Hvernig aukum við eftirspurn eftir þrælum ?

Það er alveg ljóst að þar sem strippstaðir og vændishús eru leifð er jarðvegur og tilbúin eftirspurn eftir löglegu vændi.

Þetta er atriði sem er ekki hægt að horfa framhjá og segja að um sé að ræða siðapostula hræsni eða mannfyrirlitningu. 

Sumir tala um að sé verið að berjast gegn eðli mannsinns með því að banna vændi eða strippstaði. 

Og aðrir segja að hlutirnir hverfi ekki með því að banna þá.

Mig langar aðeins að skoða þessi rök. 

Fyrri rökin um eðli mannsinns.

Það er ekki í eðli mannsinns að kaupa sér kynlífsþjónustu (mér finnst orðið hóra ágætt vegna þess hve gildishlaðið það er). Kynlífsþjónusta er orð sem er notað til þess að gera þetta fínt.

En eins og ég segi þá ganga þessi rök ekki up því við gætum þá sagt að það væri í eðli mannsinns að stela og þá ætti að leyfa það líka. Það er í eðli mannsinns að fjölga sér og njóta nándar og elsku. Sumir fara þess aftur á móti á mis með ýmsum aðferðum.

Mín reynsla er að maður sem kaupir sér kynlífsþjónustu sé í tilfinnaingalegri eða andlegri krísu sem kynlífsþjónustan hjálpar honum ekki út úr. Kynlífsþjónusta er þessvegna engum til gagns og eykur aðeins eftirspurn eftir frekari kynlífsþjónustu og býr til viðskiptavini. Eins og öll þjónusta hefur tilhneygingu til að gera.

 Vændi, strippstaðir og önnur kynlífsþjónusta eykur með tímanum eftirspurn eftir vændi og er jarvegur fyrir þrælahald. Framhjá þessu verður ekki horft nema með hroka og útúrsnúuningi.

Viljum við að Reykjavík stuðli að meiri kynlífsþjónustu og auki eftirspurn eftir þrælum.

Rökin um atvinnufrelsi hafa verið hrakin.  Nenni ekki að fara niður þann sorglega veg.

En spurðu þig að því hvort þú viljir að dóttir þín vinni á hóruhúsi ?

 


mbl.is Græða 393 milljarða á mansali
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Margrét Elín Arnarsdóttir

Ég aðhyllist frjálshyggju meira en nokkra aðra hugmyndafræði, en hef einmitt aldrei séð hvernig frelsi og vændi tengjast. Er algjörlega sammála þessum pistli þínum!!!

Margrét Elín Arnarsdóttir, 29.6.2010 kl. 14:14

2 identicon

Ég sá viðtal við þroskaheftan mann í Svíþjóð þegar kaup á vændi var bannað þar, Hann sagði að þetta myndi eyðileggja sinn séns að fullnægja kynfreðislegum þörfum sínum vegna þess að hann hefði engan séns á neinu öðru!

Hef eiginlega enga skoðun á þessu sjálfur en finnst að sjónamið eins og þessi verði líka að koma fram.

Högni (IP-tala skráð) 29.6.2010 kl. 14:36

3 Smámynd: Margrét Elín Arnarsdóttir

Hvað varð um sjálfs er höndin hollust??? Ekki er fólk að fá persónulega nánd með því að kaupa e-n!! Hvað með allt fólkið sem er ófrítt, eða feimið, á það bara að eiga fullan rétt á að kaupa sér manneskju sem er kannski eingöngu að þessu vegna lífshótana, eiturlyfjafíknar eða var seld sem lítið barn til að veita svona "þjónustu", hvað með þeirra rétt??? Mér finnst hann ívið sterkari!

Margrét Elín Arnarsdóttir, 29.6.2010 kl. 14:42

4 Smámynd: Ólafur Guðmundsson

Högni, að sjálfsögðu á þetta sjónarmið engan rétt á sér. Það á enginn rétt á því að það sé leidd manneskja (í þessu tilfelli væntanlega jafnvel tilneyddur kvenmaður) undir sig til þess að þessi Svíi fái sínum kynferðislegum þörfum fullnægt. Það á enginn rétt á því að stunda kynlíf með annarri manneskju. Svo einfalt er það.

En...

ég er eins og þú Margrét, ég aðhyllist frjálshyggju meira en nokkra aðra hugmyndafræði en ég er algjörlega ósammála þessum pistli. Höfundurinn, Vilhjálmur Árnason, segir að sín reynsla sé sú að maður sem borgar fyrir kynlíf sé í tilfinningarlegri eða andlegri krísu. Þetta rímar mjög við það sem að mikið er talað um að sá sem að stundar vændi þurfi á mikilli hjálp að halda. Svona alhæfingar er einfaldlega rugl. Vissulega eru margir sem stunda vændi ótilneyddir ég lít ekki framhjá því en hvað kemur okkur það við hvað aðrir gera af fúsum og frjálsum vilja og sem að skaðar ekki neinn? Það er kjarninn í frjálshyggju.

Kynlífs„viðskipti“ eru alltaf sett upp að sá sem borgar er að nýta sér eymd þess sem tekur við greiðslu, m.ö.o. karl notar sér eymd vændiskonunnar. Þá má spyrja sig, hvað með kynlífs„viðskipti“ tveggja karla? Hver er fórnarlambið?

Ég get spurt sjálfan mig hvort að ég vilji að dóttir mín vinni í hóruhúsi (að því gefnu að sú starfsemi sé lögleg). Það má vel vera að mér væri ekki sama en það kemur mér ekkert við hvað fullorðin einstaklingur gerir við sitt líf svo fremi sem hann skaðar ekki sig eða aðra. Svo einfalt er það.

Ólafur Guðmundsson, 29.6.2010 kl. 15:20

5 identicon

Það hafa alltaf fundist vændískonur í Reykjavík. Þær vinna heima.

V. Jóhannsson (IP-tala skráð) 29.6.2010 kl. 15:23

6 Smámynd: Vilhjálmur Árnason

 Ólafur Guðmundsson, 29.6.2010 kl. 15:20

Svona alhæfingar er einfaldlega rugl. Vissulega eru margir sem stunda vændi ótilneyddir ég lít ekki framhjá því en hvað kemur okkur það við hvað aðrir gera af fúsum og frjálsum vilja og sem að skaðar ekki neinn? Það er kjarninn í frjálshyggju.

Í fyrsta lagi ..þegar ég segi að eitthvað sé mín reynsla þá er ég að segja að það sé mín reynsla þá er ég einmitt ekki að alhæfa um eitt né neitt.

Sá sem telur að frjálshyggja snúist um að hverjum sé frjálst að gera hvað sem er án tillits til samfélags eða vilja annara í samfélagi er að misskilja hvað frelsi snýst um og líka hvað frjálshyggja snýst um. 

Frelsi án reglna eða lagaramma um frelsi er vonlaust. 

Frelsi til þess að keyra um götur borgarinnar er háð reglum. Það á einnig við um aðra hluti.

Reynsla annar þjóða er algerlega skýr. Löglegt framboð af kynlífsþjónustu skapar óþarfa eftirspurn.

Sá sem ekki tekur tillit til vilja þess samfélags sem hann lifir í er ekki að framfylgja frjálshyggju.Það er aftur á móti nýfrjálshyggja. Sem gengur of langt í frelsinu án nokkurrar siðferði eða samfélagsvitundar. 

Ég segi að ef dóttir mín væri farin að vinna á hóruhúsi gæti ég svo sem ekkert gert í því en ég gæti mögulega komið í veg fyrir að hóuhúsið fengi starfsleyfi.

Mitt mat er að frjálshyggja í þessu samhengi sé algerlaga mistúlkuð og breidd yfir svið sem hefur ekkert með raunverulega frjálshyggju. Heldur einhverskonar afsökun fyrir því að gera hvað sem er.

Vilhjálmur Árnason, 29.6.2010 kl. 16:25

7 identicon

Ólafur, að sjálfsögðu eiga öll sjónarmið rétt á sér í lýðræðisþjóðfélagi, fólk hefur meira að seigja rétt til að hafa "rangt" fyrir sér.

Ég var að tala um vændi ekki mannsal tvent ólikt.... Við bönnum ekki bíla þótt sumir keyri fullir eða of hratt og drepa saklausa borgara, við bönnum fólki ekki að vinna af því að þrælahald þekkist í heiminum.

Högni (IP-tala skráð) 29.6.2010 kl. 17:02

8 Smámynd: Margrét Elín Arnarsdóttir

Ólafur já ég er alveg sammála því, að fólk á að geta gert það sem það vill. En staðreyndin er hins vegar sú að kynlífsiðnaðurinn er fullur af þrælahaldi, það er bara staðreynd, og á meðan við viðurkennum hann sem bara okei þá er ég á því að við séum að skapa eftirspurn, þ.e. með viðurkenningunni þá sækist fleiri í hann en ella - þetta er auðvitað efni í heila ritgerð, en þú skilur ábyggilega hvað ég meina! Og þá kemur auðvitað mergurinn málsins: ef að þú ákveður, sökum þess að það er löglegt og þú ert frjáls til að gera slíkt, ákveður að æj núna langi þig að prófa að fá þér aðeins á broddinn með ókunnugri manneskju og kaupir þér slíka þjónustu, hvernig í ósköpunum veistu þá hvort að manneskjan sé að gera það að fúsum og frjálsum vilja eða hvort hún sé neydd til þess? Á meðan þeirri spurningu er ósvarað finnst mér vændi Aldrei eiga rétt á sér!!!

Margrét Elín Arnarsdóttir, 29.6.2010 kl. 17:38

9 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Vilhjálmur ég tók eftir að þú skrifaðir "mín reynsla"það er alveg örugglega ekki ætlun þín að vísa til þess að þú hafir reynslu af vændi það er á hreinu einfaldlega vegna þess að ef þú eða einhver myndi stunda slíkt segði hann ekki frá því á blogginu

Skoðun mín á vændi er að það ætti ekki að viðgangast!

Sigurður Haraldsson, 29.6.2010 kl. 19:01

10 Smámynd: Vilhjálmur Árnason

Mín reynsla er ekki bara mótuð af því sem ég geri heldur einnig af því sem ég sé og heyri.

Vilhjálmur Árnason, 29.6.2010 kl. 21:15

11 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Já það reiknaði ég með

Sigurður Haraldsson, 30.6.2010 kl. 01:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband