Sammála bloomberg.

Sjálfur var ég í Los Angeles þegar óeirðir brutust út.
Eftir að Rodney King var laminn til óbóta af lögreglu.
Svartir héldu ró sinni og biðu eftir aðgerðum stjórnvalda. Eins og nú.
Og það sauð uppúr vegna ófullnægjandi aðgerða yfirvalda, dómsvalda og lögreglu.
Haldið var hlífiskyldi yfir sekum mönnum. Enginn sagði stefna okkar var röng við okkur er að sakast.
Og dómsstólar og lagafroða voru notuð til að verja siðferðislega rangann hlut.

Það er rangt að stela og svíkja og ljúga.
Landráð hafa verið framin og landráð er verið að fremja.
Afglöp voru framin og afglöp er verið að fremja.
Seðlabankinn er skrímsli. Stjórnvöld eru ómanneskjuleg.

Hvernig er stjórnvöldum að takast það, að fullnægja réttlætinu ?
Frammistaða þeirra er algjörlega ófullnægjandi.
Og ég sé ekki neina afsökunn sem stjórnvöld hafa.
Þó að þau séu í raun ekkert nema ein stór afsökunn alla daga.

Það sem við erum að sjá í okkar samfélagi er það sama og gerðist þarna einn sumardag í borg englanna.
Nú er að verða til stór hópur fólks sem er verið að kremja ,réttarfarslega ,fjárhagslega og andlega.
Og vonir þeirra um réttlátt samfélag eru lítilsvirtar.
Ef eldar loga um áramót mun það vera skrifað á reikning ríkisstjórnarinnar.
Og allt til þess eins að stefnur flokka haldi andlitinu, og fylgi tapist ekki. Aumkunnarvert.
Völd frekar en þjóðarhagur og lýðræði. Óttaslegnir auðvaldspúkar, dúkkur.
Þá fylgi ég nú frekar norninni en óabyrgum leiðtogum.
Þess má geta að til eru góðar nornir sem leggja bara seiði á illsku spilltra manna.
Og vilja þeim ekkert meira en það að þeir sjái að sér.
En eins og á miðöldum vilja sumir brenna þær fyrir kukl og djöfladýrkun.
En meiri er sá djöfull sem reið þessu samfélagi nánast til heljar. Og hann heitir mammon. Og rót hanns er fégræðgi.
Ég er bara ekkert hissa á að menn noti ýmsar aðferðir til að koma þessari spilltu stjórn frá.

Ég sá eldana byrja í fjarska og svo færðust þeir ofar í borgina eftir því sem leið á hvöld.
Um morguninn blasti við gríðarlegt eignartjón

Um daginn sá ég sýn.
Ég sá Austurvöll fullan af fólki.
Fólkið var dansandi af fögnuði þegar ríkisstjórnin fer frá og boðar til kosninga.


mbl.is Óttast að uppúr sjóði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

...og hvað... hvað heldur þú að komi í staðinn?!  Held að Íslendingar komi til með að berjast í gegnum þetta óveður án ofbeldis, þannig höfum við gert það fram að þessu.  Við erum ekki ólýður (nema nokkrir örfáir menntaskólanemar).

Funi (IP-tala skráð) 23.12.2008 kl. 10:49

2 Smámynd: Vilhjálmur Árnason

Ég vona svo sannarlega að það verði ekki ofbeldi sem fellir þessa stjórn.

Og hvað held ég að komi í staðinn.

Lýðræðislegar kosningar og krafturinn á bak við þær.

Umbreitingakraftur sem við þurfum á að halda.

Það sem stjórnvöld gerðu með því að boða ekki til kosninga er í rauninni svo djöfullegt að ég held að þjóðin sé ekki enn búinn að gera sér grein fyrir því.

Þar sem öll lýðræðisleg framvinda er molbrotin. Siðferði er traðkað og ábyrgðarleysi í hávegum haft.

Þetta hefur víðtækar afleiðingar út í samfélagið.

Enginn játar á sig neitt og lygin magnast upp.

Ógeðfeld spenna magnast upp með þeim sem sjá í gegnum blekkinguna og hrokkann og þeir fyllast af heilagri reiði til að vinna af öllum mætti gegn þesu valdi.

En það verða fleiri atriði sem eiga eftir að koma í ljós.

Og persónulega þá hlýði ég bara heilu yfirvaldi.

Þetta stjórnvald er óguðlegt svo ekki sé meira sagt.

En ég vona að stjórvöld finni hjartað í sér aftur og fari frá völdum.

og gefi þjóð sinni það sem hún hefur beðið um.

Yfir 70 % vilja kjósa eins fljótt og hægt er.

Vilhjálmur Árnason, 24.12.2008 kl. 01:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband