Bilun.

Hagnaður bankana í þessu árferði er algerlega óeðlilegur. Siðferðilega brjálaður. Á meðan hagvöxtur er neikvæður er algerlega brjálað að bankarnir skili hagnaði uppá 50 miljarða og ávöxtun þeirra eigin fé sé yfir 30 %

Í raun ef allt væri eðlilegt ætti ávöxtun að vera 0-4% þar til  hagvöxtur er orðinn jákvæður.

Eina sem getur réttlætt þennan hagnað er að tap sem mun verða vgna gengistryggðra lána sé ekki tekið inn í þessar hagnaðar tölur.  

Ég hef ekkert á móti þvi að bankar skili hagnaði en þegar hagkerfið er í lágum gír eiga vextir að lækka og á meðan hagvöxtur er neikvæður ætti ávöxtun að vera lítil. Þar til betur árar. annars er um óeðlilega tilfærslu fjármuna að ræða.


mbl.is Hefur kostað yfir 350 milljarða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Taktu ekkert mark á þessu - en fyrir hrun voru bankarnir alltaf að eigin sögn með bullandi hagnað.

Að stórum hluta, er þetta hókus pókur - en bankarnir kaupa skuldabréf af Seðlabanka, á einu ári yfir 200 milljörðum andvirði, gegn háum vöxtum.

Þeir vextir eru við drjúgur hluti "hagnaðar".

Á sama tíma, eru nær engin útlán - en talan yfir lán er megninu til eitt skuldabréf gefið út af Landsbanka til kröfuhafa.

Ástandið er mjög óeðlilegt, í reynd. Sennilega eru bankarnir ekki "solvent".

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 6.6.2010 kl. 20:58

2 Smámynd: Júlíus Björnsson

Bankar falla undir þjónustu geira og í siðuðum ríkjum er þeirra hagnaður ákveðið hlutfall af hagnaði viðskiptavina þeirra.

Hér er þetta hluti af skipulagðri elítuglæpastarfsemi gagnvart hinni Íslensku þjóð. Einn aðal skattstofn hennar. 

http://juliusbearsson.blog.is/blog/juliusbearsson/entry/1051303/

Ástæða þess að Ísland er flokkað til vanþroskaðra ríkja efnahagslega þrátt fyrir raun þjóðartekjur er sú að hér kunna menn ekki að reikna á langtíma vaxta grunni og miða alla langtíma reikninga við eitt ár.

Þetta gera hin þroskuðu ríki ekki og miða vexti við þann tíma sem þeir spanna. Sér í lagi hvað varðar 1.veðréttar húsnæðislán millistéttarborgara.

Þar hafa grunnvextir allaf verið á bilinu 1,79%-1,99% eða 20%-30% á 30 árum. Hér á landi erum við að tala um 120% grunnvexti í samanburði, sem vanþroskuðum Íslendingum þykir of lítið. Kynslóðirnar hafa aldrei staðið undir þessu og þess vegna hefur uppbygging á þéttbýlisvæðum landsins undir þessari raunvaxta kröfu alltaf verið borguð með erlendum lántökum og samsvarandi gengisfellingum.

Þetta heita millufærslu leikir og réttlæta endurreisn geirans sem hefur haldið ráðstöfunar tekjum almennings niðri frá stofnum lýðveldisins.

Nú er þroskað alþjóðasamfélagið búið að nóg að mínu mati og verðum með 40% lægri þjóðartekjur á starfandi en í Færeyjum næstum öldina. Ný Fundaland aðferðin er leiðin til að auka hér tekjur á starfandi. Útlendingar munu aldrei láta vanþroskað geira annarra ríkja fita sig á sínum þegnum til langframa.  

Til þess að gera vanþroskað ríki með háar raunþjóðartekjur á starfandi þroskað í augum hinna þroskuð ríkja þarf einungi einn ráðandi aðila.

Júlíus Björnsson, 9.6.2010 kl. 06:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband