Það er talað um að við séum vinnusöm þjóð.

 

 Við erum oft talin vera vinnusöm þjóð.

Það er ágætt en ef við högum neysluvenjum okkar þannig og launasamningum að við stólum á að framfærsla sé að koma úr yfirvinnu, þá erum við að skaða okkur sjálf og okkar nánustu með tímanum.

Í Japan hafavinnuveitendur greinilega gengið of langt en það er líka ábyrgð starfsmanna að taka ábyrgð á sinni heilsu og lífi.

Framleiðsla er meiri í löndum með styttri vinnuviku en við höfum vanist.

Nú hefur hún styst aðeins sem er til bóta í lang flestum tilfellum.

Nú hafa ransóknir stutt það með betri líðan barna í samdrættinum.

Foreldrar eru meira með börnum sínum.

Jákvæð þróun.

 

 


mbl.is Vann of mikið og lést
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Tókstu ekki eftir því að í fréttinni stendur hún skilaði yfir 80 vinnustundum á MÁNUÐI.

Sæþór (IP-tala skráð) 28.10.2009 kl. 20:52

2 Smámynd: Vilhjálmur Árnason

Yfirvinnustundum.

Vilhjálmur Árnason, 28.10.2009 kl. 21:44

3 Smámynd: ViceRoy

Treystu mér... vinnuálagið í Japan er svo margfalt meira heldur en hér á venjulegum vinnutíma... Fyrir utan andlegt álag... Þetta er svart og hv´æitt... Það er sagt að þeir í Japan sem missa vinnu hjá Mistubishi fermji flest sjálfsmorð, ef þú hefur misst vinnu hjá Mitsubishi þá færðu varla vinnu aftur...

 Þetta er allt öðruvísi kerfi... þýðir lítið að miða það við velferðavinnukerfi vesturlandaþjóðanna. Það er víst bara djók miðað við þessi lönd. 

ViceRoy, 28.10.2009 kl. 22:35

4 Smámynd: ViceRoy

Fyrir utan að hún gæti einfaldlega haft undirliggjandi sjúkdóm eða erfðafræðilegan sjúkdóm sem beið bara eftir að koma upp á yfirborðið... enginn pælt í því? Allir komnir í letikast til að afsaka frávik frá vinnu eða :P

ViceRoy, 28.10.2009 kl. 22:36

5 identicon

kannast við þetta vann 250 til 300 tíma á mánuði í 5 ár og hef verip óvinnufær núna í 2 ár

maggi (IP-tala skráð) 28.10.2009 kl. 23:57

6 Smámynd: Sigurður F. Sigurðarson

80 yfirvinnutímar í mánuði er önnur hver helgi og rúmlega 2 tímar á dag á virkum dögum að auki.  Þetta er nú ekki mjög mikið.

Sigurður F. Sigurðarson, 29.10.2009 kl. 08:03

7 identicon

 Ábending til Sigurðar F. Sigurðarson,  08:03  ekki mikill vinnutími miðað við það sem hefur tíðkast hér á Íslandi en vinnuálag á Mcdonalds er rosalegt .Íslendingar hafa vissulega skilað mörgum yfirvinnustundum.en menn geta fengið sér kaffi og sígó og spjallað.

hörður halldórsson (IP-tala skráð) 29.10.2009 kl. 12:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband