Fordómar og skammsýn ofurtrú á að markaðurinn sjái um leiðréttinguna.

 Skattgreiðendur gerðir að þjófum og morðingjum.

Sagan mun sanna að hagsmunir bankastofnanna og sjóða fengu að ráða þegar 25 þúsund manns voru gerðir gjaldþrota. Hamfarakapítalísk hægri stefna sem á ekkert skylt við annað en algjöra blinda trú á að eðlileg markaðsöfl hafi ráðið fyrir hrun og ráði nú eftir hrun. Nú hefur rannsóknarskýrslan sýnt frammá að um stórfelld hagsvik var að ræða. Hvernig litið er á þessi mál hlýtur að breytast nú og afneitun getur ekki haldi áfram.

Leiðrétting er aftur á móti óumflýjanleg sama hversu oft IMF eða viðskiftaráðhera segir að ekkert verði frekar gert. Leiðrétting (Markaðarinns) IMF á að verða á kosnað almennings. En leið lífsinns er ekki á kostnað skattgreiðenda eins og ráðherrar tala um. Markvisst er unnið að því í orðræðu og riti að etja saman skattgreiðendum og þeim sem áttu að hafa farið óvarlega.  Það réttlætir aðgerðaleysi og dæmir þá sem fóru óvarlega úr leik. Vandamálið við þessa hugmyndafræði er að hún er byggð á fordómum, hún er lygi og hún mun kosta samfélagið meira, þvert á það sem prestar þessarar hugmyndafræði vilja láta í veðri vaka. 

Hugmyndafræði sem rífur sundur samfélög. 

Söguleg dæmi eru um svipaða huti fyrir þá sem vilja kynna sér.   En sérstaklega kemur ein saga í huga mér þegar rætt er um kostnað sem skattborgarar eiga að þurfa að greiða, eins og það er orðað. Notað sem réttlæting fyrir áframhaldandi svikum og drottnun bankakerfis í lýðræðissamfélagi. 

Þegar eyðni varð vart í bandaríkjunum fyrst var barist harkalega á þingi um fjárveitingar til rannsókna á HIV veirunni og lyfjameðferðum. Einn reyndasti þingmaður bandaríkjann stóð fastur á því að þeir sem fóru óvarlega ættu að taka afleiðingunum af því og samfélagið ætti ekki að kosta dýrar rannsóknir á sjúkdóm sem var sjálfskaparvíti. Málflutningur sem hljómar eins og hugmyndafræði IMF, bankana, stjórnvalda og þeirra sem trúa því að skattgreiðendur þurfi að borga brúsann fyrir leiðréttingar á óraunhæfum og útbólgnum kröfum. Allar ítrustu kröfur skulu innheimtar. Fólk getur sjáfu sér umkennt.

Þetta er ekki saga sem ég er að búa til heldur er úr okkar samtíma.  Fyrir þá sem hafa áhuga á að kynna sér hvernig þessi saga hefur skilaboð til okkar.

 http://topdocumentaryfilms.com/age-aids/    hluti 4....

 

Viðskiptaráðherr er klár en hann var snemma mataður af þeirri hugmyndafrði sem ræður ríkjum innan samfylkingar að þeir sem fóru óvarlega eigi að líða fyrir það. Semsagt nýfrjálshyggjan á að ráða áfram. Markaðurnn á að murka lífið úr almenningi.

Jón Steinsson hagfræðingur þar fremst í flokki ásamt Gauta B. bróðir Dags B Eggertssonar. Strax þegar leiðréttingar hugmyndir fóru að koma fram stukku þessir hagfræðingar framm á sjónarsviðið og allir áttu þeir það sameiginlegt að halda upi sterkum rökum fyrir aðgerðaleysi og oft á tíðum hljómuðu þessir men eins og þeir tryðu því að ekkert hefði gerts. Þórólfur Mattíasson kom svo og sagði að engar hamfarir hefðu átt sér stað og enginn forsendubrestur hefði átt sér stað. Sem var endurómun á orðum Jóns Steinssonar hagfræðings.

Hugmyndafræði dauðanns sem er sú hugmyndafræði sem hefur stýrt þessu hagkerfi undan farinn ár. Ef hún fær að ráða munu óeðlilegir og ískyggilegir hlutir gerast. Þeir eru þegar farnir að gerast. Stjórnvöld hafa ásamt jámönnum sínum trúað því að þeir sem setja út á aðferðir þeirra séu í leiðangri sem miðar að því að setja stjórnina af. Í raun hafa stjórnvöld valið sinn veg en líf stjórnvalda byggist á því að meta nýjar upplýsingar og vinda ofan af þrákeldni sinni við að afneita vandanum.  Bankarök hafa fengið að ráða og hafa menn horft á efnahegsreikninga bankana og staðið vörð um þá.

Gengistryggð lán eru varin sem sjálfsagðir samningar. Af stjórnvöldum.  

Ransóknarskýrslan um dugleysi núverandi ráðmanna verður enn svæsnari varðandi gengistryggðu lánin.

Rannsókn mun leiða í ljós hvernig Stefna samfylkingar var mótuð af bönkunum.  VG mun líða hrikalega fyrir að taka þátt í þessari ólýðræðislegu fordómaleið og stutt hana með þögn.

Ég endurtek að skattgreiðendur munu ekki líða fyrir þær leiðréttingar sem eru óhjákvæmilegar og skattreiðendur tapa aldrey á því að réttlætið nái fram að ganga. 

 

 


mbl.is „Skuldarar hrópa á réttlæti“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Júlíus Björnsson

Þegar Ísland gerðist aðili að ES þurfti all ekki leiðrétta höfuðstól og vexti íbúðalána 60% tekjulægstu neytenda við sveifluvakan, neysluverbólgumælikvarðar það er neysluvísutölu. Við megum ekki hafa meiri en 2,5% verðbólgu sveiflu næstu fimm ár fyrir inngöngu. Þessa gat Ríkistjórn hætt öllum leiðréttingum og einfaldlega sett 2,5% fasta grunnvextir á öll 25- 40 ára laun. Gefið viðbótarvexti frjálsa. En skylda íbúðalána sjóð af hafa vexti ekki hærri en 5% og miða lán sín við þá 60% tekjulægstu.

Hinsvegar er ekki eðlilegt að tryggja þessi íbúðalán við neysluverðlag utan Íslands.  Neysluverðlag er eitt það ótryggast og tryggir ekki stöðugt verðlaga á látekju húsnæði [Þeir sem er undir 600.000 í mánaðarlaun].

Alveg fáránlegt að setja í samhengi við áhættulán á veðverðtrygginga eða bundna sparifjárreikninga látekjufólks.

Leiðrétta ekki strax þessa hálfvita tenginu að mat IMF og Alþjóðasamfélagsins er ekkert annað en stjórnvalds eignarupptaka hinna almennu neytenda.  

Nær hefði verið að skattleggja hluthafa fjármálageirans frá 1994 sem heimtuðu arð í stað skynsamlegra afskrifta.  Til að borga reiðufjárskortinn sem sannaðist 2005 samber skýrslu starfsmanna AGS um þessi óráðsíu í Íslensku ráðstjórnar í neytendamálum. 

Júlíus Björnsson, 28.4.2010 kl. 01:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband