Bloggfærslur mánaðarins, október 2009

Nú er langavitleysan búin.

Langa svindlspil bankanna og auðvaldsinns er búið að vera.

Fólkið í landinu mun ekki láta bjóða sér neitt nema réttláta og sanngjarna viðskiptahætti. Við munum standa saman til þess að ná fram réttlæti og sanngirni. Við elskum bankana en þeir komast ekki upp með neitt kjaftæði. Við munum laga þá að vöknuðum viðskiptavinum.

Verðtrygging mun verða afnumin á þessu ári af okkur. Við nennum ekki að bíða eftir að alþingi setji þau lög. Við sjáum um þetta sjálf. Við förum í eilífðar verðtryggingarverkfall. Engin verðtrygging verður greidd á húsnæðislánum eftir fyrsta des. Það verður jólagjöf okkar til okkar sjálfra að hafna verðtryggingu í okkar samfélagi. Jólin verða borguð með verðtryggingunni en ekki kreditkortum. Janúarmánuður verður frábær.

Einungis verður greitt það sem eðlilegt getur talist. Við látum kúga okkur og svíkja lengur. Verðtrygging er svikamilla djöfulsinns. Og verður ekki liðin. Það tekur því varla að tala um gengistryggð lán, þau eru náttúrulega algerlega fáránleg og ólögleg, óinnheimtanleg og verðlitlir pappírar. Nem þeim verði snúið yfir í krónur frá lántökudegi.

Ekkert meira helvítis focking fock.

Allir með.

Við erum lýðræðið.


mbl.is Fegruðu bankar stöðuna?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Auðlindaskattur er frábær.

Þessir stöðugleika gaurar eru algerlega magnaðir.

Það er nú alveg sama hvað þessir jólasveinar segja þá er auðlindaskattur einn útpældasti og réttlátasti skattur sem til er. Ef við mundum skipta algerlega yfir í auðlinda skatt þá gætum við lagt af tekjuskatt eftir nokkur ár. Auðlindaskattur er frábær og látið engann ljúga neinu öðru að ykkkur. 

 


mbl.is Háskalegar skattahækkanir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband