Stórt skref í átt að endurnýjuðu trausti.


Ef vel tekst til í þessum úrræðum og þau verða ekki klaufalega unnin þá munu þessar aðgerðir verða gríðarlega góð fjárfesting fyrir bankann.

Fátt er betri fjárfesting en raunverulegur good will viðskiptavina. Honum hafa bankarnir glatað og þeirra mesta áskorun er að vinna hann til baka.

Í raun er sá bankamaður sem ekki sér það í hendi sér vanhæfur til starfa í grunni þeirra rústa sem liggja eftir hugmyndafræði undanfarinna ára.

Almenningur er fullkomnlega tilbúinn að fyrirgefa svo framarlega sem bankarnir gera sitt ítrasta til að skila þýfinu. Falla frá algjörlega óraunhæfum kröfum og ganga til verks eins og hagkerfið liggi undir.

Því lengur sem tíminn líður því erfiðara er að vinna upp traustið. Traustið verður ekki unnið með auglýsingum eða yfirlýsingum þó að orð séu oft upphafið þá verða það verkin sem vinna til baka traustið. En það er ekki bara traustið sem liggur undir heldur heilbrigði hagkerfis og sameiginleg framtíð okkar í því.


mbl.is Vilja koma til móts við þá sem tóku bílalán
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Samála.

Sigurður Haraldsson, 28.4.2010 kl. 22:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband