Munið hver orsök mótmæla er.

Lang stærsti hluti þjóðarinnar vill kosningar. Stjórnvöld vilja ekki axla ábyrgð. Og nú munu þau ekki axla ábyrgð á því að mótmæli munu á einhverjum tímapunkti fara úr böndunum á einhvern hátt. Þau vilja sitja í friði og ráðskast með vilja þjóðarinnar áfram og rembast við að móta almenningsálit sér í hag. Og reyna afvegaleiða umræðuna í samfélaginu á þann hátt sem er ekki neinum til góða. Svo ekki sé meira sagt.

Ungir menn og konur sem eru að mótmæla í dag skilja hvert við stefnum með þetta forustulið í brúnni og þessvegna mun örvænting þeirra eingöngu magnast, og ekki að ástæðulausu. Vegna þess að ég er ekki viss um að ráðamenn þjóðarinnar geri sér grein fyrir skaða þeim sem stefna þeirra veldur.
Einkavæðinga-evrópuflótti. Bankadýrkun og hernaðarbrölt.
Auðvaldsdýrkun á kostnað ungu kynslóðarinnar og nægjusamra. Okurvaxtastefna, verðtryggingar og skuldafjötrar.
Peningamálastefna sem færir auðin frá þeim sem minna meiga sín til þeirra sem meia en nóg hafa.
Unga fólkið á enga framtíð. Lýðræðið á enga framtíð.
Ég skil vel að einhverjir missi stjórn á sér ef ekki núna þá hvenær ?
Ofbeldi er aldrei lausn í eðli sínu en oft óhjákvæmileg afleiðing ófullnægjandi stjórnarhátta.


mbl.is Fólk slasað eftir mótmæli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Orð þín segja þetta 100% rétt.

Ofbeldi stjórnvalda gagnvar þegnum landsins er óafsakanlegt.

ÉG mun ekki fyrirgefa það sem af mér hefur verið stolið. Aldrei !

Það er akkurat það sem hefur verið gert Íslendingar.

Það er verið að ræna ykkur og það um hábjartann dag.

Svo er fólk að gangrýna þá sem stugga við þjófunum.

Sorgleg þjóð.

Þórður Már (IP-tala skráð) 31.12.2008 kl. 16:41

2 Smámynd: Björgvin R. Leifsson

Því miður er alltaf til fólk, sem styður stjórnvöld og óbreytt ástand alveg fram í rauðan dauðann. Sorglegt en satt.

Björgvin R. Leifsson, 31.12.2008 kl. 16:58

3 identicon

Loksins einhver sem hefur eitthvað af viti að segja hérna á þessum mörgum blogg færslum varðandi þessa grein.

Segi það aftur ef allt hefur verið reynt og ekkert gengur tekur ofbeldi við.

Jón pálsson (IP-tala skráð) 31.12.2008 kl. 17:33

4 identicon

Glæsilega sagt. Gaman að sjá að það eru ekki allir með hausinn upp í rassgatinu á sér varðandi þetta mál.

Það kemur alltaf betur og betur í ljós að í þjóðarsál íslendinga virðist búa kaghýddur þræll, ef viðbrögð bloggelítunar er eitthvað að marka.

En ef fólk er ekki reitt núna, þá hvenær? Það er búið að ræna okkur framtíðinni, það er búið að ræna okkur mannorðinu, það er búið að ræna af okkur peningunum...

Meðan ríkisstjórnin axlar enga ábyrgð verður þetta svona, þetta á bara eftir að versna á útmánuðum þegar fjöldi fólks verður atvinnulaus og lítið annað að gera en akkúrat eitthvað svona sprell..

Ingibjörg Sólrún þarf að koma niður úr fílabeinsturninum og átta sig á því að það vill enginn sjá hana við völd.

Kári Gautason (IP-tala skráð) 31.12.2008 kl. 17:47

5 identicon

Fólkið í landinu er ekki hér sagði Ingibjörg Sólrún ég var þar. Hvað er ég búsettur norður á landi enn með vinnu verktaki með dráttarvél og haugsugu fyrir bændur og hlutastarf í Securitas Akureyri. Einn af ykkur við skulum berjast fyrir réttlæti ég stend með ykkur ef friðsamleg mótmæli duga ekki þá verða átök. Ofurlaun bankastjóra starfslokasmaningar og pólitískar ráðningar verða að vera barn síns tíma firr getum við ekki verið sátt. Allt var þetta réttlætt með að þeir sem væru í þessum stöðum yrðu að vera með slík laun vegna þeirrar gífulegu ábyrgðar sem þessar stöður bæru með sér. Hvar er ábyrgðin? eingin hefur stigið framm þannig að fólkið í landinu verður að draga hvern og einn eins og lömb í réttum til ábyrgðar. Áframm nýja Ísland.

Sigurður Haraldsson (IP-tala skráð) 1.1.2009 kl. 07:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband