún einig í lyfjameðferð ?
Ef hún væri flugmaður, fengi hún að fljúga ?

Margir mundu segja að það væri alfarið í hennar verkahring að ákveða hvort hún væri nógu heilsuhraust.
En það er einkenni ofstjórnunnar að sá stjórnsami treystir ekki samverkamönnum sínum til þess að stjórna.
Og situr þannig ótrúlega og óþarfa pressu á sjálfann sig.
Þetta má einnig heimfæra upp á ríkisstjórn.
Stjórnsemi, hroki og valdafíkn gerir það að verkum að ekki er hlustað á elilegar kröfur almennings.

Afskiptasemi sem þessi er Ingibjörg sýnir þarna, er einkenni ofstjórnunnar og er algjörlega óeðlileg.
Þarna sýnir hún vinkonu sinni vantraust. Hún treysti henni ekki til að tala opinberlega. Og vildi fá að hafa áhrif á það.
Þetta er þöggunar tilraun og vanhugsuð tilraun til stýringar.
Er ég að ráðast á Ingibjörgu þegar hún liggur, á sjúkrahúsi ?
Nei ég er að segja að Ingibjörg á að hvíla sig algjörlega á sjúkrahúsi.
Og treysta almættinu fyrir restinni.


mbl.is Ingibjörg Sólrún kom boðum til Sigurbjargar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Skarfurinn

Sammála þér þetta er algjörlega óviðeigandi að ráðherra sé að skipta sér af slíku að maður tali nú ekki um að hringja milli landa til að blanda sér í þetta. En ég set stórt spurningamerki við Sigurbjörgu, hvers konar vinkona er hún að láta þetta uppi á fundinum og neita að segja hvaða ráðherra var um að ræða finnst mér mjög lélegt, og illa svikinn er ég ef vinátta þessa tveggja er ekki fyrir bí  í dag.

Skarfurinn, 13.1.2009 kl. 20:25

2 Smámynd: Hlédís

þakka góðan pistil!

Hlédís, 13.1.2009 kl. 21:42

3 identicon

Hver hefur sagt að þær hafi verið vinkonur? Bara ISG. Hinni finnst það greinilega ekki vera svo. Hafi það einhvern tímann verið hefur því greinilega lokið þegar hótanirnar voru settar fram. Það er svolítið furðulegt að lesa skrif fólks sem leggur trúnað á það að þær hafi verið vinkonur bara af því að ISG þóknast að halda því fram, beinlínis til að koma höggi á Sigurbjörgu. Þessi framkoma ISG er fyrir neðan allar hellur, en henni lík í alla staði.

sleggjudómarinn (IP-tala skráð) 13.1.2009 kl. 21:48

4 Smámynd: Vilhjálmur Árnason

Já Sleggjudómari ,þetta er enn annar vinkill sem þú sýnir frammá.

Og ég er sennilega sekur umm að vera gabbaður af henni í þessu þar til ég hitti vin minn sem þekkir Sigurbjörgu persónulega. Og þá spyr ég hana að þessu.

Vilhjálmur Árnason, 14.1.2009 kl. 00:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband