Ríkisstjórn ber ábyrgð.

Stefna ríkisstjórnar var valdur að hruni efnahagslífsinns.
Stjórnvöld axla ekki ábyrgð á því. Borgarar vilja kosningar.
Mótmæli stigmagnast. Lýðræðislegum kröfum er ekki sint.
Óskir eru vanvirtar. Ríghaldið er í völd sem lýðræðislega kjörnir fulltrúar ættu auðveldlega að gefa frá sér í lýðræðisríki og boða til kosninga. Mótmæli magnast. Harka færist í aðgerðir lögreglu. Almenningur sem hefur ekki fullþroska sýn á hvernig stjórnmálamenn taka ábyrgð í lýðræði hræðast mótmæli og fordæma. Hér er eitt dæmi.......frá í dag sent inn í dag

Hjá mér hefur myndast hefð að hittast með fjölskyldunni, borða góða síld og horfa á Kryddsíldina á stöð 2 á gamlársdag. Þetta er búið að vera viðburðaríkt ár og því beið maður spenntur að fylgjast með umræðunni.

En nei, einhverjir helvítis aumingjar og smákrakkar hafa bara greinilega ekkert betra að gera í dag en að eyðileggja þetta fyrir manni. Maður var rétt búinn með fyrsta bjór þegar hætta þurfti útsendingu! Það er fínt að mótmæla og maður beið nú bara eftir því að almennilega myndi sjóða upp úr í þessum mótmælum. En hvað í andskotanum gerði stöð 2 til að verðskulda þetta. Þetta mótmælendalið er ekki að gera neitt nema slæmt með þessari framkomu. Ekki bara gengu þau of langt, heldur eyðilögðu þau daginn fyrir mér og eflaust mörgum öðrum með þessari vitleysu.

Ég legg til að við myndum anti-mótmæla samtök sem myndu mæta á svæðið og berja þessa helvítis "mótmælendur". Það er nefnilega eitt að mótmæla almennilega og svo annað að gera sig að algjöru fífli og missa allt það "good will" sem fólk hafði á þessu. Það er verið að mótmæla að stjórnvöld höfðu ekki stjórn á ástandinu; en svo hafa mótmælendur enga stjórn á sjálfum sér.

Lets face it, fólkið sem mætti þarna til að mótmæla í dag eru bara hálfvitar

Ég segi bara ef það þarf ekki meira en þetta til að eiðileggja fyrir honum daginn þá vorkenni ég honum.
En afstaðan og fordómarnir sem koma upp í þessu bloggi eru magnaðir. Að einhver skildi voga sér að trufla hann við bjórdrykkjuna við sjónvarpið.
Ég er feginn að hann varð pirraður og dagurinn varð ónýtur hjá honum því að hann átti ekki skilið að eiga góðann dag hvort sem er. Maður með þessa fordóma á erfitt líf.


mbl.is Mótmælin áttu að vera friðsamleg
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Neddi

Takk fyrir að kalla mig hálvita, helvítis aumingja og krakka.

Svona þér að segja þá er ég nú reyndar 35 ára og var samt ekki yngstur á svæðinu.

Neddi, 31.12.2008 kl. 17:33

2 Smámynd: Neddi

Sorry, las þetta ekki nógu vel áður en ég kommentaði. En fyrra kommentið fer þá bara til þess sem að átti þessu fallegu orð.

Neddi, 31.12.2008 kl. 17:35

3 Smámynd: Vilhjálmur Árnason

Ekkert mál elsku vinur og takk fyrir mig þú ert hetja í mínum augum.

Vilhjálmur Árnason, 31.12.2008 kl. 17:53

4 identicon

Hahahahhha

Eru virkilega einhverjar bullur sem sitja heima með bjórinn sinn og eru á móti þessu ?

Sérstaklega í ljósi þess ranglætis sem á sér stað gagnvart öllum borgurum.

Það er ekki langt þangað til að þessi gaur mun ekki eiga fyrir Bjórnum.

Þá fer hann ábyggilega að mótmæla sjálfur :D

Már (IP-tala skráð) 31.12.2008 kl. 17:58

5 identicon

Ég græt það þurrum tárum þótt þú og einhverjir aðrir hafi misst af sjónvarpsþætti. Við erum að reyna að koma þessari ríkisstjórn frá, við erum að reyna að fá því framgengt að hreinsað verði til í bönkunum og eftirlitsstofnunum.  Það má alltaf við því búast að einhverjir gangi lengra en meðalmanninum hugnist en að það séu einhver rök fyrir því að mótmæli eigi ekki rétt á sér, að barn Guðs hafi ekki fengið að hlusta á froðusnakk ráðamanna yfir bjórnum sínum, það er nú bara hlægilegt.

Eva Hauksdóttir (IP-tala skráð) 31.12.2008 kl. 22:23

6 Smámynd: Vilhjálmur Árnason

Kæra Eva þú hefur ekki lesið bloggið mitt nógu vel held ég.

Ég nota bút úr bloggi sem maður sendi inn til að útskýra fáránlega afstöðu til mótmæla.

Gleðilegt ár.

Vilhjálmur Árnason, 1.1.2009 kl. 01:09

7 identicon

Afsakaðu flumbruganginn í mér Vilhjálmur, það er rétt hjá þér, ég hef ekki lesið þetta nógu vel. Gleðilegt ár

Eva Hauksdóttir (IP-tala skráð) 1.1.2009 kl. 01:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband