Brandarinn um stöðuleikasáttmálann.

 Svifaseinir ráðamenn kosta samfélagið miljarða á miljarða ofan.

 

Já þessir aðilar eru ekki trúverðugir þeir eru svifaseinir, þeir hafa valdið gríðarlegu tjóni. Þeir hafa haldiðað sé höndum þegar þeir áttu að berjast fyrir réttindum fólksinns í landinu. Af hverju komu þessar tillögur ekki fram fyrr ? Hver er kostnaðurinn af því að bíða meðan þúsundir fjölskyldna hanga í snörunni.

Ég fyllist viðbjóði þegar ég hugsa um hvernig lög eru tröðkuð niður í skjóli þessara manna.

Hversvegna í ósköpunum fer ríkisstjórn ekki að lögum og miðar aðgerðir sínar út frá því ? Hagsmunir fjármálastofnanna eru settir framar en líf.  Það er algerlega á skjön við lýðræði.

Lögin eiga að verja almenning í landinu. Lög nr 38 frá 2001 um vexti og verðtryggingu eru alveg skýr. Gengistryggð lán eru ólögleg. Þau voru lögfest á alþingi til varnar fólkinu í landinu og til þess að verja gengi krónunnar.

Tilbúinn lagaóvissa er sett fram í þessu máli. Og enn digla landsmenn í snörunni. 

Lagaóvissan á að vera á hinn veginn allir borga samkvæmt lögum og fjármálafyrirtækin ættu að vera í óvissu þar til niðurstaða fæst.

Hefur ASÍ ekki varið verðtrygginguna í allan vetur.  Þessir aðilar eru svikar við þjóðina. Así er rotið apparat sem verður að falla. Ég skora á félagsmenn ASÍ að láta orð Gylfa Magnússonar verða ykkar. Skiptið um forustu. Þessir menn eru ekki að vinna fyrir ykkur. Þeir eru að vinna við að viðhalda svikamillunni. Þar sem launafólk þarf stöðugt að endurnýja samninga sína vegna þess að verðtrygging hefur étið upp alla kaupmáttaraukningu. Það er vitlaust gefið. Og nú er komið nóg. Við hlustum ekki á málalengingar og málþóf lengur. Farið fram á að laun séu verðtryggð. Eða afnemið verðtrygginguna alveg. Núverandi verðtryggingarútreinkingar eru fáránlegir. 

Við erum að tala um líf fólks og fjölskyldna.  

Ég minni á að tillögur og úræði hafa verið til frá þvi fyrir kosningar. Er það eðlilegt hvað þetta hefur tekið langann tíma ?  Nei það er ekki eðlilegt.

 


mbl.is Mæta vanda 10.000 fjölskyldna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband