Skilið þýfinu, þjófarnir ykkar og biðjist afsökunnar sem fyrst.


 Hvar er réttlætið að finna ?

Það er sorglegt að horfa upp á talnakallana skjóta sig endalaust í fótinn og halda því fram að það sé besta leiðin að láta alla fara á hausinn og pína þá sem fjárfestu á árunum 2005-2007 og segja svo a skattgreiðendur tapi svo hrikalega á þvi að gera það sem er rétt og augljóst

Er það skrítið að fólk sé reitt og fullt af vandlætingu gagnvart bönkunum. 

Ég skil ekki hvernig bankastjórarnir halda andlitinu undir þessari vitleisu. 

 Í Matteusar guðspjalli segir Jesú þessa dæmisögu.

Þá gekk Pétur til hans og spurði: ,,Herra, hve oft á ég að fyrirgefa bróður mínum, ef hann misgjörir við mig? Svo sem sjö sinnum?``
22
Jesús svaraði: ,,Ekki segi ég þér sjö sinnum heldur sjötíu sinnum sjö.
23
Því að líkt er um himnaríki og konung, sem vildi láta þjóna sína gjöra skil.
24
Hann hóf reikningsskilin, og var færður til hans maður, er skuldaði tíu þúsund talentur.
25
Sá gat ekkert borgað, og bauð konungur þá, að hann skyldi seldur ásamt konu og börnum og öllu, sem hann átti, til lúkningar skuldinni.
26
Þá féll þjónninn til fóta honum og sagði: ,Haf biðlund við mig, og ég mun borga þér allt.`
27
Og herra þjónsins kenndi í brjósti um hann, lét hann lausan og gaf honum upp skuldina.
28
Þegar þjónn þessi kom út, hitti hann einn samþjón sinn, sem skuldaði honum hundrað denara. Hann greip hann, tók fyrir kverkar honum og sagði: ,Borga það, sem þú skuldar!`
29
Samþjónn hans féll þá til fóta honum og bað hann: ,Haf biðlund við mig, og ég mun borga þér.`
30
En hann vildi ekki, heldur fór og lét varpa honum í fangelsi, uns hann hefði borgað skuldina.
31
Þegar samþjónar hans sáu, hvað orðið var, urðu þeir mjög hryggir og sögðu herra sínum allt, sem gjörst hafði.
32
Konungurinn kallar þá þjóninn fyrir sig og segir við hann: ,Illi þjónn, alla þessa skuld gaf ég þér upp, af því að þú baðst mig.
33
Bar þér þá ekki einnig að miskunna samþjóni þínum, eins og ég miskunnaði þér?`
34
Og konungur varð reiður og afhenti hann böðlunum, uns hann hefði goldið allt, sem hann skuldaði honum.
35
Þannig mun og faðir minn himneskur gjöra við yður, nema hver og einn yðar fyrirgefi af hjarta bróður sínum.``


mbl.is Lánin færð yfir á hálfvirði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Guð sendi MIG til að aðstoða þjóð mína, en Lady GaGa, hlustar bara ekki á "Heilbrigða skynsemi...lol...!" - sorglega léleg þessi stórhættuleg ríkisstjórn!

kv. Heilbrigð skynsemi (fun.blog.is)

Jakob Þór Haraldsson (IP-tala skráð) 12.3.2010 kl. 21:26

2 Smámynd: Theódór Norðkvist

Sæll Villi, sammála hverju orði. Ég bloggaði um hrunið út frá þessari dæmisögu skömmu eftir fall bankanna.

Sagt er að einn denar hafi jafngilt daglaunum verkamanns á fyrstu öldinni og ein talenta 6.000 denörum. Ósáttfúsi þjónninn átti þannig inni hjá félaga sínum 100 daglaun, eina milljón ísl. krónur miðað við verkamannalaun í dag.

Þjónninn skuldaði konunginum 10.000 talentur, 600 milljarða miðað við sömu forsendur. Þetta hefur verið smákarl miðað við stærstu hákarlana á Íslandi 20 öldum síðar!

Ætli skuld hvers bankans fyrir sig sé ekki tíföld skuld þjónsins í dæmisögunni og skuld meðalskuld íbúðareigenda tíföld skuld samþjónsins við níska þjóninn (10 milljónir.)

Hlutföllin eru þannig svipuð og dæmisagan á vel við Ísland í upphafi 21. aldar. Færslu mína frá því um haustið 2008 má lesa hér, ef einhver hefur áhuga.

Theódór Norðkvist, 12.3.2010 kl. 21:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband