Blessun Páfans.

Páfinn í Róm studdi mál mitt í morgunn með orðum sínum í frétt í fréttablaðinu í morgunn. Og ég sannfærðist enn meir um að sú leið sem ég hef verið að rannsaka dag og nótt með hjálp góðra manna, er sú leið sem Guð hefur valið fyrir þessa þjóð okkur til blessunnar og öðrum til fyrirmyndar. (athugið að ég segi að ég er sannfærður,það er ekki endilega svo með þig.)
Já það er gaman að finna að æðsti andlegi leiðtogi Rómversku kaþólsku kirkjunnar sé sammála mér um þau skref sem marka ber í peningastefnumálum.
Hann bað fyrir visku og framsýni. Hann sagði Ég bið fyrir því að þeir sem bera ábyrgð á pólitískum og efnahagslegum ákvörðunum láti visku, framsýni og almannaheill ráða för.
Ég er ekkert sérstaklega hrifinn af Páfanum en þarna sagði hann hluti sem voru mjög áhugaverðir.
Visku og framsýni er nákvæmlega það sem tillögur mínar í peningamálum opinbera.
Viska Salomons var frá Guði ekki honum. Það á einnig við um þessar tillögur.
Mitt er gullið og mitt er silfrið. Segir drottinn alsherjar.
Framsýnin er í því að sjá fyrir hrun fölsku peningana sem skortir kjölfestu.
Og viskan er að tengja gjaldmiðilin aftur því sem Guð skapaði. Auðlindum Jarðar.
Hagsmunamál fyrir útgerð vegna þess að gull fylgir oftast olíu fast eftir í verði.
Og stærsti kosnaður útgerðar er olía. Verð á olíu hækkar aðalega gagnvart dollar en ekki gulli.
Og svo eru þetta tillögur sem hafa almannaheill algjörlega í fyrirrúmi og setur fjárhagslegt vald almennings framar en stjórnmálamannana.
Þess má geta að langar og stórar skýrslur eru til sem leiða okkur í sannleikan um þessi mál.
En í einfaldleika sínum er hann þessi.
Seðlar með enga kjölfestu falla alltaf í trúverðuleika vegna ákvarðannatöku banka og stjórnvalda.
100 % gulltryggð króna mundi halda verðgildi sínu í vasa verkamannsinns og gömlu konunnar sem er búin að leggja fyrir.
Smátt og smátt mundum við færa okkur inn í heiðarleg viðskipti. Og raunveruleg vermæti.
Einn frægast bankamaður heims. Seðlabankastjórinn Allan Greenspan sagði eftir sinn langa feril og reyndar líka áður en hann hóf ferilinn að besta gengisstefnuformið væri gulltenging.
Nú starfaði hann við það lengi að beita ýmsum ráðum við að hemja sveiflur á markaði sem er náttúrulega með stæsta magn af seðlum í umferð, dollarann.
Og eitt af þeim ráðum sem notað er sem ráð til að hemja fjármagnskreppu er peningaprentun. í þessu tilfelli eru það trilljónir Bandaríkjadollara.Og svo verður til skekkja sem er reynt að leiðrétta á annan hátt. Svona gengur dansinn áfram og menn deila um hvað sé hænan og hvað sé eggið.
En Guð almáttugur var alltaf með sitt plan og það voru raunveruleg heiðarleg vöruskipti.
Seðlar eru notaðir sem gull. Gull í staðinn fyrir vöru eða þorsk.
Mannanna verk gera þetta að einhverju flóknu stýriverki sem þarf her af fólki til að greina og viðhalda í skefjum.
Því að þetta er einfaldlega rotið kerfi sem fjötrar alla.Og þetta þarf ekki að vera svona.
Það eru til plön um hvernig þessu væri snúið til baka.
Og þá stefnu ber einfaldlega að marka og taka.
Útskýra fyrir þjóðinni.
Þó að mér takist ekki að sannfæra þig hér á mun lífið sannfæra þig fyrr en seinna.
mbl.is Hvetur til útgjalda til þess að örva hagkerfi heimsins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband