Með lögum skal land byggja og með svikum sundur slíta.

Það er eðlilegt að þjóð, almenningur, alþingi setji lög sem verja hagkerfið gegn svona samningum og í þeim anda var greinagerð við lög um vexti og verðtryggingu rituð .

Það var ástæða fyrir því að lög númer 38 árið 2001 voru sett. Það var til þess að vernda almenning í landinu og krónuna. Hagkerfið í heildina er í hættu þega lán eru tengd daggengi annara gjaldmiðla. Það er einfalt fyrir erlendar lánastofnanir að gera Ísland að þrælanýlendu í gegnum svona asamningia.

Það fer einfaldlega þannig fram...lánastofnanir í Evrópu finna einhverja banka á Íslandi sem eru tilbúnir að taka lán í erlendri minnt og þeir svo lána það áfram. Magn lána verður það mikið að hagkefið ber ekki skuldirnar og gengið fellur og þá þarf hagkefið að greiða tvöfalt af sinni vinnu fyrir lánin.

Þegar gengið hefir falllið hafa lánastofnanir hreppt hagkerfið í þrældóm. 

Það að gengistryggð lán hafi verið veitt inn á Íslenskann lánamarkað án þess að Fjármálaeftirlitið hafi gert eitthvað er skandall og svo er það algjör skandall að gengistryggð lán séu ekki yfirlýst ólögleg af ráðamönnum og þeim einfaldlega snúið yfir í krónur frá lántökudegi.

Hver ver það að þessum samningum sé rift ? Sá maður vinnur gegn þjóðarhag.


mbl.is Banna lán í erlendri mynt á Norðurlöndum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband